Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 26
a LLLLLLlIÍLLLllI %003 Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 Á áraraótum er til siðs að líta yfir árið sem er að líða og ri^a upp helstu atburði og afrek. Iþróttalíf- ið á Suðurnesjum stóð í miklum blóma á árinu á flestum víg- stöðvum og er við hæfi að minn- ast á það helsta sem þar bar til tíðinda. Augljóslega er ekki hægt að gera öllum greinum jafn góð skil í svo stuttri yfirferð en hér verður einungis tæpt á helstu greinum þar sem Suðumesja- menn standa framarlega á lands- vísu. Á körfuknattleikssviðinu voru Njarðvík, Kefiavík og Grindavík fremst i flokki sem fyrr. Með sanni má segja að árið 2003 hafi verið ár Keflvíkinga í körfubolt- anum þar sem bæði karlaliðið og kvennaliðið urðu íslandsmeistar- ar á vordögum. Karlaliðið varð einnig bikarmeistari, en stúlkum- arunnu KR í úrslitum Hópbíla- bikarsins fyrir stuttu síðan. Á leið sinni til meistaratitilsins sló karlaliðið Njarðvíkinga út í undanúrslitum og vann deildar- meistara Grindavíkur í úr- slitarimmunni. Sigramir voru af- skaplega öruggir og unnust báðar viðureignimar án þess að Kefla- vík tapaði leik. Það sem af er nú- verandi tímabili hafa Keflavík- ingar átt misjöfhu gegni að fagna eftir að Falur Harðarson og Guð- jón Skúlason tóku við þjálfun liðsins af Sigurði Ingimundarsyni í byrjun tímabils. Frammistaða Keflavíkur í Bikarkeppni Evrópu hefúr verið frábær þar sem þeir unnu alla sína heimaleiki og vom hársbreidd frá því að sigra sinn riðil, en á heimavígstöðvunum hefur árangurinn ekki verið eins góður. Liðið er nokkuð á eftir Grindvíkingum í Intersport- deildinni, en Grindvíkingar vora taplausir í deildinni í árslok. Njarðvíkingar hafa haldið í við Grindvíkinga í deildinni, en þeir sigruðu Keflvíkinga í úrslita- leiknum um Hópbilabikar karla í nóvember eftir æsispennandi leik. I kvennakörfunni er Keflavík óumdeilanlega með besta mann- skapinn og unnu þær íslands- meistaratitilinn í vor og Hópbíla- bikarinn í vetur eins og áður kom fram. Gengi þeirra það sem af er 1. deildinni hefúr þó verið upp og ofan en þar byijuðu Njarðvíkur- stúlkur mjög vel og vom i efsta sæti fyrstu deildarinnar um stund Þjálfari óskast Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar eftir aö ráða þjálfara fyrir yngri flokka. Hlutastarf eða fullt starf kemur til greina. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefa Ingólfur í síma 861 2050 eða Gunnar Magnús í síma 899 7158. þar til þær létu undan síga, en þær em í baráttunni um sæti í úr- slitakeppninni. Grindavikurstúlk- ur hafa verið lánlausar í deildinni í vetur en voru í undanúrslitunum síðasta vor. Knattspymusumarið var æði merkilegt fyrir ýmissa hluta sak- ir. Grindvíkingar sýndu metnað sinn í verki með því að fá til sín stærsta nafn sem spilað hefúr með íslensku liði. Sá maður var fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, Lee Sharpe. Framtakið reyndist Grindvíkingum þó ekki happa- dtjúgt, þar sem hann fór af landi brott um miðja leiktíð án þess að hafa réttlætt vem sína hér á landi. Gengi liðsins í deildinni var ekki í takt við væntingar og náðu þeir naumlega að bjarga sæti sínu í úrvalsdeild. Gengi þeirra var betra í Evrópukeppni félagsliða þar sem ekki mátti