Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.06.2017, Qupperneq 2
Á kafi á æfingumVeður Norðaustan 8-18, hvassast á annesjum austast. Rigning norð- austan- og austanlands, dálítil væta á norðvesturlandi en annars þurrt. Heldur hægari og úrkomuminna um kvöldið. sjá síðu 40 BorgarByggð „Með þessu er verið að koma til móts við þá íbúa sem vilja leggja sitt af mörkum til að snyrta og fegra sitt nánasta umhverfi en eiga ekki öll tól og tæki sem til þarf,“ segir í frétt á vef Borgarbyggð- ar um átak þar í sumar. „Ákveðið hefur verið að fara í tilraunaverkefni með íbúum sem felst í að lána íbúum garðáhöld, til dæmis skóflur, garð- og heyhrífur, pilljárn og heyhrífur,“ segir í frétt- inni. – gar Íbúar fá lánaðar skóflur og hrífur Garðvinna. NORDICPHOTOS/GETTY Þessi myndarlegi kafbátur stóð sína plikt í Hvalfirði á kafbátaeftirlitsæfingu Atlantshafsbandalagsins við Íslandsstrendur í gær. Æfingar hófust í gær og standa þær yfir til 6. júlí næstkomandi. Kafbáturinn er frá Noregi en annar er á leið til landsins frá Þýskalandi. FRéTTablaðIð/ERNIR TENERIFE 8. júlí í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 56.420 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í svítu. Netverð á mann frá kr. 70.445 m.v.2 fullorðna í svítu. Los Alisios Apartments Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 Frá kr. 70.445 Frá kr. 56.420 Vestur-Kongó Yfirvöld í Vestur- Kongó kalla um 600 friðargæslu- liða heim frá Mið-Afríkulýðveldinu vegna gruns um kynferðisofbeldi af þeirra hálfu. Frá þessu greindu Sam- einuðu þjóðirnar en friðargæslulið- arnir voru á þeirra vegum. SÞ segir rannsókn á sveitum Vest- ur-Kongó hafa leitt í ljós alvarleg vandamál. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um kynferðisbrot friðargæslusveita SÞ í Mið-Afríku- lýðveldinu. Alls taka 13.000 manns þátt í verkefninu. Friðargæslusveitir voru sendar til ríkisins árið 2014 þegar uppreisnar- menn, einkum múslimar, steyptu forsetanum Francois Bozize af stóli, Hundruð þúsunda hafa flúið land vegna átakanna. – þea Sendir burt eftir kynferðisbrot BandaríKin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemd- um sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. Í viðtali við Fox News sagði Trump vináttu Muellers við James Comey, sem Trump rak úr embætti yfirmanns FBI, vera truflandi. Bíða þyrfti og sjá hvort hann færi fram á að Mueller myndi stíga til hliðar. Hann sagði þó að Mueller væri heiðarlegur og góður maður. Mueller var skipaður sérstakur ráðgjafi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna við rannsóknina í kjölfar brottreksturs Comeys. Fjölmiðlar segja að Mueller rann- saki hvort Trump hafi hindrað fram- gang réttvísinnar en sjálfur hefur Mueller ekki tjáð sig um það. – þea Telur Mueller ekki hlutlausan slys Afmarka þarf betur umferð gangandi vegfarenda, ökutækja, hjólabáta og þyrla við Jökulsárlón til að tryggja öryggi. Þessum tilmælum beinir Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa til eigenda jarðarinnar Fells og rekstraraðila, það er íslenska ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, í skýrslu um slys er varð á jörðinni árið 2015. Slysið varð á malarplani þar sem ökumaður hjólabáts var að bakka. Þá stóðu þrír ferðamenn aftan við bátinn og fylgdust með þyrlu sem var að lenda til að sækja þá. Skip- stjóri bátsins bakkaði á fólkið og kanadísk kona varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Lögregla rannsakaði málið en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort þeirri rannsókn væri lokið. Bakkmyndavél bátsins Jaka var biluð og enginn baksýnisspegill var stjórnborðsmegin. „Hafði skipstjór- inn ekki litið sjálfur yfir svæðið fyrir aftan bátinn áður en hann bakkaði,“ segir í skýrslunni. „Treysti skipstjór- inn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu.“ Skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stýra bátnum. Hann hafi verið með réttindi til að stjórna skipum styttri en tólf metrar að lengd, áður nefnd þrjátíu brúttótonn, en sam- kvæmt haffærisskírteini Jaka þarf skipstjóri að hafa gild réttindi til að stýra farþegaskipum undir 65 brúttótonnum. Skipstjórinn hafi sömuleiðis ekki haft réttindi til að flytja fleiri en tólf farþega en í umræddri ferð voru far- þegarnir 24. Þar sem bátnum er einn- ig ekið á landi er óljóst hvort réttindi þurfi til farþegaflutninga á landi en slík réttindi hafði skipstjórinn ekki. „Samkvæmt skipstjóranum upp- fyllti hann þær kröfur um réttindi sem eigandi Jaka gerði við ráðningu hans,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist í Einar Björn Einars- son, eiganda ferðaþjónustufyrir- tækisins Jökulsárlóns sem gerir út hjólabátinn, við vinnslu fréttarinnar. Rannsóknarnefndin setur fram fimm tillögur í öryggisátt í skýrsl- unni. Auk fyrrnefndrar tillögu um afmörkun umferðar segir að nauð- synlegt sé að öryggisbúnaði báta verði haldið í fullkomnu lagi og að til sé varabúnaður. Heppilegast væri að aldrei þyrfti að bakka bátunum sökum slæms útsýnis frá þeim á landi. „Nefndin bendir sérstaklega á það í ljósi þessa slyss að reglur verði settar um öryggisbúnað slíkra farar- tækja,“ segir í skýrslunni. Kröfur um réttindi til að stýra hjólabátum eru óljósar og telur rannsóknarnefndin ófullnægjandi að miða kröfur eingöngu við haffæri þar sem bátunum sé einnig ekið með og án farþega á landi. Samgöngustofa þurfi að skoða sérstaklega skráningu, kröfur og réttindi til að aka og sigla slíkum bátum. Samgöngustofu er einnig ráðlagt að setja verklagsreglur um lending- arstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni og einkaflugi. Því er beint til rekstraraðila að skipstjórar sem stýri hjólabátum hafi tilskilin réttindi. thorgnyr@frettabladid.is Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsár- lón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. Útsýnið aftan úr hjólabátnum á planinu þar sem slysið varð. MYND/RNSa Treysti skipstjórinn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu. Úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -6 9 9 0 1 D 2 C -6 8 5 4 1 D 2 C -6 7 1 8 1 D 2 C -6 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.