Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Qupperneq 44
Frá ballarbeltum til Beyoncé:
Fimm femínísk poppkorn
Á árinu sem leið gáfu Reykja-víkurdætur út sína fyrstuplötu, hlutu glimrandi dóma
fyrir framkomu sína á Airwaves,
ræddu við fjölmarga af helstu tón-
listarmiðlum heims og frelsuðu rím-
urnar sem og „geirurnar“ við fögnuð
þúsunda gesta á Roskilde Festival.
Ekki slæmt það.
Stærsta opinbera augnablik
þeirra átti sér þó stað í Vikunni
með Gísla Marteini, sællar
minningar, þar sem þær skóku
mjaðmir og beltisböll framan í
hrekklausa áhorfendur í setti og
sófa. Stórum hluta þjóðarinnar
þótti gjörningurinn ósæmilegur en
annar hluti sá hann sem valdefl-
andi. Í raun varð sú svívirðing sem
beindist að dætrunum aðeins til
þess að dreifa boðskap þeirra enn
frekar og hvetja ungar konur til
óþekktar.
Ef undirritaðri skjátlast ekki ætla
dæturnar að leggja land undir fót á
nýju ári og vonandi hneyksla þær
heimsbyggðina. Hver á annars að
hamra á feðraveldinu ef ekki þrettán
íslensk rappkvendi?
Límonaði drottningarinnar
Það er óhætt að segja að Beyoncé
hafi stolið senunni á Ofurskálinni
þar sem hún flutti í fyrsta skipti lag-
ið „Formation“ opinberlega. Með
dönsurum klæddum í stíl við upp-
reisnar- og mannréttindahópinn
Svörtu pardusana og sterka sósu í
töskunni sprengdi hún umræðuna
um það hvort „svört líf skipti máli“
upp á gátt. Hún lét þó ekki þar við
sitja heldur færði heiminum fljót-
lega femíníska (ef eilítið markaðs-
vædda) límonaði-gjöf.
Lemonade er einstakt listaverk,
bæði fyrir eyru, augu og sál. Hver
annar en Beyoncé gæti dregið fram
persónulega þjáningu innan gull-
slegins forrréttindalífsstíls og end-
urspeglað í henni undirokun allra
þeirra kynslóða svartra kvenna sem
á undan komu? Kallað fram marg-
laga reiði, sorg, sátt og upphafningu
í svo fáum orðum?
Enginn hefur hlotið eins margar
tilnefningar til Grammy-verð-
launanna og drottningin en enn sem
komið er hefur hún ekki unnið fyrir
plötu ársins. Ef það er ekki komið að
því nú hljótum við að klappa Kanye á
svið.
Beeflugan stingur
Þeim sem segjast sækja fréttir til
grínista og kvöldþáttastjórnenda fer
fjölgandi. Það eru slæmu fréttirnar.
Góðu fréttirnar eru þær að frá og
með 2016 er Samantha Bee meðal
umræddra grínista.
Full Frontal with Samantha Bee
hefur hlotið verðskuldað lof fyrir að
draga ekkert undan í sótsvartri sam-
félagsgagnrýni. Hennar var ein há-
værasta og beittasta röddin í kórn-
um sem reyndi að kæfa Trump og þó
það hafi ekki tekist stendur hún enn,
sterk sem áður, og grillar hann og
alla þá menn og málefni sem mis-
bjóða henni, okkur hinum til
skemmtunar.
Bee er því miður eina brauðið í
troðfullu pulsupartíi kvöldþátta-
stjórnenda, enn sem komið er. Haldi
hún áfram sínu striki munu þó sjón-
varpsstöðvarnar vonandi brátt söðla
um og finna fleiri sterkar konur í
kvöldþáttastöður.
Árið hennar Övu
Leikstjórinn Ava DuVernay þótti
illa svikin þegar hún hlaut ekki til-
nefningu fyrir Selmu á sérlega hvít-
þvegnum Óskarsverðlaunum árið
2015. DuVernay lét það þó lítið á sig
fá og rúllaði þess í stað árinu 2016
upp svo um munaði. Hún framleiddi
þáttaröðina „Queen Sugar“ þar sem
allir leikstjórarnir eru konur og sló
rækilega í gegn með heimildar-
myndinni 13th en hún fjallar um
hvernig réttar- og fangelsiskerfið í
Bandaríkjunum vinnur gegn svörtu
fólki.
Margir vilja þó meina að eitt
mikilvægasta afrek DuVernay á
árinu sé hinsvegar það að hún varð
fyrsta þeldökka konan til að leik-
stýra stórmynd sem hefur yfir 100
Drottningin Beyonce sveik
ekki aðdáendur sína á árinu
2016 frekar en fyrri daginn.