miklu muna að þeir slægju liðið Kámten úr keppni, en jöfnunarmark þeirra austurrísku á lokasekúndum seinni leiksins gerði útum slíkar vomr. Þá bar það einnig til að Keflavík og Njarðvik spiluðu bæði í 1. deildinni, en liðin hafa aldrei leikið saman í deild áður. Kefla- vík vann deildina með nokkmm yfirburðum og endurheimti með því sæti sitt í úrvalsdeild að næsta ári. Njarðvík stóð sig ein- nig með mikilli piýði og lauk tímabilinu um miðja deild og virðist ætla að festa sig í sessi í effi deildum eftir langa dvöl í þeirri neðstu. Sameinað lið Reynis, Víðis og Keflavíkur í 1. deild kvenna vant- aði herslumuninn til að komast upp um deild, en þær féllu úr leik í undanúrslitum um sæti í úrvals- deildinni. Til tíðinda dró á þeim vettvangi í haust þegar knatt- spymudeildir félaganna samein- uðust um að spila undir merkjum Keflavíkur á næstu leiktíð og hef- ur Ásdís Þorgilsdóttir, margfald- ur íslandsmeistari með KR, verið ráðin þjálfari meistaraflokks. Sunddeild ÍRB hefúr tekið mikl- um ffamforum á undanfömum árum og á síðasta ári bar félagið höfúð og herðar yfir önnur félög í flestum mótum ársins og hafa tveir liðsmenn félagsins þegar tryggt sér þátttöku á Olympíu- leikunum í Aþenu næstkomandi ágúst og fleiri einstaklingar eiga enn raunhæfa möguleika á far- seðli til Grikklands. ÍRB hefúr náð yfirburðastöðu í liðakeppninni hér á landi og unnu þeir öll mót sem þeir tóku þátt í fyrir utp Aldursflokkamót Islands, AMÍ. Liðsmenn félagsins unnu meðal annars til 39 Islandsmeistaratitla, þar af 23 á Sundmeistaramótinu í 50m laug og 16 í Innanhúsmeist- aramótinu í 25m laug, en slíkur árangur er algert einsdæmi. Þá settu þeir á fjórða tug Islands- og aldursflokkameta. I nóvember bar IRB sigur úr být- um í Bikarkeppni SSÍ annað árið í röð og var titillinn aldrei i hættu. Félagið vann til 11 gull- verðlauna, 9 silfúrverðlauna og 5 bronsverðlauna. Á AMI var það fámennið sem kom í veg fyrir að ÍRB ynni þann titil líka, en stigafyrirkomulagið sem notað er þar hentar fjöl- mennu félögunum betur. Engu að síður lentu þeir í öðru sæti og gætu bætt þessum titli í safhið áður en langt um líður, ef iðk- endafjöldi heldur áffam að aukast. ÍRB-liðar létu einnig til sín taka á stórmótum erlendis og nægir þar að minnast á affek Erlu Daggar Haraldsdóttur, sem vann til silf- urverðlauna í 200m bringusundi á Norðurlandameistaramóti ung- linga sem fór ffam í byrjun des- ember, og Amar Amarsonar sem átti enn eitt affekaárið. Öm vann til silfúrverðlauna í lOOm bak- sundi á Evrópumeistaramótinu í 25m laug um miðjan desember auk þess sem hann náði 15. sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið var á árinu. Þá vann hann einnig til fjölda verðlauna á Smá- þjóðaleikunum. Árangur IRB á árinu er einsdæmi á sundsviðinu og er ekki ofsagt að félagið státi um þessar mundir af ffábærum einstaklingum í öll- um flokkum og er engin ástæða til að ætla annað en að framhald verði á velgengninni á þessu ári. Metnaður íþróttafélaganna fyrir næsta ár er mikill og mun affeks- fólki á Suðumesjum eflaust fjöl- ga enn ffekar. Árangur þeirra verður vonandi eftir því og á sem flestum vígstöðvum, jaíht innan- lands sem og á erlendum vett- vangi. 26 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.