Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Síða 38
Wadada er frábær listamað-ur. Ég nýt þess að starfameð einstöku fólki og
hann er einn merkasti listamaður
samtímans, og þá er ég að tala um öll
listformin,“ segir bandaríski djass-
píanóleikarinn Vijay Iyer um sam-
starfsmann sinn, trompettleikarann
Wadada Leo Smith, en þeir koma
fram á dúetttónleikum í Hörpu á
mánudagskvöldið næsta.
„Það eru forréttindi að fá að eyða
tíma og vinna með svo merkum og
skapandi listamanni,“ bætir Iyer við.
„Þar fyrir utan er hann mjög gjöfull
og góður maður og hefur skapað
rými í sínu lífi til að starfa með mér
og fyrir það er ég þakklátur.“
Á síðasta áratug léku þeir saman í
þekktum kvartett Leo Smith en
koma þessi misserin fram sem dúett
og fylgja nú eftir plötunni A Cosmic
Rhythm With Each Stroke. Báðir
eru þeir í hópi þekktustu djassleik-
ara samtímans. Leo Smith, sem er
hálfáttræður, er margverðlaunaður
og virtur frumkvöðull í bandarískri
djass- og nútímatónlist og einn af
helstu trompetleikurum samtímans.
Samtök djassblaðamanna völdu
hann til að mynda tónskáld ársins
2015. Leo Smith hefur nokkrum
sinnum sótt Ísland heim.
Þetta verður hins vegar í fyrsta
skipti sem hinn hálffimmtugi Vijay
Iyer leikur á Íslandi. Kastljósið hef-
ur skinið skært á hann á undan-
förnum árum, til að mynda var hann
valinn listamaður ársins 2015 hjá
DownBeat-tímaritinu sem gaf nýj-
ustu plötu hans undir eigin nafni,
Break Stuff, fullt hús stiga. Iyer hef-
ur starfrækt eigin hljómsveitir og
leikið með öðrum, auk þess að vinna
að sólóverkefnum. Hann er um þess-
ar mundir staðartónlistarmaður við
Metropolitan-listasafnið og prófess-
or í tónlist við Harvard-háskóla.
Tónlistarlegt traust
Iyer bendir á að Leo Smith hafi und-
anfarna áratugi verið hluti af
AACM-samtökunum, Association
for the Advancement of Creative
Musicians, sem sé samstarfsvett-
vangur frábærra listamanna og
frumkvöðla í tónlist. „Margir þeirra
hafa haft mikil og ómæld áhrif á tón-
list samtíma okkar“ – og hann nefnir
nokkra, Henry Threadgill, Roscoe
Mitchell, Muhal Richard Abrams,
Anthony Braxton, Amina Claudine
Myers, George Lewis, og segir
listann lengri. „Gegnum tíðina hef
ég átt í allskonar samstarfi við mörg
þeirra og það var í gegnum þetta
samfélag sem við Wadada Leo
Smith fundum hvor annan. Fyrst
hafði ég tækifæri til að leika með
honum í tvígang á 10. áratugnum, en
svo náðum við aftur saman 2002 þeg-
ar ég var fluttur til New York.
Það var svo árið 2005 sem ég fór
að ferðast um heiminn með Wadada.
Hann hringdi þá í mig og bauð mér
að leika með Golden Quartet; á fimm
ára tímabili kom ég því fram með
kvartettinum auk þess sem við gerð-
um tvær plötur og komum fram í
tónleikakvikmynd. Á þeim tíma
styrktist sambandið milli okkar
tveggja og visst tónlistarlegt traust
þróaðist – bara með því að vinna
saman þróðuðum við vissa aðferða-
fræði og nálgun við tónlist sem við
nutum að skapa. Og ákveðna næmni
við að hlusta hvor á annan; að skapa
saman í sameiginlegum tónheimi.“
Besti djasspíanistinn
Undanfarin misseri hafa Iyer og
Leo Smith starfað saman og komið
fram sem dúett og hafa tónleika-
gestir sem gagnrýnendur hrifist og
ausið verk þeirra lofi. Gagnrýnandi
The New Yorker segir til að mynda
þá félaga skapa „blekkingu um víð-
áttumikið rými þar sem tveir eingr-
aðir stígar mætast“ og útkoman geti
verið undursamleg. Rýnir All About
Jazz segir tónlistina „hjúpaða ljúf-
sárri gleði með broddi af depurð.
