Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 62
Minningar frá útskriftarferðum
Nú er komið að uppskeruhátíð þeirra sem eru að útskrifast. Margt fólk fagnar skólalokum með því að skella sér
í útskriftarferð út fyrir landsteinana og safna góðum minningum með samnemendum sínum. Fréttablaðið fékk
nokkra einstaklinga til að rifja upp sína útskriftarferð og segja lesendum frá eftirminnilegum atvikum.
Útskriftarferðin mín var yndisleg í alla
staði; öl og ævintýri á Algarve. Við
félagarnir, ég og Hafþór Ragnars-
son, vorum saman nánast allan
tímann – reyndar fyrir utan nóttina
þegar ég þurfti að vaka vegna þess að
ég fékk heilahristing þegar ég stakk mér í
sundlaugina í fyrsta skipti í ferðinni og ekki
vildi betur til en svo að það var grunni endi
laugarinnar, Haffi nennti nú ekki að sinna því.
Eftirminnilegust er lestarferð okkar félaganna.
Aðrir í hópnum höfðu farið í skipulagða ferð til
Lissabon og gist á einhverju fíneríshóteli, Silchoro.
Við félagarnir töldum slíkt okkur ekki samboðið,
við vildum kynnast fólkinu í Portúgal betur. Við
fengum lánuð interrail-kort frá tveimur vinkonum
okkar, breyttum Mrs. í Mr. og héldum á vit ævin-
týranna.
Við fórum út á lestarstöð
með það fyrir augum að taka
lest eitthvert út í buskann.
Stöldruðum við á krá og
innbyrtum töluvert
af púrtvíni, enda í
Portúgal. Tókum næstu
lest og eftir samskipti við
lestarvörð komumst við að því
að hún fór til Lissabon.
Þangað komum við undir morgun,
þreyttir og slæptir. Við tók barátta við
leigubílstjóra, en að lokum fengum við
inni á hóteli sem tók kreditkort, sem var
nauðsynlegt vegna fjárhagsstöðu okkar.
Það reyndist þá vera umrætt fíneríshótel,
Silchoro. Rándýrt og fínt, þannig að við höfð-
um bara efni á einni nótt, en henni eyddum
við á herberginu að horfa á Terminator 1 og
2. Portúgölsku þjóðinni kynntumst við ekki
betur en þetta.
Undir lok
frönsku-
námsins í HÍ fór
ég í snemmbúna
útskriftarferð með frá-
bærum hópi til fyrrverandi
nýlendu ríkis Frakka, Túnis. Við
vorum svo heppin að Gérard
Lemarquis tók að sér að vera leið-
sögumaður fyrir hópinn en hann
hafði kennt okkur um franska sögu
og menningu og þekkir mjög vel til í
Norðvestur-Afríku (eða Maghreb eins
og Frakkarnir kalla það). Hann skipu-
lagði stórskemmtilega dagskrá en við
fórum meðal annars í eyðimerkurferð
á úlföldum, skoðuðum töku-
staði Star Wars bíómyndanna,
gengum daglangt um Sahara,
fórum í skrautlegan hjól-
reiðaleiðangur þar sem
80% hjólanna, sem
frændi eins þjónsins á
hótelinu var svo sætur
að leigja okkur, reyndust
biluð eða ónýt.
Fljótlega eftir að við lögðum
af stað byrjuðu dekk, stýri og
hnakkar að hrynja af hjólunum. Þar
af leiddi að einungis örfáir komust á
leiðarenda og voru í þeim hópi nokkrir
sem þurftu að bera hjólin sín síðustu
nokkur hundruð metrana. Ég hugsa að
innfæddir, sem við mættum á sand-
stígunum sem við þjösnuðumst áfram
um, hafi ekkert skilið í okkur að vera
ekki á úlfalda eins og þeir. Minningin
af yndislegri, hvítri baðströndinni sem
hótelið okkar stóð við, azure-bláum
sjónum, pálmatrjánum, dansi, söng og
mikilli gleði lifir fersk og ég rifja þessa
ferð oft upp. Ég fer þangað aftur við
fyrsta tækifæri!
Ég fór í Menntaskólann á Akureyri og
þar er sterk hefð fyrir því að þriðji
bekkur fari í útskriftarferð. Við
vorum dugleg að selja alls konar
varning og tókum okkur til og
týndum rusl á Akureyri fyrir áheit.
Svo þegar komið var að því að fara
til Cancun í Mexíkó fékk ég óvænt pláss
á togara og ákvað að þiggja það í staðinn
fyrir að fara í ferðina. Þótt það hafi kannski litið
skynsamlega út á þeim tíma þá myndi ég glaður
spóla til baka og ákveða að fara frekar í ferðina.
Það er hefð fyrir því í MA að afmælisárgangar
hittist á 16. júní ár hvert. Í hvert skipti sem við
höldum upp á stúdentsafmælið okkar eru meðal
annars rifjaðar upp minningar úr ferðinni sem ég
fór ekki í.
