Fréttablaðið - 24.06.2017, Page 8

Fréttablaðið - 24.06.2017, Page 8
Augnlæknar Starfsaðstaða til boða Vegna aukinna umsvifa og stækkunar á húsnæði býður Augljós upp á nýja starfsaðstöðu til afnota á sviði almennra augnlækninga. Unnt er að nýta augnlæknastofuna hluta úr viku eða að fullu til lengri eða skemmri tíma. Augljós leggur áherslu á að vera í fararbroddi varðandi: • læknisfræðileg úrlausnarefni • tækni • þjónustu Umsóknum skal skilað fyrir 5. júlí n.k. á thorunnelva@augljos.is Upplýsingar veitir Þórunn Elva Guðjohnsen framkvæmdastjóri í síma 894 0456 Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Í pistli Stjórnarmannsins í Markaðnum á miðvikudag sagði að Tilboð aldarinnar hjá Hamborgarabúllu Tómasar kostaði 2.600 krónur. Hið rétta er að það kostar 1.890 krónur. Leiðrétting engLAnD Yfirvöld í Lundúnum hafa keypt 68 íbúðir í lúxusfjölbýlishúsi á Kensington Row fyrir þá sem misstu húsnæðið í eldsvoðanum í Grenfell- turninum. Nokkrir íbúar á Kensing- ton Row eru ósáttir og segja þetta draga úr virði íbúða sinna. Íbúarnir sem fyrir eru segjast hafa greitt háar upphæðir fyrir íbúðir sínar í fjölbýlishúsinu en þar er sundlaug, gufubað, kvikmyndasalur og dyra- gæsla allan sólarhringinn. Íbúðir sem nú eru til sölu í lúxusblokkinni kosta frá 1,6 milljónum punda til 8,5 milljóna punda. Íbúðirnar sem bjóð- ast þeim sem misstu húsnæði sitt í Grenfell-turninum eru meðal þeirra ódýrari. Óljóst er hvort nýju íbúarnir fái aðgang að því í sameigninni sem nefnt er hér að framan. Sumir íbúanna á Kensington Row benda á að margar íbúðanna í Gren- fell-turninum hafi verið í framleigu. Þeir sem hafi verið með leigusamning þar muni fá nýtt húsnæði í lúxusfjöl- býlishúsinu og framleigja það síðan. Þeir sem bjuggu í raun í turninum verði áfram húsnæðislausir. – ibs Telja sig tapa á fórnarlömbum Íbúar Grenfell-turnsins fá íbúðir í lúxusblokk. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA eFnAHAgSMÁL Atvinnuþátttaka á Íslandi er orðin mjög mikil í sögu- legu samhengi, að sögn sérfræð- inga hagfræðideildar Landsbank- ans. Þeir benda á að 85 prósent af heildarmannfjölda á vinnualdri hafi verið virk á vinnumarkaði í maímánuði. Sé litið til tólf mán- aða meðaltals hefur þátttakan verið tæplega 84 prósent síðustu mánuði. Samkvæmt nýjum mælingum Hagstofu Íslands var atvinnuleysi 5,3 prósent í maí sem er aukning um 3,6 prósentustig á tveimur mánuðum. – kij Atvinnuþátttaka sögulega mikil DAnMÖrK Dómsmálaráðherra Dan- merkur, Søren Pape Poulsen, segir það skjóta skökku við að sá sem berar sig fyrir framan aðra fái vægari refsingu en sá sem birtir myndir úr eftirlitsmyndavél af viðkomandi. Hann vill að flassarar fái þyngri refsingu. Maður sem beraði sig fyrir fram- an tvær 10 ára stúlkur á bak við verslun var dæmdur til að greiða 2.500 danskar krónur í sekt. Móðir annarrar stúlkunnar tók mynd af manninum með farsímanum sínum af myndbandi úr eftirlitsmyndavél. Hún birti myndina á Facebook og hvatti fólk til að deila henni. Móð- irin neitaði að greiða sekt upp á 5.000 danskar krónur fyrir að brjóta persónuverndarlög og málið fór fyrir rétt. Vegna galla í ákæru var móðirin sýknuð. Hún hefur nú verið ákærð að nýju og þarf að mæta fyrir dóm. – ibs Flassarar fái þyngri refsingu ViðSKiPti Alls eru tæplega 50 milljarð- ar af 5 og 10 þúsund króna seðlum í umferð hér á landi. Það eru tæplega 87 prósent af öllum seðlum í umferð og tæp 82 prósent af öllu reiðufé í umferð hér á landi. Starfshópar á vegum