Fallegri depurð,“ og þá hafa þýskir
rýnar ekki sparað lofið um Iyer:
„Besti djasspíanisti heims í dag,“
skrifaði gagnrýnandi Tagesspiegel,
og í Die Zeit mátti fyrir þremur ár-
um sjá svipaða staðhæfingu: „Djass-
tónlistarmaður augnabliksins.“
„Í nokkur ár höfum við nú unnið
áfram úr þeim tengingum og sam-
eiginlegu upplifunum sem við finn-
um í samspilinu,“ segir Iyer um
samstarfið. „Og ég hef líka unnið
með Wadada í skólum, bæði í Banff
Centre í Kanada þar sem ég stýri
tónlistarprógrammi og við Harvard í
vor sem leið. Hann er sannur meist-
ari! Ekki bara á trompetinn heldur
líka hvað varðar allan skilning hans
og túlkun á tónlist; í tónlistarsköpun
og við hlustun á tónlist. Ég er alltaf
að læra af honum.“
Breytist í hvert sinn
þegar Iyer er spurður að því hvort
aldursmunrinn á þeim Leo Smith,
ein þrjátíu ár, skipti einhverju máli í
samstarfinu þá hugsar hann sig um
um stund. Segir síðan að það skipti
máli hvað það varðar að hann
treysti alltaf dómgreind Leo Smith
fullkomlega. „En ég nálgast sam-
starfið alls ekki eins og hann sé
meistarinn og ég lærlingur. Við
byrjum í raun öll okkar tónverk frá
grunni og byggjum saman ofan á
hann. Og Wadada hefur ætíð tekið
tillögum og framlagi mínu fagnandi,
enda vinnum við sem jafningjar.“
Tónlistin sem þeir félagar spinna
er ekki skrifuð niður, segir Iyer,
heldur mæti þeir til samstarfsins
með allskyns efni og hugmyndir sem
þeir vinni úr í sameiningu. „Þar
byggjum við á reynslu okkar saman
og ég veit að hann heyrir allt! Sumir
þeirra tónlistarmanna sem ég hef
haft þau forréttindi að leika með eru
þannig að ég veit að hvað sem ég
leik, þá muni þeir skilja það og
bregðast við því. Og ná mögulega að
gera það ennþá betra – og það er
hæfileiki sem hefur ekkert með ald-
ur að gera, heldur hvort þú hafir
þroskað hæfileika þinn til að hlusta
og það ná ekki allir að gera. Alls ekki
allir tónlistarmenn. Ætli ég verði
ekki að segja að það geri bara þeir
bestu, elítan,“ segir hann og hlær.
„Það eru þeir sem taka þær upplýs-
ingar sem þeim berast í samspilinu
alvarlega og geta bætt við þær.
Sumir eru aðallega í því að monta
„Sumir eru aðallega í því að monta sig af hæfi-
leikum; ég hef ekki áhuga á slíku og samstarf
okkar Wadada snýst alls ekki um slíkt. Við
leggjum áherslu á að geta brugðist við því sem
við heyrum meðleikarann vera að hugsa og
gera, á einlægan og sannan hátt,“ segir Vijay
Iyer sem er hér í heimaborginni, New York.
Ljósmynd/Jimmy Katz
Djassmenn augnabliksins
Tveir af kunnustu djöss-
urum samtímans,
trompetleikarinn
Wadada Leo Smith og
píanistinn Vijay Iyer,
leika í Hörpu á mánu-
daginn kemur. Iyer segir
félagann einn merkasta
listamann samtímans.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
LESBÓK Alþjóðlegum degi fíflagangs er fagnað í Vonarstræti í dag kl. 14 með vís-un í fíflaganginn sem John Cleese gerði ódauðlegan með Monty Python.
Dagurinn er tileinkaður öllum sem berjast fyrir bættri geðheilsu.
Fíflagangur í Vonarstræti
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017