Ég ráðlegg engum að sleppa útskriftar-
ferð vegna vinnu, við eigum hvort sem
er eftir að vinna það sem eftir er
ævinnar. Ungt fólk á að njóta þess
að vera án skuldbindinga. Ég
hugsa að ég hefði frekar átt
að berjast við feitan kredit-
kortareikning og fá minn-
ingar úr ferðinni í staðinn.
Það er um að gera að
vera örlítið kærulaus
stundum, við höfum öll
gott af því.
Ég fór í útskriftarferð með
MA sumarið 2003 til
Salou á Spáni. Síðasta
daginn ákvað ég og
félagi minn, Haukur
Sigurðarson, að vakna
eldsnemma og taka lestina
til Barcelona þar sem ég
hafði bitið það í mig að vilja
kaupa Blues Brothers hatt í frá-
bærri hattabúð sem leyndist þar.
Lestarferðin tók 90 mínútur, leitin að
búðinni enn lengri tíma og loksins
þegar við fundum hana var komin
siesta og búðin lokuð. Þar sem flugið
okkar heim var um kvöldið gátum
við ekki beðið og tókum þess vegna
lestina aftur til baka, en þar sem
við höfðum vaknað svona snemma
vorum við auðvitað þreyttir og
enduðum á því að steinsofna
báðir.
Þegar við vöknuðum
könnuðumst við ekkert
við okkur, vorum
umkringdir fjöllum
sem við höfðum bara
séð úr fjarlægð áður
og þegar lestin stoppaði
loks kom í ljós að við vorum
komnir lengst í burtu frá Salou,
eitthvert lengst út í sveit. Eina
byggingin á svæðinu var hrörlegur
brautarpallur.
Sem betur fer kom lest stuttu
seinna sem var á leiðinni aftur til
baka, en þá föttuðum við auðvitað
að miðinn okkar var útrunninn. Og
bara til að gera þetta enn meira spenn-
andi kom lestarvörður um borð. Við
rétt sluppum.
Ég fór í útskriftarferð til
Krítar með Mennta-
skólanum í Kópa-
vogi sumarið
2003, rétt áður
en útskriftarárið
hófst. Ferðin byrjaði
strax skrautlega þar sem ferðaskrif-
stofan bauð afslátt ef borgað var með
kreditkorti. Þannig eignuðumst við
mörg okkar fyrsta VISA kort og fórum
út með dýpri vasa en við áttum að
venjast.
Vinahópurinn minn var grand á því,
framlengdi ferðina um viku og áttum
við því þrjár ljúfar vikur úti þar sem
eina vandamálið var að rífa sig nægi-
lega snemma á fætur eftir partístand
næturinnar til að ná vænum tíma í
sólinni. Það var algjör nauðsyn þar sem
brúnkan var á þessum tíma mark-
tæk mæling á það hversu vel ferðin
heppnaðist. Við gerðum þó okkar besta
til að vera menningarleg og borðuðum
himneskan grískan mat, drukkum lí-
kjörinn Ouzo, þjóðardrykk Grikkja, eftir
hvert mál og ferðuðumst til höfuð-
borgarinnar Aþenu.
Hópurinn fór líka til eldfjallaeyjunnar
Santorini, sem er paradís á jörðu. 18 ára
Hugrún var þó ekki alveg að einbeita
sér að því sem skipti máli.
Hún var upptekin við
að rölta um króka
og kima og horfa
gaumgæfilega
á fólk, fram
hjá sól-
gleraugum
og höttum.
Leikararnir
Jennifer Aniston og
Brad Pitt voru nefnilega
líka á eyjunni og náðu að
stela þrumunni án þess að
láta sjá sig. Santorini er því enn
á „bucket-listanum“, mínum, sem er
alls ekki slæmt þar sem ég gæti alveg
hugsað mér að endurtaka leikinn og lifa
þessu góða gríska lífi aftur.
Kolbeinn Óttarsson Proppé
þingmaður
Hugrún Halldórsdóttir
fjölmiðlakona
Lestarævintýri og fíneríshótel eftirminnilegt
Jennifer Aniston og Brad Pitt voru á eyjunni
Eignaðist aldrei Blues Brothers hattinn
Ævar Þór Benediktsson
leikari og rithöfundur
Jóna Sólveig
Elínardóttir
þingkona
Ferðuðust um á ónýtum hjólum
Fljótlega eFtir að við
lögðum aF stað byrjuðu
dekk, stýri og hnakkar að
hrynja aF hjólunum.
Magnús Helgason
rithöfundur
Það leit skynsamlega út að velja frekar starf á togara
við Fengum lánuð
interrail-kort Frá
tveimur vinkonum
okkar, breyttum
mrs. í mr. og héldum
á vit ævintýranna.
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Þannig eignuðumst við
mörg okkar Fyrsta visa
kort og Fórum út með
dýpri vasa en við áttum
að venjast.
Ljúft líf í Portúgal...
Guðný
Hrönn
gudnyhronn@365.is
2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R30 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
2
4
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:1
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
2
C
-9
A
F
0
1
D
2
C
-9
9
B
4
1
D
2
C
-9
8
7
8
1
D
2
C
-9
7
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
8
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K