Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 4
Víkurfréttamvnd: Hilmar Braei Bárðarson VNÝR GRUNNSKÓLI í INNRI NJARÐVÍK Jólakortafé ígóð málefni! Það færist í vöxt að fyrirtæki gefi ákveðnar upphæðirtil góðra málefna í stað þess að prenta jólakort. Fiskmarkaður Suðurnesja færði tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli 130.000 kr. til tækjakaupa í stað þess að senda út jólakort. Myndin er tekin við það tækifæri. Þá færði Bláa lónið Stígamótum myndar- lega upphæð í stað þess að senda út jólakort fýrir síðustu jól. - — .. mmmm BW , .!.' rJT’ =B “S Byggður á teikningum Heiðarskóla Fimmtudagur 15. jan Kl. 8 Last Samurai Kl. 8 Kaldaljós Kl.10 Honey Föstudagur 16. jan Kl. 8 og 11 Last Samurai (frumsýning) Kl. 8 Kaldaljós Kl.óoglO Honey Kl. 6 Looneytunes Laugardagur 17. jan Kl. 5,8 og 11 Last Samurai (frumsýning) Kl. 6 og 8 Kaldaljós Kl. 4og 10 Honey Kl. 2 Looneytunes Kl. 2 Finding Nemo Sunnudagur 18. jan Kl. 5,8 og 10 Last Samurai (frumsýning) Kl. 6og8 Kaldaljós Kl. 4 Honey Kl. 2 Looneytunes Kl. 2 Finding Nemo Mánudagur - fimmtudags Kl. 8 og 10 Last Samurai Kl. 8 Kaldaljós KEFLAVÍK '& 421 11/0 Thorkelliusskóli verður næsti grunnskóli í Reykjanesbæ, sá fímmti í röðinni. Hafíst verður handa við byggingu skólans í febrúar n.k. og fyrsta áfanga lokið í júlímánuði 2005. Skólinn mun rísa á holtinu ofan við leikskól- ann Holt í innri-Njarðvík. Gert er ráð fyrir að skólahald hefjist haustið 2005 og að fyrsti áfangi rúmi um 250 börn. Samhliða uppbyggingu hefst bygging íbúahverfis ofan við tjarnirnar í Innri-Njarðvik og í áttina að Reykjanesbraut. Tjama- hvefið verður án efa eitt falleg- asta íbúahverfi á landinu. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að ganga frá samningum um leigu á nýja skólahúsnæðinu við Fasteign hf. sem er m.a. í eigu Reykjanesbæjar. Þessi fyrsti áfangi verður boðinn út á næstu dögum. Byggt er á grunnteikningum Heiðarskóla, með nokkrum breytingum sem reynslan af þeim góða skóla mælir með. Umsamið verð vegna fyrsta áfanga er alls um 615 milljónir kr. sem er um 12% lægri kostnaður en sam- bærilegir áfangar Heiðarskóla kostuðu. Verði tilboð verktaka hinsvegar hagstæðaii mun bær- inn njóta þess í lægri kostnaði. Frá þessu eru greint á vef Reykjanesbæjar. Nýtt kortatímabil! PERSÓNA Hafnargötu 29 wBBSL rHBSBfy a m rS wfBKR \ w [ 1JK jP** ~ " :■ | Endurbætur Hafnar- götu milli Tjarnargötu og Skólavegar byrjaðar Framkvæmdin við endur- gerð Hafnargötu hefur gengið vel. Um helgina var hafist handa við að vinna Hafnargötu milli Tjarnargötu og Skólavegs.Af þessum sökum verður Hafnargatan lokuð fyrir umferð á þessu svæði meðan á framkvæmdum stendur. Framkvæmdum verður hagað þannig að íbúar verði fyrir sem minnstum óþægindum, göngu- brýr verða yfir opna lagnaskurði og verkið þannig skipulagt að truflun fyrir verslunareigendur og rekstraraðila verði sem minnst. I auglýsingu Reykjanesbæjar vegna ffamkvæmdarinnar segir: Þrátt fyrir þetta er ljóst að mikil óþægindi fýlgja ÍTamkvæmdum sem þessum og er það ósk okkar að íbúar sýni þolinmæði og taki starfsmönnum verktaka vel og hliðri til eftir því sem hægt er. Ef allir sem að framkvæmdinni koma leggjast á eitt um að verkið gangi vel fram erum við sann- færð um að við munum í verklok fagna góðu verki. Unglingar að sniffa í Keflavík Alaugardagskvöld var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um ungmenni við Heiðarskóla í Keflavík sem væru hugsan- lega að sniffa af gasi. Lögreglumenn fóru þegar á stað- inn og tóku í sína vörslu tvo gaskúta. Lögreglan hefur vit- neskju um hverjir þarna voru að verki og voru foreldrar látnir vita. 4 VlKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.