Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 24
Uangbeátir í |aízzum. fgf \>eirídt eftírííkíngar! 122UI* Tilboð Eitn með viðskiptahugmynd? Þarftu að endurskipuleggja reksturinn? Þarftu aðstoð við: ...fjármögnun ...útfærslu ...markaðssókn ...þróun ...endurskipulagningu? Viðtalstímar atvinnuráðgjafa SSS Sandgerði mánudagar kl. 10-12 Reykjanesbær þriðjudaga kl. 10-12 Garður miðvikudaga kl. 10-12 Grindavíkfimmtudaga kl. 10-12 Vogar föstudagar kl. 10-12 Cuðbjörg Jóhannsdóttir atvinnuráðgjafi Tímapantanir hjá skrifstofu SSS í síma 4213788. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum Fttjum • 260 Njarðvík • sími 4213788 • Fax 4213766 • www.sss.is • sss@sss.is S O N Y COMPACL Flottasta fartölvan Mobile Inel Pentium M 1.5GHz Intel Centrino tækni 15,4" TFT breiðskjár 512MB DDR vinnsluminni 40GB harður diskur DVD drif og CD skrifari þráðlaust netkort Bluetooth tækni 5 klst. rafhlaða XP Pro stýrikerfi Sími 421 7755 Alltaf glæsilcg tilboð á www.samhaefrii.is SAMHÆFNI? Hringbraut 96 • 230 Rei/kjanesbæ ■ Bikarkeppni kvenna KR-GRINDAVÍK KR vann baráttusigur á Grinda- víkurstúlkum í leik liðanna í DHL-höllinni, 62-57. Leikurinn var í jámum allan tímann, en KR náði að veija forskot sitt eftir harða sókn Grindvíkinga i lokin. Kesha Tardy skoraði 23 stig fyrir gestina og tók 12 fráköst og Olöf Pálsdóttir skoraði 15. Hildir Sigurðardóttir átti góðan leik í liði KR og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Katie Wolfe kom næst með 16 stig og 11 frá- köst. HAUKAR-NJARÐVÍK Njarðvíkingar áttu ekkert svar við leik Hauka þar sem landsliðs- konurnar Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru ffemstar í flokki. Haukar höfðu forystu allan leikinn og lauk leiknum 75-57. Auður Jónsdóttir fór fyrir Njarðvíkingum og skor- aði 13 stig. Þá skoraði Ingibjörg Vilbergsdóttir 11 stig og tók 10 fráköst. Helena skoraði 25 stig fyrir Hauka og Pálína skoraði 18 stig og tók 11 fráköst. ÞÓR AKUREYRI-KEFLAVÍK Keflavík mætti 2. deildar liði Þórs og vann sannfærandi sigur 49-109, eins og við var búist fyr- irffam. Þórsarar áttu aldrei möguleika gegn meistaraliði Keflavíkur sem höfðu örugga forystu allt fiá byijun. Stigamun- ur í hálfleik var 34 stig, 23-57, og jókst stöðugt til leiksloka. Bryndís Guðmundsdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 20 stig, en Bima Valgarðsdóttir og Marin Karlsdóttir komu næstar með 16 stig. Fjóla Eiríksdóttir skoraði mest fyrir heimaliðið, samtals 11 stig. ■ Bikarkeppni karla GRINDAVfK-FJÖLNIR Topplið Intersport-deildarinnar átti ekki í vandræðum með 1. deildar lið Fjölnis og sigruðu 105-77. Grindavík höfðu forystu allt frá upphafi og var munurinn m.a. 27 stig í hálfleik. Darrel Lewis skoraði 32 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergs- son skoraði 26 og tók 11 ffáköst. Hjalti Vilhjálmsson skoraði 21 stig fyrir Fjölni. HAUKAR-KEFLAVÍK Keflavík vann góðan sigur á Haukum 90-98 í skemmtilegum leik sem fór fram á Asvöllum. Keflavík var með forystu í hálf- leik, en átti slæman kafla í 3. leikhluta sem varð til þess að Hukar komust 6 stigum yfir á tímabili. Þá var sem Keflvíkingar hrykkju í gang og þeir náðu yfír- höndinni með fiábærum kafla þar sem þeir skoruðu 13 stig gegn 2 stigum Hauka og náðu forystunni á ný og létu hana ekki af