Fréttablaðið - 24.06.2017, Síða 84

Fréttablaðið - 24.06.2017, Síða 84
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Lífið í vikunni 18.06.17- 24.06.17 FuLLorðnir sem eLska skam Þættirnir Skam eru ekki bara fyrir unglinga og það sannar félags- skapurinn Fullorðnir aðdáendur Skam þar sem aldurslágmarkið er 25 ár. „Þátturinn er vel skrifaður, frábærlega leikinn og nýstárlegur,“ sögðu þær Ása og Dagbjört sem eru fullorðnir ofuraðdáendur þáttanna. Létu drauminn rætast Helga Björk og Hlynur tóku sér frí frá vinnunni fyrir átta mánuðum. Þau deildu sögu sinni með les- endum í vikunni. „Ég held að marga dreymi um svona ferðlag að ein- hverju leyti, en geta ekki látið verða af því, hver svo sem ástæðan er – peningar, skuldbindingar heima fyrir eða aðrar ástæður. saFnar nike strigaskóm Daði Lár Jónsson hefur frá barn- æsku haft mikinn áhuga á skóm og í dag safnar hann strigaskóm. Daði, sem á orðið um 80 pör af skóm sem allir eru frá Nike, er mikill prinsippmaður þegar kemur að skókaupum og vandar ávallt valið. Hann hefur það til dæmis fyrir reglu að borga ekki meira en 250 Bandaríkjadali fyrir skópar sem gerir um 26 þúsund íslenskar krónur. Svo tekur hann mið af eigin smekk þegar hann kaupir skó í stað þess að elta tískustrauma í blindni. rándýrt og svakaLegt Fasteignamarkaðurinn er mörgum landsmönnum ofarlega í huga núna. Fréttablaðið birti því samantekt yfir nokkrar svakalegar fasteignir sem eru á sölu. Ásett verð fyrir eignirnar sem náðu í samantektina er á bilinu 124 til 230 milljónir. Bergstaðastræti 81 og Ránargata 18 náðu á listann. Rapparinn Big Sean sem spilaði á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi henti inn þremur sjóðheitum myndum af sér á Íslandi eftir dvöl sína á landinu en það sem vakti athygli tískugúrúanna á myndunum var að drengurinn var klæddur í for- láta Hvannadalshnúks skíðabuxur frá 66°Norður auk trefils frá sama merki. Fannar Páll Aðalsteinsson, mark- aðsstjóri 66°Norður, segir að stílisti rapparans hafi mætt í „showroom“ PR stofu 66°Norður í London og verið gríðarlega hrifinn af vörunum. „Í framhaldi báðu þau okkur um nokkrar flíkur, þar á meðal þær sem hann klæddist á Secret Solstice hátíðinni. Hann kíkti svo til okkar í verslunina á flugvellinum á heimleið og ætlaði að kaupa fleiri trefla en þeir voru því miður uppseldir þar.“ Aðspurður hvort Big Sean hafi verið beðinn um að pósta myndum af sér í fatnaðnum á Instagram segir Fannar að það hafi alfarið verið að frumkvæði Big Sean en að þau hafi verið virkilega ánægð með framtak rapparans. Á fimmtudaginn birtist svo grein í The Guardian þar sem hópurinn Boy Better Know – Skepta, bróðir hans JME, Jammer og fleiri – eru til viðtals. Þar má sjá Skepta í eins Hvannadals- hnúks buxum auk Tinds flísjakka. Jammer er svo í Vatnajökuls buxum og Grandi Neoshell í bomber jakka á mynd inni í blaði. Það má því segja að íslenskur útivistarfatnaður eigi upp á pallborðið hjá röppurum og það verður spennandi að fylgjast með – kannski munum við sjá Migos í lopapeysum í ágúst. – sþh rapparar hrifnir af skíðabuxum frá 66°norður Skíðabuxur eru greinilega að detta inn á tískuradar rappara. Við erum nítján hérna í þriggja herbergja A i r b n b - í b ú ð . Þ a ð gengur bara mjög vel – við erum búin að vera hérna