Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 6
Ljósmynd / Pétu r Breiðfjörð stuttar f r é t t i r Þakplötur fuku affjölbýlishúsi íGrindavík Björgunarsveitin Þor- björn í Grindavík var köliuð út fyrir helgi vegna foks en bárujárns- klæöning hafði fokið af horni tveggja hæða fjölbýlis- húss í Grindavík. Björgun- arsveitarmenn komu fargi á það sem fokið hafði svo ekki hlytist frekara tjón. Festu björgunarsveitarmenn plöt- ur sem voru eftir á hliðinni. Mjög hvasst varð þegar til- kynningin barst, austan 19 metrar á sekúndu og hvass- ara í hviðum. Björgunarsveitarmenn í Crinda- vík að störfum við að festa þak- plötur á fjölbýiishús sem voru farnar að fjúka í mjög hvössu veðri í Grindavík. Reykjanesbær styrkir eineltis- verkefni Reykjanesbær styrkir eineltisverkefni í Holtaskóla og Myllu- bakkaskóla sem ætlað er að efla vitund nemenda og skiining á einelti sem og sið- ferðilega ábyrgð gagnvart samnemendum. Verkeftiið hófst í Holtaskóla á síðasta skólaári að frumkvæði foreldrafélagsins undir yfir- skriftinni „Útlit“ sem gaf góða raun og í kjölfarið fylgdi for- eldrafélag Myllubakkaskóla sem jafnframt hyggst bjóða upp á fyrirlestra urn einelti. Verkefnið felst í skólagæslu nemenda í 10. bekk í fríminút- um en í staðinn fá þeir styrk í ferðasjóð við lok náms. Styrk- urinn er fenginn frá Forvama- sjóði Reykjanesbæjar. Nemendur hafa fengið úlpur frá samtökunum Regnboga- börnum sem þau nota við gæsluna en á þeim stendur „Skólavinur". Regnbogabörn hafa tekið vel í verkefnið og hafa boðið nemendum á kvöldvöku í húsnæði samtak- anna í Hafharfirði. > MÁLEFNI LEIKSKÓLANNA ■ Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ skrifar: Gjaldskrá rbreytinga r í Reykjanesbæ Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti fyrir jól, fjárhagsáætlun fyrir árið 2004. Til grundvallar þcssari fjár- hagsáætlun liggja m.a. gjaldskrár- breytingar í leikskólum og í tónlistarskól- anum. Breytingarnar í tónlist- arskólanum hljóðuðu upp á 10 - 28% og á leikskólanum um 23 - 26%. Þegar spurst var fyr- ir um ástæður þessara hækk- ana á bæjarstjórnarfundi voru svör bæjarstjóra á þá leið að gert væri ráð fyrir að foreldrar barna á leikskóla greiddu þriðjung kostnaðar og að þessi gjöld væru töluvert ódýrari en í Reykjavík þrátt fyrir hækk- un. Bæjarstjóri hafði gert sam- anburð á nokkrum útgjaldalið- um í Reykjanesbæ annars veg- ar og Reykjavík hins vegar. Skildist mér á þessum mál- tlutningi bæjarstjóra að hlut- irnir væru miklu ódýrari hérna suður með sjó. Látum það vera þó að þessi sam- anburður sé ekki marktækur, vegna þess að aðeins er verið að bera saman einstaka kostnaðar- liði íbúa sveitarfélaganna. A móti kostnaði vega hins vegar tekjur og þó að Reykjanesbær hafi komið sæmilega út í þessum gjaldasamanburði bæjarstjóra, yrði útkoman allt önnur ef bomar væru saman tekjur á móti gjöld- um í þessum sveitarfélögum. Tekjur Reykvíkinga eru u.þ.b 15% hærri en hér. Ef meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar getur tryggt íbúum sveitarfélags- ins sambærilegar tekjur er hægt að réttlæta sambærileg gjöld, fyrr ekki. Eg gerði það, mér til dægrastytt- ingar, af því að notast er við þennan samanburð til réttlæting- ar á gjaldskrárbreytingum, að skoða gjaldskrár leikskóla í sam- bærilegum sveitarfélögum í kringum okkur þ.e. Hafriaidjörð, Akranes, Garðabæ og Mosfells- bæ. Útkoman var eftirfarandi: (Miðað er við 8 tíma vistun með hádegisverði, morgun- og síð- degishressingu) Hafnarfjörður 23.840.- Akranes 23.951.- Garðabær 26.172,- Mosfellsbær 26.800.- Reykjanesbær 27.000.