Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 23
Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Krístjánsson > FFGÍR - FORELDRAFÉLÖG OG FORELDRARÁÐ GRUNNSKÓLANNA í REYKJANESBÆ Foreldrasamstarf í grunnskólum októberlok var haldiö nám- skeið fyrir bckkjarfulltrúa í grunnskólum Reykjanes- bæjar. Fulltrúi frá landssam- tökunum „Heimili og skóli” flutti þar fræðsluerindi og hvatti foreldra til að efla for- eldrasamstarf. í umræðum í lok námskeiðsins kom fram að margir bekkjarfulltrúar hafa gert ýmislegt til að fá foreldra til að starfa saman. í sumum bekkjardeildum eru foreldrar virkir og hafa gott samstarf, en í öðrum bekkjum gengur þetta ekki eins vel og er það alltaf sami kjarninn sem er virkur og samanstendur af fáum foreldr- um. Á námskeiðinu reyndu bekkjarfulltrúar að miða reynslu sinni og veltu fyrir sér spurningunni um það, hvernig hægt væri að virkja foreldra meira. Þar kom m.a. fram að gera þyrfti foreldrum grein fyr- ir mikilvægi þeirra í skólastarf- inu og að það geti haft úrslitaá- hrif á líðan barnanna og nám- sárangur að foreldrar séu virk- ir og hafi jákvæð viðhorf til skólans og samstarfs foreldra. Á hinum Norðurlöndunum virð- ist hafa komist á sú hefð að það sé nánast skyida að foreldrar mæti á foreldrafundi og taki þátt í starfi foreldra i bekk bama sinna. Þeir foreldrar sem búið hafa er- lendis hafa margsinnis bent á þennan þátt og vilja leggja sig fram um að skapa sama anda hér í foreldrastarfinu. Námsráðgjafar vísa veginn Að takast á við lífið og styrkja sjálfsmynd sína er eitt af því sem börn læra samhliða hinu hefð- bundna námi í grunnskóla. Mik- ið reynir á þennan námsþátt t.d. á unglingsárunum. Lífsleiknitím- ar eru einn vettvangur þar sem þetta nám fer fram og er það yfir- leitt umsjónarkennari sem sér um lífsleiknikennslu í sínum umsjón- arbekk. Námsráðgjafar koma einnig að einhverju leiti að kennslu í lifsleikni t.d. á ung- lingastigi. Þeir hvetja nemendur til að kynna sér áhugasvið sitt, skoða eiginleika sína og mögu- leika til náms. Þannig læra nem- endur um lífið og tilveruna út frá öðru en námsbókum. Þeir læra t.d. að setja sér markmið og legg- ja drög að framtíðarnámi. Foreldrar fagna sérstaklega til- komu námsráðgjafa í grunnskól- um í Reykjanesbæ og binda miklar vonir við störf þeirra. Nú eru námsráðgjafar í 50% stöðu- hlutfalli og spuming hvort ekki þurfi að auka það. Undanfarið hafa foreldrar barna í 10. bekk Holtaskóla farið í einkaviðtöl ásamt sínurn unglingi til náms- ráðgjafans þar sem lagðar eru línumar að framtíðarskólagöngu nemenda. Nemendur þurfa nú að velja sérstaklega þau fög sem þeir ætla að taka samræmt próf í og um leið huga þeir að því sern þeir vilja leggja stund á að loknu grunnskólanámi. Að velja sér framtíðarviðfangsefni getur reynst mörgum unglingum erfitt en námsráðgjafar hafa þá þekk- ingu sem til þarf til að vísa unga fólkinu veginn. Umsjónarkennarinn og bekkjarandinn Að nemanda líði vel í skólaum- hverfinu er grundvallaratriði í námi hans. Er þá átt við líðan nemandans og aðstæður hans í skólanum hvort sem er inni í kennslustund, í frímmútum, bún- ingsklefum í íþróttum, i mötu- neytinu, á skólalóðinni eða ann- ars staðar þar sem hann dvelur á skólatíma. Það beinir sjónum okkar að mikilvægu atriði í skólaumhverfinu sem er góður bekkjarandi, hvetjandi námsum- hverfi og ekki síst jákvætt við- mót alls starfsfólks skólans. I þessu sambandi gegnir umsjón- arkennari lykilhlutverki sem sá aðili sem nemand-inn hefúr visan aðgang að og treystir helst á. Umsjónarkennara ber að ganga i mál er