Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Qupperneq 29
8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Nýverið kynnti snyrtivörurisinn L’oréal til sögunnar svokallaðan snjall- hárbursta. Burstinn er tengdur við internet og greinir hárið við notkun og sendir upplýsingar í smáforrit um það ástand sem hárið er í og mælir í leiðinni með vörum sem henta. Burstann má bæði nota í blautt og þurrt hárið. Bustinn greinir strok- urnar þegar hárið er greitt en hann hefur einnig að geyma hljóð- nema sem skynjar hljóðin sem berast þegar hárið er greitt og segja mikið til um hvort hárið er úfið, þurrt, slitið eða illa farið. Burstinn sendir allar upplýsingarnar í gegnum Wi-Fi eða Blue- tooth í smáforritið sem gefur fólki góð ráð um hvernig eigi að meðhöndla hárið rétt samanborið við ástand eða ráðleggur not- andanum hvaða hárvörur henti hárgerðinni best. Nýtt Bylting í hárburstun Essie 1.899 kr. Liturinn Over the Knee er efst á óska- listanum mínum þessa stundina. Bianco 12.795 kr. Flottir skór með 10 cm hæl. Vila 8.990 kr. Svartar víðar buxur eru klassískar. Geysir 4.290 kr. Sokkar frá Hansel from Basil. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að útsölurnar eru nú í fullum gangi. Mér finnst mikilvægt að skipuleggja fataskápinn örlítið áður en ég fer á útsölur og vera þannig með ákveðna mynd í hausnum af því hvað vantar. Útsölurnar eru jafnframt frábær tími til þess að kíkja eftir ákveðnum grunnflíkum sem eru klassískar, svo sem yfirpeysum, einföldum buxum og yfirhöfnum. Zara 7.995 kr. Svöl taska úr rúskinni. Zara 6.995 kr. Hlý og notaleg peysa með æðislegum kraga. Hrím 9.990 kr. Órói inn á heimilið frá PlantePlanet. Brjóstahaldaratoppar voru áberandi á sumarsýningum margra hönnuða 2017. Þá þarf ekkert endilega að klæðast þeim einum og sér heldur er einnig fallegt að klæðast þeim yfir skyrtur eða rúllukraga líkt og á sýningu Prada. Belti í mittið er komið aftur. Á sumarsýningum tískuhúsanna mátti sjá hvernig hönnuðir léku sér að því að setja þröng belti í mittið yfir flíkur allt frá skyrtum og kjólum og yfir í yfirhafnir. Tískan 2017 Þrátt fyrir að veturinn sé ennþá í fullum skrúða fara vorlínur tískuhúsanna að detta inn hvað úr hverju. Þá er áhugavert að kynn- ast örlítið nokkrum tískustraumum sem voru hvað mest áberandi á sumar- línum tískuhúsanna fyrir sumarið 2017. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hvítir skyrtukjólar eru skemmtilegt trend sem má leika sér svolítið með að para við annan fatnað. Bæði eru þeir fallegir til að mynda við sokkabuxur og yfir þröngar buxur. Gucci „Kitten“-hælar svokallaðir eru að koma aftur í tísku. Þeir náðu síðast gríðarlegum vinsældum 2000 en voru þó byrjaðir að sjást örlítið síðasta sumar. Það verður gaman að sjá hvernig tískuheimurinn tekur í þessa skótísku.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.