Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 12
> HUGLEIÐINGAR SIGRÍÐAR SNÆBJÖRNSDÓTTUR FRAMKVÆMDASTJÓRI HSS UM ÁRAMÓT Góður árangur af samstarfi sjúkrahúss og heilsugæslu að hefur löngum verið hefð um áramót að líta til baka yfir árið sem er aö iíöa og freista þess að spá fyrir um hvað bíður á nýju ári. Stundum er sagt að bestu þingmennirn- ir séu duglegir að segja til um hvað muni ger- ast á ári komanda og síðan enn betri í að útskýra hvers vegna spárnar rættust ekki. Arið 2003 var ár mikilia tíöinda á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það markaðist í upphafí af brottför heilsugæslulækna og má segja að mikil orka hafí farið í að halda uppi nauðsyn- legustu þjónustu. Oryggi var þó ætíð til staðar og aldrei var tekin óþarfa áhætta með mannslíf. Alag var mikið á allt starfsfóik og kom vel í Ijós hversu mikilvægt það er stofn- uninni. Óhætt er að fullyrða aö starfsfólkið hefur sigrast á erfiðleikunum og sýnt styrk sinn og samstööu. Vinnuferlar hjúkrunarfræðinga og lækna voru endurskoðaðir og reynt var eftir fóngum að einfalda vinnulag. Nýjar hugmyndir voru metnar og mörgum þeir- ra hrint í framkvæmd. Sam- starf heilsugæslu og sjúkrahúss var aukið til muna á árinu og má fullyrða að góður árangur séafþvísamstarfi. Þaðhefur sannast á HSS eins og svo víða að starfsfólkiö er mesti auður stofuunarinnar. Framtíðarhlutverk HSS Fljótlega upp úr áramótum var farið að vinna markvisst innan- húss að því að leggja íram áætl- anir um hvaða hlutverki HSS skyldi gegna til framtíðar. I april skipaði heilbrigðisráðherra síðan nefiid sem var falið að koma með tillögur um þróun, skipulag og framtíðarhlutverk HSS fyrir árin 2004-2010. Nefndin lagði á sig mikla vinnu og leitaði víða fanga. Tillögunum var skilað til ráðherraþann 18. nóvember 2003 á afmælisdegi HSS. í þeim er að finna metnaðarfúllar hug- myndir þar sem lögð er áhersla á aukna þjónustu við Suðumesja- búa í heimabyggð, lúkningu D- álmu og frágang lóðar og um- hverfis og að viðhald bygginga verði eflt vemlega. Mikil vinna verður fólgin í að fýlgjaþessum tillögum og hugmyndum eftir og hrinda þeim í framkvæmd. Heildarkostnaður við tillögumar eru tæpar 500 m.kr., en fúllyrða má að þeim fjármunum verður vel varið í þágu skjólstæðinga á Suðumesjum. Það er mikilvægt að góð sátt náist um hlutverk stofnunarinnar ef hún á að geta starfað eðlilega skv. lögum um heilbrigðisþjónustu. Þróun ráðninga starfsfólks Framan af árinu fór mikil orka í að ræða um skort á læknum við HSS. Hins vegar er það stað- reynd að við HSS vinnur hópur hæfra sérfræðinga í mörgum sér- greinum læknisffæðinnar, en ennþá vantar fleiri heimilislækna til starfa. Það er líka staðreynd að við stofnunina vinnur stór hópur hæfra hjúkrunarfræðinga sem veitir mikla og góða þjón- ustu bæði sjúkum og heilbrigð- um. Samstarfþessarastéttaog allra klínískra stétta á stofhuninni er til fyrirmyndar og eflaust stór ástæða fyrir því hversu vel hefúr gengið að takast á við þau verk- efni sem fyrir hafa legið á árinu. Fjöldi lækna og annarra sérfræð- inga hefúr verið ráðinn til starfa á árinu sem er að líða og enn fleiri eru væntanlegir á næsta ári, þar á meðal mun nýr yfirlæknir taka við störfúm á heilsugæslunni í janúar. Með fjölgun sérsviða hefur verið unnt að bjóða fólki í auknum mæli að koma í sér- ffæðimóttökur á staðnum og þan- nig hafa verið sparaðar margar bílferðir til höfúðborgarinnar. Þjónusta við sjúklinga á sjúkrahúsinu Talsverðar breytingar til betri vegar hafa átt sér stað í þjónustu við inniliggjandi sjúklinga á ár- inu. Sjúkragangar voru málaðir í A, B og F álmu, skipt var um gólfdúka og nauðsynlegu við- haldi sinnt. Ný sjúkradeild var opnuð í D-álmu í april. Þar er aðstaða öll til fyrirmyndar og hafa sjúklingar notið þar góðrar þjónustu við bættar aðstæður. Full nýting hefúr verið á nýju deildinni og gott betur frá og með haustinu. Um leið og aðstaða batnaði fyrir legudeildarsjúk- linga, var opnuð dagdeild fyrir sjúklinga sem koma í smærri að- gerðir og í minni háttar meðferð s.s blóðgjafir og lyfjameðferðir af ýmsu tagi og geta farið heim að