Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Side 39
sig af hæfileikum; ég hef ekki áhuga á slíku og samstarf okkar Wadada snýst alls ekki um slíkt. Við leggjum áherslu á að geta brugðist við því sem við heyrum meðleikarann vera að hugsa og gera, á einlægan og sannan hátt.“ Tónleikar þeirra Iyer og Leo Smith í Hörpu á mánudag verða þeir fjórðu í snarpri níu tónleika röð í jafn mörgum Evrópulöndum. Iyer segir lögin vissulega breytast tals- vert frá einu kvöld til annars, þeir félagar vinni út frá ákveðnum hug- myndum og efni en hverjir tónleikar þróast á einstakan hátt. „Það er ekk- ert njörvað niður, efnið breytist í hvert sinn sem við leikum það, því í stað þess að hafa mótað svítu hefð- bundinna laga þá erum við með þetta safn hug- mynda sem við byggjum performansinn á. Í fyrra lékum við saman á yfir tuttugu tónleikum sem dúett og því er ákveðin samstilling til staðar, en á hverjum tónleikum stígum við inn í heim hins óþekkta en treystum ferl- inu sem við höfum mótað. Á leiðinni gegnum hverja tónleika höfum við nokkrar vörður sem sýna okkur að við séum á réttri leið og skilgreina rammann sem við vinnum innan.“ Kynnt undir rasisma Foreldrar Iyer eru indverskir inn- flytjendur í Bandaríkjunum, þar sem hann fæddist og ólst upp. Hann er fjölmenntaður í tónlist en hefur á seinni árum lagt sig eftir því að skilja og læra tónlist frá Suður-Asíu. „Maður getur ekki afneitað upp- runanum, hann talar alltaf á ein- hvern hátt gegnum mann. Og ég tel hann hafa áhrif á það hvernig fólk hlustar á mig. Eftir að ég varð full- orðinn ákvað ég að læra að skilja þessa hlið á mér og hef síðan unnið með fjölda indverskra listamanna. Hitt sem hefur mótað mig mikið er að hafa alist upp í Bandaríkjun- um, ekki bara sem barn innflytjenda heldur sem hörundsdökkur maður. Það hefur til að mynda gefið mér ákveðna samkennd með tónlist og reynslu svartra. Og að geta skilið hana út frá því að vera frábrugðinn meirihlutanum, það verður hluti af lífssýn manns og starfi. Sumum löndum mínum finnst að ég eigi ekki heima hér, ég sé ekki „sannur“ Bandaríkjamaður, ólíkt þeim. Eng- inn spyr hvíta tónlistarmenn um uppruna þeirra, jafnvel þegar þeir leika djass. Og það er vandamál.“ Það er þungi í rödd Iyer þegar hann fer að tala um stjórnmál í Banda- ríkjunum og hann segir að á sama tíma og fólk tali um sam- runa listgreina og aukinn skilning á 21. öldinni, þá sé „einn háværasti rasisti jarðar að verða for- seti Bandaríkjanna! Mér finnst ekki að nú sé tími frelsis og nýrra mögu- leika heldur umsáturs og hættu. Nú er ekki tími vonar heldur til að berj- ast; það verður byrði okkar litaðra listamanna.“ Hann bætir við að djasstónlist sé sprottin af baráttu Bandaríkja- manna af afrískum uppruna og hún hafi alltaf haft andspyrnu sem grunntón. Það sé ekkert nýtt í því. „Fyrir Wadada, sem til að mynda samdi gríðarmerkilegt tónverk um réttindabaráttu svarta, Ten Free- dom Summers, er þessi barátta óað- skiljanlegur hluti tilverunnar. Hann ólst upp í Mississippi á tímum að- skilnaðar og fjölskylda hans er af- komendur þræla. Það er veruleikinn sem við lifum og hrærumst í og nú hafa kaldlyndir stjórnmálamenn klofið þjóðina, leikið á rasískar til- hneigingar almennings og magnað þær upp, í stað þess að lækna sárin í samfélaginu: það hefur verið kynt undir rasískri hegðun, rasísku orð- færi og hugsun. Þar erum við stödd í dag,“ segir Iyer dimmum rómi. ’Hann er sannurmeistari! Ekkibara á trompetinnheldur líka hvað varð- ar allan skilning hans og túlkun á tónlist; í tónlistarsköpun og við hlustun á tónlist. 8.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Valdís Gregory sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög og aríur eftir Mozart, Wag- ner, Wolf, Ravel, Barber og Previn í Hörpuhorni á morgun, sunnudag, kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Starship Troopers í leikstjórn Paul Verhoeven, frá árinu 1997, verður sýnd í Bíó Paradís á Svörtum sunnu- degi á morgun kl. 20. Hér er um vís- indaskáldskap að ræða þar sem fas- istasamfélag framtíðarinnar berst við geim- verupöddur til að lifa af. Egill Sæbjörnsson og Andri Snær Magnason ræða togstreitu og sam- hljóm bygginga og listar í Hafnarborg á morgun, sunnudag, kl. 14. Sýning Egils, Bygging sem vera og borgin sem svið, stendur til 15. janúar í Hafnarborg. Bíó Paradís sýnir upptöku frá Breska þjóðleikhúsinu á Túskild- ingsóperunni eftir Bertholt Brecht með tónlist Kurts Weill í leikstjórn Rufusar Norris. Sýningar verða í kvöld og á morgun kl. 20. Dansverkið Fubar eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður sýnt í Hjálmakletti í Borgarnesi á morgun, sunnudag, kl. 18. Tónlist er í höndum Jónasar Sen, leikmynd hannaði Helgi Már Krist- insson og búninga Hildur Yeoman. MÆLT MEÐ Sigríður Jónsdóttir, ADHDmarkþjálfi og fíkniráðgjafi mælir með Bio-Kult við sína skjólstæðinga. Mæli með... Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar áwww.icecare.is Bio-Kult Original Bio-Kult Candéa ● Styrkir þarmaflóruna. ● Bætir meltinguna. ● Bestu gæði af góðgerlum. ● 14 tegundir af gerlastofnum. ● Styrkur í hverju hylki 2 milljarðar. Innihaldið er öflug blanda af vinveittum gerlum, 7 gerlastofnar og 1milljarður gerla, ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract í hverju hylki. Öflug vörn gegn Candida í meltingavegi Bio-Kult Candéa hefur reynst mér vel, fæ ekki lengur kláða og pirring eftir blæðingar. Kolbrún Hlín Kláðinn farinn Easy2Clean Mött veggmálning sem létt er að þrífa Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Spunameistararnir Vijay Iyer og Wadada Leo Smith taka hljóðfærin til kost- anna í Hörpu á mánudag. Lykillinn er að hlusta, hvor á annan, segir Iyer. Ljósmynd/John Rogers

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.