fjármálaráðu- neytisins skiluðu í fyrradag skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Meðal hugmynda í skýrslunum var að hætta notkun 5 og 10 þúsund króna seðla og fjölga minni seðlum á móti. Þá var einnig lagt til að Seðlabankinn, eða annar opinber aðili, kæmi til með að sjá um útgáfu greiðslukorta. Hlutfall reiðufjár í umferð er oft metið sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu. Hlutfallið hér á landi hefur yfirleitt verið frekar lágt en aldarfjórðunginn fyrir hrun var það til að mynda yfirleitt í kringum eitt prósent. Eftir að hrunið skall á var það aukið og hefur að undanförnu verið 2,25 prósent. Hlutfallið er með því lægsta sem þekkist en það er til að mynda um níu prósent á Evrusvæðinu, um sjö prósent í Bandaríkjunum og fjögur prósent á Bretlandseyjum. Þegar niðurstöður starfshópanna voru kynntar sagði Benedikt Jóhann- esson, fjármála- og efnahagsráðherra, að verið væri að „lýsa bókstaflega yfir stríði“ gegn skattsvikum. Fulltrúa frá Seðlabanka Íslands var ekki að finna í nefndinni. Óhætt er að segja að tillögurnar sem lutu að reiðufénu hafi fallið í grýttan jarðveg. Gagnrýni fólks var af misjöfnum toga. Sumir töldu tillögurnar skerða frelsi, aðrir litu til persónuverndarsjónar- miða og enn aðrir höfðu áhyggjur af eldri frændum og frænkum í ferm- ingarveislum framtíðarinnar. Hlutfall reiðufjár í umferð hér með því minnsta sem þekkist Tillaga um að fjarlægja 5 og 10 þúsund króna seðla úr flóru reiðufjár féll í grýttan jarðveg. Benedikt Jóhann- esson fjármálaráðherra dró í land með hugmyndina í gær. Hlutfall reiðufjár hér er með því lægsta sem þekk- ist. Í Sviss er stærsti seðillinn jafnvirði 107 þúsund króna. Stærsti evruseðillinn jafngildir 58.000 krónum. Stórir seðlar erlendis Danmörk – 1.000 DKR – 15.620 IKR Bandaríkin – 100 USD – 10.370 IKR Bretland – 100 GBP – 13.200 IKR Svíþjóð – 1.000 SKR – 11.900 IKR Noregur – 1.000 NKR – 12.280 IKR Evrusvæðið – 500 EUR – 58.080 IKR Sviss – 1.000 CHF – 107.060 IKR Hugmynd sem fjármálaráherra kynnti um að taka stóra peningaseðla úr umferð mætti andstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í raun var jarðvegurinn svo grýttur að ráðherrann var gerður afturreka með hugmyndirnar. Birti hann pistil þess efnis í gær og sagði þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. Gagnrýnina var ekki síst að finna úr röðum annars stjórnarflokks, Sjálfstæðisflokksins. Hluti þeirra sem voru andvígir hugmyndinni benti á reynslu Ind- verja en fyrir hálfu ári tóku stjórn- völd 500 og 1.000 rúpía seðla fyrir- varalaust úr umferð. Aðgerðin skapaði mikinn glund- roða í samfélaginu og lamaði efna- hagskerfið um skeið. Ólíkt er hins vegar að sambærileg aðgerð hér á landi myndi hafa svipuð áhrif. Áætl- að er að um 90 prósent viðskipta Ind- verja séu gerð með reiðufé en talan hér á landi er innan við tíu prósent. Sé litið til nágrannalanda okkar, eða þeirra landa sem Íslendingar skipta einna oftast við, má sjá að í flestum þeirra er stærsti seðillinn ekki langt frá því að vera sambæri- legur íslenska Jónasinum um þessar mundir. Evrusvæðið og Sviss bjóða síðan upp á seðla sem eru umtalsvert verðmeiri. johannoli@frettabladid.is 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U g A r D A g U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t A B L A ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -A 4 D 0 1 D 2 C -A 3 9 4 1 D 2 C -A 2 5 8 1 D 2 C -A 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.