Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Síða 8
RÆÐAN Madonna hlaut heiðursverðlaun
Billboard verðlaunanna sem kona ársins hinn
9. desember síðastliðinn. Hún tók við verðlaun-
unum, spurði hvort hún mætti ekki leggja þau frá
sér því þau væru svo þung og sneri við til að leggja
þau ofan á flygil sem var fyrir aftan hana. Þá steig
hún nokkur skref í hvora átt og glennti þar með
fæturna til að vera nær hljóðnemanum og sagði:
„Mér líður alltaf betur með eitthvað hart á milli
lappanna á mér.“ Salurinn hló og við tók sterk ræða.
Hún þakkaði þeim sem studdu hana í gegnum tónlist-
arferil hennar sem spannar nú 34 ár. Hún kvaðst hafa
spurt sjálfa sig hvað hún gæti sagt um það að vera
kona í tónlistarbransanum. Hennar sýn væri að horfa
ekki á listamenn út frá kyni enda hafi David Bowie ver-
ið hennar aðalfyrirmynd. Hana hefði ekki órað ekki
fyrir því að það væru einhverjar reglur í bransanum,
enda listamenn á borð við David Bowie og Prins farð-
aðir og á háum hælum með afturendann lafandi út.
Hún sagðist hafa komist að því að það væru engar
reglur fyrir stráka en sannarlega reglur fyrir stelpur.
„Ef þú ert stelpa þarftu að leika leikinn. Hver er leik-
urinn? Þú mátt vera falleg, sæt og kynþokkafull. Ekki
sýna að þú sért gáfuð. Ekki hafa skoðun, að minnsta
kosti ekki skoðun sem stangast á við óbreytt ástand. Þú
átt að vera hlutgerð af karlmönnum og mátt klæða þig
eins og dræsa en ekki eiga þinn dræsuskap sjálf. Og alls
ekki, ég endurtek, alls ekki deila kynlífsfantasíum þínum
með heiminum. Vertu það sem karlmenn vilja að þú
sért. En það sem skiptir meira máli: vertu það sem öðr-
um konum þykir viðeigandi að þú sért í kringum aðra
karlmenn. Að lokum, ekki eldast, því að eldast er synd.
Þú verður gagnrýnd, þú verður rægð og lögin þín
verða ekki spiluð í útvarpinu.“
Madonna talaði um það þegar hún áttaði sig á því að
konur hefðu ekki sama frelsi og karlmenn, hún hefði
lesið neikvæða og ljóta gagnrýni um sig víða í blöðum.
Ein fyrirsögn líkti henni við djöfulinn sjálfan. Í ræðunni
minntist Madonna einnig á frægan femínískan rithöf-
und vestanhafs, sem skrifaði að Madonna væri að rífa
niður kvennabaráttuna með því að hlutgera sjálfa sig.
„Ó,“ hugsaði ég með mér. „Svo ef þú ert femínisti þá
hefurðu ekki kynhneigð, þú afneitar henni.“ Til fjand-
ans með það, sagði ég. Ég er þá öðruvísi femínisti, ég er
óþekkur femínisti.“
Eftir ræðuna stóðu áhorfendur upp og klöppuðu með
tárin í augunum og myndband af ræðunni fór eins og eld-
ur í sinu um veraldarvefinn.
Madonna glæsileg á
sviði í einni af sínum
skemmtilegu mún-
deringum.
„Óþekkur
femínisti“
MADONNA var á dögunum valin kona ársins af Billbo-
ard og vakti ræða hennar, er hún tók við verðlaununum,
mikla athygli. Madonna hefur alla tíð ögrað stöðluðum
gildum samfélagsins og sætt mikilli gagnrýni úr öllum átt-
um fyrir verk sín sem listamaður.
Madonna Louise Ciccone er fædd 16. ágúst árið 1958 í
Michigan í Bandaríkjunum. Foreldrar hennar eru Silvio
Anthony Ciccone og Madonna Louise Fortin, en móðir
hennar lést þegar Madonna var aðeins fimm ára. Madonna
á sex systkini og tvö hálfsystkini. Hún var sjálfstæð og fór
eigin leiðir og áttaði sig snemma á því að hún vildi ná langt
í lífinu sem átti sannarlega eftir að rætast. Hún var ávallt
með háar einkunnir í skóla og fékk námsstyrk til að fara í
dansskóla í Michigan. Árið 1977 flutti hún til New York til
þess að reyna fyrir sér í módernískum dansi. Eftir stutt
ævintýri með hljómsveitunum The Breakfast Club og
Emmy sem hún stofnaði með fyrrverandi kærustum
komst hún á samning með Sire Records, sem er hluti af
Warner Bros. stórveldinu. Fyrsta lagið sem hún gaf út var
„Everybody“, árið 1982, og ári seinna „Burning Up“. Í júlí
1983 sendi hún frá sér fyrstu breiðskífuna sem bar titilinn
Madonna. Upp frá því varð ekki aftur snúið og átti Ma-
donna eftir að marka skil í tónlistarsögunni.