varða umsjónamemendur hans komi eitthvað upp sem bet- ur má fara. Samstarf umsjónar- kennara og foreldra er einnig áríðandi ekki síður en trúnaður umsjónarkennara við umsjónar- nemanda sinn. í þessu sambandi þarf umsjónarkennari ofl og tið- um að hafa frumkvæði og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Sá stuðningur getur m.a. birst í ábendingum, uppeldislegum leiðbeiningum eða hvatningu. Umsjónarkennarar gefa umsögn um nemendur sína í foreldravið- tölum sem fram fara að jafnaði tvisvar á ári og er óskiljanlegt að allir foreldrar skuli ekki nýta það tækifæri. Skólastjómendur hafa markvisst hvatt foreldra til sam- starfs og foreldrar hafa góðan að- gang að umsjónarkennara bæði með viðtalstímum og einnig er í boði að hafa samband með tölvu- pósti. Heimsíður skólanna bjóða upp á hagnýtar upplýsingar um skóiastarfið og er góð leið fýrir foreldra að nálgast skólastarfið. Hrós og hvatning eru stundum kölluð H-vítamín sem öllum eru nauðsynleg bæði kennurum, nemendum og foreldrum. I hvetjandi skólaumhverfi er sam- starf heimila og skóla virkt í gegnum fyrrgreindar leiðir. Stjómir foreldrafélaga hafa hvatt foreldra til að temja sér jákvæð viðhorf til skólans og nálgast hann af virðingu. Hlutverk bekkjarfuHtrúa. Það er áríðandi að foreldrar kjósi sér bekkjarfalltrúa og hafa nú verið kosnir bekkjarfúlltrúar fyrir þetta skólaár í öllum grunnskól- um bæjarins. Þeir gegna lykil- hlutverki í samskiptum foreldra og skólans. Bekkjarfulltrúinn getur auðveldað umsjónarkenn- ara samstarf við foreldra og hjálpar oft til við að byggja upp góðan bekkjaranda. Stjómir for- eldrafélaga halda reglulega fandi með bekkjarfúlltrúum og þar em rædd stefúumið og hugmyndir í foreldrastarfinu. Foreldrafélögin og foreldraráðin í Reykjanesbæ hafa síðan samstarfsvettvang FF- GÍR sem heldur fundi síðasta mánudag í hverjum mánuði skólaársins. Fulltrúi FFGÍR situr í ffæðsluráði og tekur virkan þátt í stefnumót- un fræðslumála. Sóley Birgisdóttir formaður FFGÍR sit- ur í fræðsluráði og vilji fólk koma á framfæri ábendingum eða hugtnyndum sínum er hægt að hafa samband við hana í s.421 3038 eða senda henni erindi á netfangið k39kef@gi.is I ársbyijun 2003 gáfú foreldrafé- lögin út handbækur sem nú hafa fengið opinbera viðurkenningu t.d. fékk FFGÍR hvatningarverð- laun Heimiiis og skóla s.l. vor vegna þeirra. Foreldrum er bent á að hægt er að nálgast handbækurnar hjá skólariturum eða sjá þær á netinu á heimasíðum skólanna undir liðnum um foreldrastarf. I hand- bókunum koma fram mikilvægar upplýsingar um störf félaganna og markmið þeirra. Það ætti að auðvelda samstarf heimila og skóla að félögin geri sig sýnileg með skipulögðum hætti og á sameiginlegum vettvangi. Yfirmarkmið allra þessara að- gerða er að bæta skólastarf í bænum okkar og líðan nemenda í skólanum sem mun leiða til bætts árangurs bæði í námi og starfi. FFGÍR/Helga Margrét Elín Rut Ólafsdóttir námsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í viðtali við Víkurfréttir: Um þessar mundir er að hefjast síðasta önn 10. bekkjar og næsta haust hefja margir nemendur nám í framhaldsskól- um. Elín Rut Ólafsdóttir námsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðumesja segir í viðtali við Víkurfféttir að foreldrar, kenn- arar og námsráðgjafar í skólum geti að- stoðað nemendur við val á samræmdum prófúm. Mikilvægt sé að upplýsa nem- endur um það sem tekur við að grunn- skóla loknum og finna út hvar áhugi ein- stakra nemenda liggur. Skipta einkuimir gninnskólanenia sem eru að Ijúka iiámi máli þegar þeir sœkja um iiiiigöngu