kvöldi. Þar var líka settur upp ljósaskápur fyrir psoriasis sjúklinga sem gefinn var af sam- tökum psoriasis sjúklinga á Suð- umesjum. Fæðingadeildin var Ljósmynd: Oddgeir Karlsson rekin með svipuðu sniði og und- anfarin ár. Umræður urðu há- værari á árinu um bakvaktir sér- fræðinga í kvensjúkdómum og fæðingahjálp alla daga ársins ásamt vöktum lækna og hjúkr- unarfræðinga á skurðstofúm til að tryggja hámarksöryggi sjúk- linga HSS. Einnig eru vaxandi áhyggjur af úreltum aðstæðum á skurðstofúnum. Þessarvanga- veltur eiga fúllan rétt á sér og er unnið að úrbótum. Þjónusta við skjólstæðinga áheilsugæslunni A heilsugæslunni hefúr mikið mætt eins og áður er nefnt. Tek- ist hefúr að endurskipuleggja þjónustuna og fara yftr verka- skiptingu starfsfólks þannig að vinnuframlag, menntun og reynsla nýtist sem best. Hjúkr- unarfræðingum hefúr fjölgað, ráðnir hafa verið sérftæðingar á ýmsum sviðum eins og t.d. nær- ingarráðgjafi og geðhjúkrunar- ffæðingur. Læknum hefúr fjölg- að jafnt og þétt og hefúr verið sett upp nýtt vinnuskipulag til að þörfúm sjúklinga sé betur mætt. Þá hafa verið ráðnir inn í mót- töku unglæknar og læknanemar á síðasta ári í læknanámi undir eft- irliti sérfræðinga og prófessorsins i heimilislækningum við lækna- deild HÍ. Þetta fyrirkomulag hef- ur gefist vel og verður áfram við lýði. Heilsugæsla og- öldrunarþjónusta í Grindavík I Grindavík var unnið ötullega við hin ýmsu verkefhi. Nýr heilsugæslulæknir réði sig við heilsugæsluna í upphafi ársins. Þar hefúr starfsfólki tekist að sinna miklu og góðu starfi. Með haustinu var bætt við komum lækna þangað. I Víðihlíð er rek- in góð öldrunardeild sem alltaf er fullnýtt, þar hefúr verið reynt að sinna nauðsynlegasta viðhaldi eftir því sem fjámtunir hafa feng- ist. Vogar, Sandgerði og Garður í heilsugæsluseljunum, Vogum, Sandgerði og Garði, hefúr þjón- usta stundum verið stopul. Það fyrirkomulag var tekið upp i sumar að læknir var til staðar í móttöku seljanna ákveðna daga vikunnar. Það var síðan niður- staða þeirra að sá timi væri ekki nægilega vel nýttur. Frá hausti hafa hjúkrunarfræðingar verið með móttöku tiltekna tíma í viku. Þjónusta í seljunum heldur áfram að vera til endurskoðunar. Mannabreytingar Mannabreytingar hafa verið nokkrar á árinu sem er að líða. Undirrituð hafði starfað í einn mánuð þegar nýtt ár gekk í garð. I mars var ráðinn var nýr fjár- málastjóri, síðan nýr yfirlæknir, nýr forstöðumaður tölvudeildar og nýr hjúkrunarforstjóri svo nokkrir stjómendur séu nefndir. Fjöldi annarra nýrra starfsmanna tók við störfum. Allt þetta fólk er boðið velkomið til starfa. A sama hátt hættu aðrir sem gegn- du m.a. ofangreindum störfúm. Þeim eru þökkuð mikilvæg störf í þágu Heilbrigðisstofhunar Suð- umesja. Gjafir HSS vom færðar ýmsar góðar gjafir á árinu, m.a. peningagjöf frá Samtökum hjartasjúklinga á Suðumesjum og Landssamtök- um hjartasjúklinga til kaupa á tækjum fyrir hjartasjúklinga. Verið er að ganga ffá þeim kaup- um. Kvenfélag Keflavíkur gaf 5 bamarúm til nota á sjúkrahúsinu og Kvenfélag Njarðvíkur gaf 6 sjónvörp til afhota fyrir sjúklinga á sjúkradeild. Krabbameinsfélag Suðumesja gaf mælitæki til að fylgjast með blóðrauða hjá sjúk- lingum í heimahúsum. Allar þessar gjafir em ómetanlegar fyr- ir HSS og eru gefendum færðar bestu þakkir fyrir. Að lokum vil ég þakka öllu starfsfólki á HSS samstarfið á ár- inu sem er að líða og óska vel- famaðar á nýju ári. Sjúklingum okkar, skjólstæðingum og að- standendum vil ég sömuleiðis óska gleðilegs og farsæls nýs árs. Ég el þá von í bijósti að árið 2004 verði okkur heilladrjúgt og okkur takist að halda áffam að bæta og efla þjónustu við Suður- nesjabúa. Sigríður Snæbjörnsdóttir 2i Viðtalstími Árni Sigfússon, bæjarstjóri og Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður verða með viðtalstíma í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík milli kl. 13 og 14 næstkomandi laugardag, 17. janúar. Heitt á könnunni og allir velkomnir Sjálfstæðisfélögin 12 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I wvuw.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.