Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 2
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi BárðaRon stflltar f r é t t i r TVÖ SLYS Á SAMA STflÐ Rétt fyrir kvöldmat á laugar- dag var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut á Strandar- heiði. Okumaður, sem var einn í biffeiðinni slapp ómeiddur en bifreiðin fjar- lægð með dráttarbifreið. A sama tíma varð affanákeyrsla á vettvangi en engin slys á fólki. STUBBAHÚS SPRENCT í LOFT UPP Um miðjan dag á laugardag var óskað eftir lögreglu að gistiheimilinu við Hring- braut 92. Höfðu þrír drengir sett púðurkerlingar í „sígar- ettustubbarör" og sprengt það. Drengimir náðust og viðurkenndu verknaðinn. Voru foreldrar þeirra og bamavemdamefnd látin vita. víkurfréttir ÁNETINUVORU FYRSTARWEÐ ÞESSAFRETT'. annes Kr. Krisfcár Vikurfréttar >UIV1 100 BÖRN SEND HEIA/l í KJÖLFAR INNBROTS Eins og sést á þessari mynd er blóð um allt afgreiðsluborðið á bókasafninu þar sem það hefur verið lagt í rúst, en tölvu hefur verið stolið þaðan. Hörður Óskarsson, lögreglumaður, á vettvangi. Blóðugt innbrot í Holtaskóla Börn í 4. og 5.bekk Holtaskóla voru send heim vegna innbrots sem framið var í skólanum aðfararnótt sl mánudags. Inn- brotsþjófarnir brutu rúður og skildu eftir sig blóðslóð þar sem þeir höfðu athafnað sig. Lög- reglan í Keflavík vann að rannsókn málsins á vettvangi á mánudag. Jóhann Geirdal aðstoðarskólastjóri Holtaskóla sagði í samtali við Víkurfréttir að svo virðist sem tölvu úr bókasafiii og sjónvarpi og hátölurum úr sal hafi ver- ið stolið í innbrotinu. Að sögn Jóhanns vom nem- endur í 4. og 5. bekk sendir heim. „Það var brotist inn á bókasafnið og afgreiðsluborðið þar lagt í rúst. Stofur 4. og 5. bekkjar eru á þeim gangi og lögregl- an þarf tíma til að rannsaka verksummerki þannig að tekin var ákvörðun um að senda bömin heim,“ sagði Jóhann. Að sögn Jóhanns verður lögð áhersla á að þrífa blóðslóðina. „Við höfum sótthreinsað hurðahúna í skólanum, jafnvel þótt innbrotsþjófamir hafi ekki farið um allan skólann." Togarinn Breki VE flyst til Keflavíkur Togarinn Breki úrVest- mannaeyjum verður brátt gerður út frá Ketlavík, en eigendur skips- ins hafa flust búferlum til Keflavíkur. Breki er nú í sigl- ingu til Þýskalands þar sem hann mun selja afurðir sínar á næstu dögum. Breki er væntanlegur til Keflavíkur innan tveggja vikna og verð- ur þá einkennisstöfum hans breytt úr VE í KE. Breki hét áður Guðmundur Jónsson GK og var gerður út frá Sandgerði, en báturinn kom nýr til Sandgerðis árið 1976. Skipstjóri Breka er Magni Jóhannsson. Skipið er 599 rúmlestir að stærð og tæpir 60 metrar að lengd. Snjórínn kemur ogfer... Það var erfitt fyrir Sólnýju Sif Jónsdóttur að draga vinkonu sína Karlottu Björg Hjaltadóttur á snjóþotu í hádeginu einn snjódaginn nýverið, en vinkonurnar voru ánægðar með að snjór væri kominn, þó þær yrðu að sætta sig við að hann færi jafnharðan aftur. „Við viljum bara að það snjói meira og að það verði snjór í allan vetur," sögðu þær á leið á fótboltavöllinn. Vinkonurnar vildu að það kæmi fram að þær skiptast á að draga hvor aðra á þotunni. Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 29-31 í Víkurfréttum í dag Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 Sólvallagata 12, Keflavík 113m3 4ra herb. íbúð á neðri hæð í tvíb. ásamt um 29m2 bílsk. Sér- inng., ný eldh.innr., öll gólfefhi ný, nýl. þakjám og endum. skolp. Nýmálað að utan. Falleg eign. 11.900.000,- Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Reykjanesvegur 8, Njarðvík. Sérlega hugguleg 4ra herbergja íbúð á e.h. í tvíbýlishúsi. Ný gólfefni, nýir ofiiar og ofnalagnir, og m. fl. Laus strax. 9.900.000,- Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Birkiteigur 9, Keflavík. 120m2einbýlishús á 2 hæðum með 4 svefnh. og 50m2 bílskúr. Heitur pottur. Eign í góðu ástandi. 13.900.000,- Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Vatnsholt 16, Keflavík Glæsilegt parhús 102m2ásamtbíl- skúr ca. 47m2. Góðar innréttingar, parket og flísar á gólfum. Eign við rólega botnlangagötu, góður sól- pallur á baklóð. 15.900.000,- Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! stuttar f r é 11 i r SPRENGDU KÍNVERIA- SPRENGJURÁ CLUCGA Tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík í síðustu viku að þrir 15 ára piltar væm að líma kinverjasprengjur á rúðu í Holtaskóla í Keflavík og sprengja, með þeirri afleið- ingu að rúðan brotnaði. Lög- reglan náði til piltanna og við- urkenndu þeir verknaðinn. Haft var samband við foreldra piltanna sem komu á lög- reglustöðina og sótti þá. SOFANDIMAÐUR ÓK Á STAUR Fyrir síðustu helgi var til- kynnt að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Reykjanes- braut við Vogaveg. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Engin slys á fólki. Smávægilegar skemmdir á ljósastaumum. Ökumaðurinn hafði sofhað við aksturinn. FÓTBROTNAÐI í HÁLKUNNI í síðustu viku var tilkynnt um mann sem hafði dottið í hálku á Faxabraut og fótbrotnað. Var hann fluttur með sjúkra- bifreið á HS og síðan á Landsspítala-Háskólasjúkra- hús. REFUR FYRIR BÍL Laust eftir kl. 01:00 aðfarar- nótt sl. fimmtudags varð refur fyrir bifreið á Garðvegi og varð það hans bani. Lögreglu- menn hafa séð töluvert af ref á effirlitsferðum sínum í vetur og ijóst að mikið er um hann á Suðumesjum. ÖFLUG PÚÐURKERLING í VOGUM Laust fyrir kl. 22:00 sl. fimmtudagskvöld var lög- regla kvödd að íbúðarhúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd en þar hafði póstkassi heimilis- ins verið sprengdur í loft upp. Hafði öflugri púðurkerlingu úr flugeld verið hent inn póst- kassann og hann sprengdur. Leifar úr kassanum, sem ann- ars var úr málrni, vom á víð og dreif við húsið. Ekki er ljóst hver eða hveijir þama vom að verki en lögreglan hallast að því að þar hafí ung- menni verið á ferð en um s.l. áramót bar nokkuð á því að böm og ungiingar væm að rífa í sundur stóra flugelda og skottertur til að ná úr þeim öflugum púðurkerlingum. Reyndar em þetta oft á tíðum það öflugar púðurkerlingar að réttara er að tala um sprengjur frekar en púðurkerlingar. BLÁU DBS REIÐHJÓLISTOUÐ Á sunnudagskvöld var til- kynnt um þjófhað á bláu karl- mannsreiðhjóli afgerðinni DBS utan við Grunnskólann í Grindavík. Þjófhaðurinn átti sér stað milli kl. 17:00 til 18:00 á sunnudag. 2 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.