Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 25
 K-.V 31 ^l//- viö Flugeldasölu Keflavíkur með ósk um gleöilegt ár og gott fótboltasumar. Áfram Keflavík, F.h. Knattspyrnudeildar, Grétar Ólason. Vinningshafar í lukkuleik Flugeldasölu Keflavíkur: Sigurjón Gylfason Jónína M. Einarsdóttir Ingvar Bjarki Jóna Eydís Guömundur Guðmundsson Eggert B. Eggertsson Júlíus F. Alda Sveinsdóttir Valdimar Axelsson Steinþór Aðalsteinsson Magnús Þ. Vilbergsson Sandra + Andri ísak E. Kristinsson Marín Hrund Jónsdóttir Eyrún Líf Sigurðardóttir Skúli Björnsson Arnar Ástþórsson Kolbrún Agnarsdóttir Gunnar P. Pétursson Elsa Rut Sigurpáll Sigurbjörnsson Magnús Sverrisson Arnar Sigurðsson Elías Birgisson ■ Intersport-deildin KR-NJARÐVÍK Njarðvíkingar hafa haft gott tak á KR í vetur, en í kvöld mætir „Vesturbæjarstórveldið“ í Ljóna- gryfjuna með tvo nýja Kana, þannig að liðið er gjörbreytt. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvikinga, segir sína menn renna nokkuð blint í sjóinn iyrir leikinn, en leggur mikla áherslu á að ná hagstæðum úrslitum í leiknum. „Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir okkur vegna þess að við verðum að sigra ef við ætlum að eiga minnstu von um að halda í við Grindvíking- ana.“ KEFLAVÍK-ÍR Keflvíkingar eiga aldeilis hanna að hefha í leiknum gegn IR í kvöld þar sem þeir töpuðu illa á Seljaskóla siðasta haust. IR-ingar eru sem stendur í neðsta sæti deildarinnar og eru ekki öfunds- verðir að því að sækja Keflvík- inga heim. Falur Harðarson hjá Keflavík segir ekkert koma til greina nema sigur. „Við stefhum á sigur í þessum leik enda þurfum við að taka okkur á í deildinni þrátt fyrir að okkur gangi vel í Evrópu- keppninni." GRINDAVÍK-SNÆFELL Grindavík fær aldeilis verðugt verkefni á morgun þar sem þeir fá Snæfell í heimsókn í Inter- sport-deildinni. Grindvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í deild- inni í síðustu umferð, og fróðlegt er að sjá hvort þeir taki sig sam- an i andlitinu og haldi áffam sigl- ingunni sem þeir voru á fyrir tap- ið gegn Njarðvík. ■ 1. deild kvenna í körfu ÍS-GRINDAVÍK Leikur Grindvikinga hefur verið á uppleið að undanfomu, en nú mæta þær einu af sterkari liðum deildarinnar. Stúdínur hafa verið á eða við toppinn í allan vetur og er ljóst að Grindvíkingar verða að eiga mjög góðan leik til að velgja þeim undir uggum. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grinda- víkur, segist þó hvergi banginn. „Þær em auðvitað geysisterkar, en Tardy hefur styrkt okkar leik mikið að undanfömu. Hún er góður skotmaður og sterkur frá- kastari sem hefur bætt liðið til muna.“ KR-KEFLAVÍK Liðin hafa unnið sitt hvom leik- inn í deildinni i vetur, en Kefla- vík hlýtur þó að teljast sigur- stranglegra fyrir ffam. Þær hafa spilað af öryggi að undanfómu og hafa augljóslega betri mann- skap. Hjörtur þjálfari segir Kefla- víkurstúlkur mæta fullar sjáfs- trausts í leikinn og að hann muni leggja leikinn upp með áherslu á spil undir körfunni. „Þar em þær veikastar fyrir í vöminni og ef okkur tekst að stöðva Hildi [Sig- urðardóttur] og Kanann þeirra eigum við að vinna leikinn." NJARÐVÍK-ÍR Ekkert hefur gengið hjá Njarð- víkurliðinu eftir að þær misstu erlenda leikmanninn sinn og þær verða að herða sigtil muna ef þ.