Eftir að Madonna gaf út aðra breiðskífu sína, Like A
Virgin, varð hún heimfræg. Stíllinn hennar, hárgreiðsla
og klæðaburður var aðal-tískufyrirbæri níunda áratug-
arins. Blúndutoppar, tjullpils yfir léttar buxur, netsokka-
buxur, perlufestar og krossar um hálsinn, túberað hár
með hárbandi og aflitað hár var það eina sem gilti. Hún
var hins vegar mjög gagnrýnd fyrir ögrandi sviðs-
framkomu, dónalega texta í lögum sínum og vildu margir
banna spilun á titillagi plötunnar „Like A Virgin“ í útvarpi
og einnig banna sýningu á myndbandi við lagið í sjónvarpi,
þar sem texti lagsins var talinn „ýta undir kynlíf fyrir
hjónaband og grafa undan fjölskyldugildum“. Á fyrstu
verðlaunahátíð MTV tónlistarverðlaunanna, VMA, sem
haldin var kom Madonna fram á sviði og söng tíðrætt lag.
Hún var klædd í hvítan brúðarkjól með hvíta hanska og
stóð ofan á risastórri brúðartertu. MTV hefur útnefnt at-
riðið eitt af mikilvægustu augnablikum VMA.
Madonna er klárlega ein af goðsögnunum. Hún hefur
selt yfir 300 milljón plötur um víða veröld og hefur selt
mest allra kvenkyns tónlistarmanna allra tíma samkvæmt
Heimsmetabók Guinness og er í fjórða sæti yfir alla tón-
listarmenn á eftir Bítlunum, Elvis Presley og Michael
Jackson. Samtök plötuiðnaðarins, RIAA, skráðu hana
þann kvenkyns rokklistamann 21. aldarinnar sem hefði
selt mest allra og í öðru sæti yfir mesta kvenkyns tónlist-
armann allra tíma í Bandaríkjunum.
Enginn tónlistarmaður í heim-
inum hefur haft meiri tekjur af
tónleikahaldi en Madonna. Frá því
hún hóf tónleikaferðir um heiminn
árið 1990 hefur hún halað inn 1,31
milljarð dala eða um 149 milljarða
króna. Madonna trónir á toppi lista
tónlistarstöðvarinnar VH1 yfir 100
áhrifamestu konur í tónlist í heim-
inum og er í öðru sæti á eftir Bítl-
unum á lista Billboard yfir 100
áhrifamestu tónlistarmenn í heim-
inum. gunnthorunn@mbl.is
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum
og útfærslum
Á hinu árlega Metropolitan
galakvöldi í New York, mætti
Madonna með afturendann lítt hul-
inn klæðum, eins og Prince forðum
daga. Töffari.
Madonna hélt
áhrifamikla
ræðu og sagði
m.a. frá nauðgun
og kynjamisrétti
í tónlistarbrans-
anum er hún tók
við heiðurs-
verðlaunum Bill-
board.
AFP
Madonna við upphaf ferilsins.
Frá umtöluðum tónleikum þeg-
ar hún kom fram í brúðarkjól.
Hin magnaða Madonna
’Hún var sjálfstæð og fóreigin leiðir og áttaði sigsnemma á því að hún vildiná langt í lífinu og það átti
sannarlega eftir að rætast.
FYRIRMYND Áður en Madonna sló í gegn voru
flestar stórstjörnur karlkyns rokkarar, en frægð
Madonnu ruddi veginn fyrir kvenkyns stór-
stjörnur. Þetta sagði Tony Sclafani hjá MSNBC.
Bítlarnir breyttu hugmyndafræði sólósöngvar-
ans yfir í hljómsveit nokkurra tónlistarmanna en
Madonna mætti síðan á svæðið og breytti því til
baka, með áherslu á konur.
Hún breytti sannarlega stöðlum sem til staðar
voru yfir það hvað var að vera kona í tónlist. Að
mati Fouz-Hernández, sem skrifaði bókina Ma-
donna’s Drowned Worlds voru söngkonur á borð
við Britney Spears, Christina Aguilera, Jennifer
Lopez, Pink, Kylie Minogue, Spice Girls, Dest-
iny’s Child og fleiri nánast eins og dætur
Madonnu, þar sem allar þessar ungu konur
höfðu alist upp við tónlist hennar og ákváðu að
þær skyldu verða eins og hún. Boðskapur
Madonnu til þeirra væri að konur gætu gert allt
sem þær vildu.
Madonna er án efa konan sem ruddi veginn fyrir konur í tónlist
og er hún fyrirmynd margra poppsöngkvenna.
Ruddi veginn fyrir
konur í tónlist