AFP
Þó að margir vilji gleyma því að 2016 hafi nokkru sinni átt sér stað verður að segjast að það hafði í för
með sér ýmislegt ágætt. Femínískir popp-hápunktar ársins voru fjölmargir, jafnvel fleiri en hægt er að
telja, en það er vel þess virði að draga nokkra fram til að hugga sig við á þessum síðustu og verstu.
Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017
LESBÓK
MÁLMUR Þýsku þrassgoðin í Kreator eru enn í
fullu fjöri og von er á nýrri breiðskífu, þeirri fjór-
tándu í röðinni, undir lok mánaðarins, „Gods of Vio-
lence“. Af þessu tilefni setti Mille Petrozza, söngvari og gít-
arleikari, sig í heimspekilegar stellingar í samtali við
miðilinn LoudTV.net. Þegar spurt var um aldur svaraði
hann: „Aldur er hugarástand. Einblíni maður á það sem
færir manni gleði heldur maður sér ungum. Um leið og þú
ferð að hugsa eins og gamall maður verður þú gamall
maður. Þú hugsar með þér: Hér áður þræddi ég þrass-
tónleika en hangi nú á sófanum fyrir framan sjónvarpið.
Það er til marks um það að þú sért orðinn gamall. Þitt er
valið. Það er ekkert mál að verða áttræður, jafnvel ní-
ræður án þess að vera gamall.“
Sér við Elli kerlingu
SJÓNVARP Frank Gallagher, faðirinn litríki
í bandarísku útgáfunni af spédramanu
Shameless, er með lífseigustu persónum í
sjónvarpssögunni. Í sjö þáttaraðir hefur hann
misnotað áfengi og fíkniefni, verið skilinn
ítrekað eftir á víðavangi, fleygt í sjóinn, þeg-
ið nýja lifur og legið ófáar banalegurnar. Á
endanum rís hann alltaf upp aftur; ferskari
en nokkru sinni fyrr. Það er jafnvel merki-
legra að eftir allt sem á undan er gengið er
hann ennþá í sama gamla gallajakkanum – og
það sér ekki á honum. Sýrustigið í þættinum
er að vísu mjög hátt og skýrir þessi ólíkindi
líklega. Samt er klárlega gott í jakkanum.
Ódrepandi maður í ennþá betri jakka
Frank gamli Gallagher í gallajakkanum góða.
Showtime
Mótmælt á Austurvelli í janúar 2009.
Ránsfengur
RÚV Ránsfengur nefnist íslensk
heimildarmynd um afleiðingar
hrunsins, sem sýnd verður á RÚV í
kvöld, sunnudag, kl. 20. Myndin
segir frá því hvernig hrun bank-
anna hefur áhrif á venjulegan Ís-
lending. Þorsteinn missir fyrirtæki
sitt og nánast lífið í kjölfar hrunsins
2008 en með hjálp dóttur sinnar fer
hann í mál við bankana. Leikstjóri
er Pétur Einarsson en þulur Ólafur
Darri Ólafsson. Framleiðandi er
P/E Production.
STÖÐ 2 Satt eða
logið? kallast ís-
lensk útgáfa af
hinum geysi-
vinsælu þáttum
Would I Lie to
You? sem Stöð 2
tekur til sýninga í
kvöld, sunnudag,
kl. 20. Um er að ræða fyrsta þáttinn
af tíu. Þættirnir hafa slegið í gegn á
Bretlandi undanfarin ár. Þátt-
arstjórnandi er Logi Bergmann og
tveir fastir liðsstjórar eru þau
Katla Margrét Þorgeirsdóttir og
Auðunn Blöndal. Í hverjum þætti
keppa tvö þriggja manna lið. Þátt-
urinn skiptist í þrjár umferðir.
Satt eða logið?
Logi Bergmann
RÁS 2 Rokkland er músík-magasín
í útvarpi en þátturinn er á dagskrá
Rásar 2 á sunnudögum kl. 16:05.
Þar er fjallað um tónlist líðandi
stundar, sögur sagðar af hljóm-
sveitum og tónlistarmönnum og
spjallað við óþekkta sem heims-
þekkta tónlistarmenn. Þátturinn er
aldursforseti Rásar 2 og í haust
voru 20 ár liðin frá því hann fór
fyrst í loftið. Umsjón hefur Ólafur
Páll Gunnarsson.
Ólafur Páll Gunnarsson.
Rokkland
Mille
Petrozza