alla vikuna og það er bara ógeðslega kósí. Það er svona rúm- við-rúm stemning. Ég var svolítið stressuð við tilhugsunina en þetta gengur bara eins og í sögu,“ segir Dóra Jóhannsdóttir spunaleikari, en nítján manna hópur úr Improv Íslandi er um þessar mundir staddur í New York á Del Close maraþoninu sem er stærsta spunahátíð í heimi. Þar eru þau með viðburði og mæta á námskeið og í vinnustofur. Allur hópurinn verður að láta sér það lynda að vera troðið í eina íbúð, en eins og Dóra segir virðist það bara ganga prýðilega. „Við erum svo mörg að þetta skiptist aðeins niður – það eru djammararnir og skokkararnir sem fara út á morgnana, líka þeir sem eru að túristast og þannig. Við erum alveg nítján – þetta hópast niður eftir áhugasviðum þannig að það verða engir árekstar hérna.“ Nú eru þið öll leikarar – er ekkert verið að keppast um athyglina? „Nei, nei, við erum svo þrautþjálfaðir spunaleikarar, við erum alltaf að æfa okkur í að hlusta og spyrja, vera jákvæð og svona. Það nýtist heldur betur þegar maður er kominn í svona „extreme“ gisti-aðstæður.“ Sýning hópsins fer fram í kvöld og er hún á besta tíma á mjög góðu sviði. Sama kvöld sýnir hin mjög svo fræga Amy Poehler en hún er líka goðsögn í improv heiminum – þannig að það mun myndast ansi löng röð og fólkið sem ætlar sjá Improv Ísland verður búið að bíða í einhverja klukkutíma. En hvað er það sem þetta fólk mun sjá eftir alla þessa bið? „Við erum oftast með mónólóg sem við gerum sýningu út frá eða með eitt orð sem við sýnum út frá á Íslandi. En hérna ætlum við að biðja áhorfendur um orð sem þeir halda að við skiljum ekki – eitthvert flókið enskt orð. Síðan eyðum við smá tíma í að bulla hvað við höldum að orðið þýði og gerum svo sýninguna út frá því. Hún Björk sem er með okkur í hóp er með sýningu sem heitir Björk Guðmundsdóttir Improvise – hún er alnafna hennar – og hennar sýning er klukkan fimm um nótt- ina. Svo eru strákarnir í Svaninum að sýna klukkan fjögur eða sex á aðfaranótt sunnudagsins – þann- ig að þetta er maraþons-grín-geð- veiki,“ segir Dóra frá troðnu íbúð- inni í Stóra eplinu. stefanthor@frettabladid.is Þröngt mega sáttir improv leikarar sofa Hópur frá Improv Ísland er nú staddur í New York borg þar sem hann sækir stærstu spunahátíð í heimi og vinnustofur henni tengdar. Hópurinn segir sambúðina úti í New York ganga vel. Aðeins 59.940 kr. SILKEBORG hægindastóll með skemli Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Dökkbrúnt eða svart leður. Fullt verð: 99.900 kr. 40% AFSLÁTTUR ÚTSALA Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Sumar útsalan ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Nature’s SUPREME 160 x 200 cm Fullt verð: 134.900 kr. • Svæðaskipt pokagormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr. m2 • Vandaðar kantstyrkingar Fullt verð: 149.900 kr. Aðeins 104.930 kr. Nature’s SUPREME 180 x 200 cm NATURE’S SUPREME heilsurúm m/Cassic botni Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni. Aðeins 94.430 kr. 30% AFSLÁTTUR ÚTSALA af 160 x 200 og 180 x 200 cm 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R52 L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 C -8 C 2 0 1 D 2 C -8 A E 4 1 D 2 C -8 9 A 8 1 D 2 C -8 8 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.