Fréttablaðið - 24.06.2017, Side 4

Fréttablaðið - 24.06.2017, Side 4
2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R4 f R é t t i R ∙ f R é t t A B L A ð i ð Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra skrifaði í pistli að miðað við fyrstu viðbrögð væri samfélagið ekki tilbúið í svo rót­ tæka hugmynd að taka úr umferð 10 þúsund króna seðil. Tillagan væri sem betur fer ekkert grundvallaratriði. Starfs­ hópur, sem var falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðar­ búskap, lagði til takmörkun reiðufjár til að minnka svarta hagkerfið. Andrés Jónsson þingmaður Vinstri grænna sagði að Alþingi hlyti að geta fundið þær 300 millj­ ónir sem þarf til að kortleggja kuml og minjar sem eru ómetanlegar. Um sé að ræða menningarverðmæti sem séu í hættu ef ekkert er gert. Hann benti á að aldrei væri farið í fornleifauppgröft nema til stæði að fara í framkvæmdir á við­ komandi stað. Örnólfur Thorsson forsetaritari sagðist hafa látið af hendi tvær hálfsjálfvirkar skammbyssur sem sendiboði krónprinsins af Abú Dabí færði Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að gjöf árið 2011. Byssurnar voru í skjalatösku sem innsigluð var sem diplómata­ póstur. Fyrrverandi staðarhaldari á Bessastöðum fékk byssurnar upp í vangoldin laun. Þrír í fréttum Reiðufé, fornleifar og byssur Hönnun&Merkingar töLUR vikUnnAR 18.06.2017 - 24.06.2017 aukning varð á sendingum frá erlendum netverslunum á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 5.858 heimili fengu fjárhagsað- stoð sveitarfélaga í fyrra. 31,8 prósent viðtakenda voru at- vinnulaus og af þeim fimm af hverjum sex án bótaréttar, alls 1.498 einstaklingar. 65,6 milljónir manna voru flóttamenn, hælis- leitendur eða kvótaflóttamenn víðsvegar um heiminn í fyrra. 118 milljörðum króna nam aflaverðmæti íslenskra skipa frá apríl 2016 til mars 2017. Það er 17,5 prósenta samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr. eignir tók Íbúðalána- sjóður til sín á uppboði á fyrstu fimm mánuðum ársins. Árið 2010 eignaðist Íbúðalánasjóður 832 eignir á uppboði. 60% 23 UmhveRfismáL „Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í nátt­ úrunni þótt ekkert skorti á salern­ isaðstöðuna. „Það eru núna 75 salerni í þjóð­ garðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bak­ við salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar. Ólafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferða­ þjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögu­ maður gagnrýndi salernisaðstöð­ una á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Hindra ekki fólk í að hægja sér Maður mígur á Þingvöllum á góðviðrisdegi. Þjóðgarðs- vörður segir þó ekki skorta á salernisað- stöðu. Ábyrgðin sé ferðamanna sjálfra. Frétta- blaðið/Pjetur Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. Fréttablaðið/Pjetur Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það. Ólafur Örn Haralds- son, þjóðgarðs- vörður á Þing- völlum Erfiðlega gengur að koma í veg fyrir að ferða- menn geri þarfir sínar á Þingvöllum. Þjóð- garðsvörður segir þó salernisaðstöðuna vera í góðu lagi, ábyrgðin sé hjá ferðamönnunum. Vandinn sé víðar en á Þingvöllum. kjARAmáL Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta emb­ ættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum til­ vikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær. Meðal þeirra sem fengu hækkun var Örnólfur Thorsson forsetarit­ ari. Föst mánaðarlaun hans hækka um rúmlega 200 þúsund krónur og verða rúmlega 1,3 milljónir. Þá hefur verið tekið tillit til fastrar yfirvinnu. Hækkunin er afturvirk til 1. október í fyrra. Helgi I. Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, hækkar um einn launa­ flokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. Hins vegar er hann flokki hærri en aðrir dóm­ arar við réttinn. Laun hans verða 1,9 milljónir eftir hækkunina. Líkt og hjá forsetaritara er hækkunin afturvirk til 1. október í fyrra. Hækk­ unin er til komin vegna bréfs vara­ forsetans til kjararáðs þar sem hann Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt unnur Gunnars- dóttir, for- stjóri FMe óskar eftir hækkuninni. Varaforseti sé staðgengill forseta og rétt sé að það endurspeglist í kjörum hans. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar fá hækkun sem er afturvirk til átján mánaða. Laun forstjóra FME voru ákveðin tæpar 1,2 milljónir en ofan á það smyrst um 620 þúsunda föst yfirvinna. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar hækkar um 100 þúsund krónur. Sendiherrar hækka í launum afturvirkt til eins árs og verða laun þeirra eftir hækkun 1,2 milljónir hið minnsta. Hækkunin er mismikil eftir mannaforráðum sendiherra. Þá verður ríkisendurskoðandi með 1,7 milljónir, afturvirkt til þrettán mán­ aða, hagstofustjóri fær tæpar 1,5 milljónir og ferðamálastjóri 1,47 milljónir afturvirkt til 1. október. Í öllum upphæðunum hefur verið tekið tillit til fastákveðinnar yfir­ vinnu. – jóe Samantekt Fréttablaðs­ ins á ákvörðunum ráðsins sýnir að afturvirka hækkun­ in nemur að minnsta kosti sextíu milljónum króna. 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -7 D 5 0 1 D 2 C -7 C 1 4 1 D 2 C -7 A D 8 1 D 2 C -7 9 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.