- Ekki er hægt að segja að Reykja- nesbær komi neitt sérstaklega vel út úr þessum samanburði, enda var þessi samanburður ekki sýndur í bæjarstjóm né auglýstur. Aðeins er verið að skoða gjald fyrir eitt bam eins og bæjarstjóri gerði. Hætt er við að þessi sam- anburður yrði enn óhagstæðari ef fleira væri skoðað. Að undanfornu hafa verðlags- breytingar verið 3 - 4% á ári. Því tel ég verðlagsbreytingingar af þessu tagi óverjandi og greiddi því atkvæði gegn fjárhagsáætl- uninni sem byggir á svona undir- stöðum. Hvað yrði um stöðug- leikann í þessu landi ef aðrir hegðuðu sér með sama hætti og meirihluti bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. ■ Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar skrifar: Gjaldfrjáls leikskóli ogframsækin fræðslunet • • Oflug menntastefna frá leikskóla og upp í há- skóla er það sem öllu skiptir fyrir tækifæri kom- andi kynslóða og heilbrigði atvinnulífs á íslandi. En ís- lensk stjórn- völd eru hins- vegar föst í fortíðinni þegar kemur að at- vinnuuppbyggingu og mennta- málum og klappa sama stein- inn áratugum saman án þess að Iíta til annarra átta. Allt kapp er lagt á stórbrotnar stór- iðjuframkvæmdir og engu eirt á hálendi Islands þegar kemur að framkvæmd draumanna miklu. Auk þess að byggja upp arðbæra og hófsama stóriðju og virkjanir á hinsvegar fyrst og fremst að leggja verulegt fjármagn og kraft í nýja menntastefnu sem tekur til allra skólastiganna. Djörf og markviss menntasókn er það sem við þurfum á að halda, hvort sem kemur að byggða- pólitík eða atvinnustefnu. Framsækin fræðslunet Fræðslunetin hafa orðið aflvakar mikilla tækifæra fyrir fjölda fólks utan höfuðborgarsvæðisins. Það má hiklaust staðhæfa að þau séu best heppnaða byggðaaðgerð seinni tíma enda hafa þau verið byggð upp af fádæma krafti og ffamsýni. Þrátt fyrir það að þau hafi margsannað gildi sitt og veiti Qölda fólks aðgang að nýjum tækifærum er skilningur stjómar- flokkanna á gildi þeirra dapur- lega lítill. Varla fékkst fé af fjár- lögum til að halda í horfinu með rekstur fræðslunetanna. Hvað þá til að sækja ffam. Fyrir utan það þá er þeim gróflega mismunað fjárhagslega samanborið við að- búnað sambærilegra stofnana annarsstaðar á landinu. Fræðslu- netin em á meðal þess besta sem við eigum í byggðunum utan höfuðborgarinnar og þau á mark- visst að efla og styrkja. Ekki að halda þeim við hungurmörk. Gjaldfrjáls leikskóli A næstu árum þarf að eiga sér stað menntasókn sem tekur til allra skólastiganna. Til að mynda þarf að kanna kosti þess að heíja skólaskylduna fyrr og tryggja samfellu í lífi nemandans frá fæðingarorlofsdögum. Margvís- legar umbætur þurfa að eiga sér stað á skólamálunum til að oklcur takist að byggja upp kraftmikið og fjölbreytt samfélag þar sem fyrsta flokks menntun stendur því að baki. Mikil vinna býður á næstu misserum við að móta nýja skólastefhu sem svarar kalli tímans og færir íslenskt mennta- kerfi til ffamtíðar. Grunnstefið á alltaf að vera jafh- rétti til náms, óháð efhahag, en markmiðið menntun að hæfi ein- staklingsins. Inn í þá umræðu kemur að sjálfsögðu fyrirkomu- lag leikskólanna. Þar á markmið- ið að vera gjaldfrjáls leikskóli fyrir öll börn frá eins árs aldri. Núna er þeim kostnaði velt yfir á foreldrana og það er óréttlátt. Það mismunar og kemur niður á þeim sem síst skyldi; unga bamafólk- inu sem er að borga námslánin og koma sér upp heimili. Unga fólkinu þar sem kynslóðareikn- ingarnir eru kolrangir og byrð- amar allt of þungar sé miðað við kynslóðirnar á undan. Þetta er samfélagslegt óréttlæti sem á að vera forgangsmál að leiðrétta. Arlegur kostnaður við gjaldffjáls- an leikskóla er sambærilegur og við það að fella niður eignaskatt- inn. Og meti nú hver fyrir sig hvort er mikilvægara og réttlát- ara. Starfsmenntun undirstaðan Áherslurnar á vægi verknáms í framhaldskólum eru litlar og námið verið homreka um langt skeið. Afleiðingarnar eru m.a. hátt brottfall sem á sér ekki hlið- stæðu. Námsmenn lenda á ver- gangi í skólakerfinu og í stað þess að eðlilegur hluti þeirra fari í iðn, verk eða listanám lenda margir í bóknámi sem þeir hafa engan áhuga á og flosna þvi upp úr skóla og hætta. Námið hentar þeirn ekki. Samfylkingin hefur markað íta- lega stefnu til eflingar starfsnáms og styttri námsbrauta. Það er eitt af okkar helstu þingmálum í vet- ur og munum við halda sérstakt málþing um það siðar á misser- inu. Þetta er á meðal brýnustu verkefna menntamálanna og verður að taka hressilega á til að bæta úr þeim bráðavanda sem staða verkmenntunar er í skóla- kerfinu. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. 6 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.