í Fjölbrautaskóla Suður- nesja eða aðra framhaldsskóla? Já einkunnir skipta máli við inngöngu í FS eins og í alla aðra framhaldsskóla. Hvernig eru nemeiidur metnir inn i FS? Nemendur eru teknir inn í skólann sam- kvæmt ákveðnum reglum sem koma frá Menntamálaráðuneyti og gilda fyrir alla framhaldsskóla í landinu. Skipta einkunnir máli ef nemandi hefur liug á að komast á ákveðna námsbraut i FS? Já í þessum reglum sem gilda um inntöku nýnema í framhaldsskóla kemur m.a. fram að allú nemendur hafa rétt á skóla- vist í framhaldsskóla en það em inntöku- skilyrði inn á allar brautir nema almenna braut. Verknáms og starfsnámsbrautir Samræmt próf í íslensku og stærðfræði em inntökuskilyrði á verknáms og starfs- námsbrautir. Þar þurfa nemendur að fá a.m.k. 5 í meðaltal samræmdrar einkunn- ar og skólaeinkunnar og lágmark á sam- ræmdum prófúm í þessum greinum má ekki fara undir 4,5. Stúdentsbrautir Varðandi stúdentsbrautir sem em þijár í dag þá em mismunandi inntökuskilyrði inn á þær. íslenska er krafa inn á allar brautir með meðaltal samræmdrar ein- kunnar og skólaeinkunnar 6 og lágmark á samræmdu prófi 5. Stærðffæðin er einnig skilyrði inn á allar brautir en meðaltal samræmdrar einkunnar og skólaeinkunn- ar má ekki vera undir 6 á náttúmffæði- braut og lágmark ásamræmdu prófi má ekki vera undir 5. Á félagsffæðibraut og málabraut er gerð krafa um 5 i meðaltal samræmdrar einkunnar og skólaeinkunn- ar á báðum brautum og lágmark á sam- ræmdu prófi 4,5. Eingöngu er gerð krafa um samræmt próf í dönsku á málabraut og er þá miðað við 6 í meðaltal og 5 sem lágmark á samræmdu prófi. Þar sem dan- ska er skyldugrein á hinum stúdents- brautunum og í iðnnámi þá mælum við með að þeir sem verið hafa í dönsku í grunnskóla og hafa tök á að taka sam- ræmda prófið í henni ættu endilega að gera það. Á náttúruffæðibraut er krafa um samræmt próf í náttúruffæði með 6 í meðaltal samræmdrar einkunnar og skólaeinkunnar og lágmark á samræmdu prófi 5. Á félagsffæðibraut er krafa um samræmt próf í samfélagsfræði og þar eru einnig einkunnimar 6 í meðaltal og 5 sem einkunn á samræmdu prófi. Almenn braut Almenna brautin skiptist i tvennt þ.e. al- menn braut bóknám og almenn braut for- nám. Inn á almenna braut bóknám fara nemendur sem hafa fallið í 1-2 greinum á samræmdum prófúm. Á almenna braut fomám fara nemendur sem hafa fallið í 3 greinum eða fleiri eða hafa ekki tekið samræmd próf. Með hvaða hœttigeta foreldrar og grunnskóliim aðstoðaó barnið í vali sínu á námi? Foreldrar, kennarar og námsráðgjafar í skólum geta aðstoðað nemendur við val á samræmdum prófúm. Mikilvægt er upp- lýsa nemendur um það sem tekur við að grunnskóla loknum og finna út hvar áhugi einstakra nemenda liggur. Eins og við vitum þá erum við öll ólík með mis- munandi þarfir og áhugasvið. Mikilvægt er að fólk sé raunsætt við val á samræmd- um prófúm og skoði hvað sé best fýrir viðkomandi einstakling þegar til lengri tima er litið. Með þvi að taka öll prófin þá eru allar leiðir opnar og effir því sem prófúnum fækkar þá takmarkast valið. Afar mikilvægt er að foreldrar fýlgist vel með skólagöngu bama sinna og temji sér jákvætt hugarfar gagnvart skólanum og námi bama sinna. Mikilvægi hvatningar frá foreldurm minnkar ekki þó nemendur eldist! í lokin langar mig að benda á heimasíðuna okkar fss.is en þar er meðal annars að finna góða og lýsandi töflu um inntökuskilyrði í framhaldsskóla. VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ 2004 ! FIMMTUDAGURINN15.JANÚAR2004 I 23 Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.