ær ætla að geta keppt um sæti i úrslitakeppninni. IR em mjög sterkar undir körfunni, en hefur engu að síður gengið illa að safha stigum og em á botni deildarinn- ar eftir einungis tvo sigra í vetur, en allt slíkt gæti breyst á mið- vikudaginn. Jón Júlíus Amason, starfandi þjálfari Njarðvíkur, játar fuslega að staðan sé ekki góð hjá liðinu, en segir enga uppgjöf í þeirra herbúðum. „Staðan er auðvitað erfið, en ég hef fulla trú á liðinu. Andinn er góður og liðið er alltaf að smella betur og betur sarnan." ■ Bikarkeppni KKÍ Kariar: SNÆFELL-NJARÐVÍK Ekki er enn ljóst hvenær leikimir í karlaflokki munu fara ffam, en víst er að Njarðvíkingar eiga erf- iðan leik fýrir höndum þar sem heimavöllur Snæfells er með þeim erfiðustu á landinu. Snæfell hefur fengið á sig merkimiðann „Spútnik-lið vetursins", en það er ómaklegur stimpill þar sem liðið er einfaldlega eitt það best mann- aða í deildinni. Friðrik Ragnars- son hjá Njarðvík sér ffam á erfíð- an leik. „Þeir era mjög fastir fyrir í vöminni á heimavelli þannig að við þurfum að leggja okkur alla ffam til að komast áffam og spila i Höllinni." GRINDAVÍK-KEFLAVÍK Keflavíkurliðið er undir miklu álagi þessa dagana sem endranær og mætir Grindvíkingum i sann- kölluðum Suðumesjaslag um næstu helgi. Grindavík sigraði i síðustu viðureign liðanna, en slíkt skiptir litlu máli í Bikar- keppni. Falur Harðarson, annar þjálfara Keflavíkur, segist hlakka til að mæta Grindvíkingum. „Þetta verður alvöm leikur, en raunar eru allir leikir úrslitaleikir i Bikamum. Við emm annars ekkert að hafa áhyggjur. Við spil- um bara okkar leik og látum þá um að hafa áhyggjur af okkur. Konur: KEFLAVÍK-ÍS I þessum leik leiða tvö sterkustu lið landsins saman hesta sína, en þau hafa skipað efstu sætin í deildinni lengst af í vetur. Stúdín- ur hafa unnið báða deildarleik- ina, en eins og allir vita skiptir slikt litlu máli í Bikarkeppninni. Það sem á eftir að skipta sköpum i þessum leik er dagsform lið- anna og hugarfar. Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavikur, segir góðan hug í sín- um stelpum og þær mæti tilbúnar til leiks. „Það er auðvitað gott að fá heimavöll sem skiptir miklu máli i bikarleikjum, en við mæt- um óhræddar til leiks þrátt fýrir töpin í deildinni." Leikurinn fer ffam á laugardaginn. ■ Bikarkeppni Evrópu DUON-KEFLAVÍK Fyrsti leikur liðanna í útsláttar- keppninni fer ffam á þriðjudag- inn, en ffammistaða Keflvíkinga í keppninni hefur verið til fyrir- myndar það sem af er. Liðsmenn Dijon em annars engir aukvisar þannig að leikimir verða íslensku strákunum etfiðir. Falur Harðar- son, sem þjálfar Keflavikurliðið ásamt Guðjóni Skúlasyni, gerir sér fulla grein fyrir hversu erfitt þetta verkefhi er. „Þetta er hörkulið þannig að þessi leikur verður afskaplega krefjandi. Við munum reyna svipaða taktík og við höfum verið með að undan- fömu, þ.e. að keyra upp hraðann og skjóta utan af velli.“ Villu iin liáinarks áranóri í líliamsræla lljóll? I‘.iiil{;i|>)álíuii enfácWii’lremul «ciii ein lie.sla oý fljotasta lciúin til a<Í iioniast í lielra lihamlcól form. INTERSPORTDEILDIN Keflavík - IR (W\ Fimmtud. 15. janúar kl. 19.15 C/UVD 1 Vikurfrettamynd: Hilmar Bragi Barðarson 5 Krlslín I5iróísclóllir s I'ÍA~cinlial»jálfari Sínii 893-2296 .ýjÉfe, iictlanó: Irristiiiliirójhfrí siinni t.is Fjárfesin í lieilsimiií. Iitin er |»ná clýrnnelasla seni |>u áll. Þrif og bón Sm i Lóttu okkur í SG bílum þrífa bílinn. Bónda- og konudagstílboð ó alþrifi fram yfir konudag. Innifalið í alþrifi er undirvagnsþvottur - seltan af! Pantíð tímanlega sími 421 3737 f?(364) 421 3737 F 692 9700 Fax: 421 3732 Fitjabakki 1e Reykjanesbær SG ViKURFRÉTTIR I B. TÖLUBLAÐ 2004 i FIMMTUDAGURINN15.JANÚAR 2004 I 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.