hendi. Derrick Allen átti góðan leik og skoraði 30 stig og tók 12 ffáköst, og Nick Bradford skoraði 24 og tók einnig 12 ffáköst. Þá átti Magnús Þór góða inn komu í seinni hálfleik og skoraði 15 stig. NJARÐVÍK-HAMAR Njarðvik vann öruggan sigur á Hamri, 97-81, á heimavelli sín- um í 8-liða úrslitum bikarkeppn- innar. Leikurinn var jaffi ffaman af, en undir lok fyrri hálfleiks náðu Njarðvíkingar að keyra upp hraðann í leiknum og náðu for- skoti sem þeir létu aldrei af hendi. Brenton Birmingham setti 26 stig fyrir Njarðvíkinga, en Brandon Woudstra kom næstur með 18 stig. Þá skoraði Friðrik Stefánsson 16 stig og tók 14 ffá- köst. Chris Dade var allt í öllu hjá Hamri og skoraði 26 stig, en Svavar Pálsson og Lárus Jónsson skoruðu 12 stig hvor. ■ l.deild kvenna í körfu GRINDAVÍK-NJARÐVÍK Grindvíkingar virðast aldeilis ætla að rétta úr kútnum eftir að hafa fengið Keshu Tardy til liðs við sig. Þær gjörsigruðu Njarð- víkinga 99-47 á heimavelli sinum eftir að hafa haft forystu allan leikinn, m.a. var staðan 52-28 í leikhléi. Grindavíkurstúlkur voru ekkert að slá af í seinni hálfleik heldur völtuðu yfir lánlausa gestina, sem sakna enn prímusmótorsins bak við velgengnina fyrir áramót, Andreu Gaines. Tardy var stigahæst heimastúlkna með 31 stig, en hún tók einnig 13 ffáköst. Þá átti Petrúnella Skúla- dóttir mjög góðan leik og skoraði 23 stig á þeim 18 mínútum sem hún spilaði. í liði Njarðvikur skoraði Ingi- björg Vilbergsdóttir 11 stig. KEFLAVÍK-ÍR Þessi leikur hefði ekki átt að valda meisturum Keflavíkur miklum vandkvæðum, enda eru IR-angar á botni deildarinnar og hefur ekkert gengið hjá þeim í vetur. I byijun mátti þó vart á milli sjá hvort liðið væri á botn- inum, vegna þess að IR byijuðu leikinn með látum og létu engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera á einum sterkasta heimavelli landsins. Gestimir höfðu yflr- burði í fyrsta leikhluta, en þá var eins og heimaliðið mætti loks í leikinn og þær tóku öll völd á vellinum. Þær voru komnar með forystu í hálfleik sem jókst jaíht og þétt, en lokatölur voru 92-53. Stigahæstar Keflvíkinga voru Rannveig Randversdóttir og Bima Valgarðsdóttir sem skor- uðu 15 stig hvor, en Anna Maria Sveinsdóttir skoraði 13. Þá átti María Ben Erlingsdóttir góða innkomu og skoraði 12 stig á þeim stutta tíma sem hún fékk. Eplunus Brooks fór fyrir ÍR eins og endra nær og skoraði 29 stig og tók 20 ffáköst. ■ Körfuknattleikur karla STJÖRNULEIKURINN Stjömuleikur KKÍ fór ffam á laugardaginn þar sem Stakkavík- urliðið, sem var skipað leik- mönnum Suðurliðanna bar sigur- orð af Esso-liðinu, sem hafði á að skipa leikmönnum liðanna sem eru norðan Kópavogs. Loka- tölur voru 136-133 sem segir meira en mörg orð um áherslum- ar sem vom í þessum leik. Menn vom lítið að spá í vamarleikinn heldur reyndu að gera leikinn sem skemmtilegastan fyrir þá 800 áhorfendur sem mættu í Seljaskóla. Stakkavík skoraði 44 stig í fyrsta fjórðungi og lét forystuna aldrei af hendi. Friðrik Stefánsson, Njarðvík, var valinn besti maður vallarins að leikslokum þar sem hann hafbi skorað 18 stig og tek- ið 19 ffáköst fyrir Suðurliðið. Annars var Pálmi Sigurgeirsson, Breiðabliki, stigahæstrur Suðurs- ins með 32 stig, en Nick Boyd skoraði 31 fyrir Norðurliðið og Magni Hafsteinsson, KR, skoraði 30. Kevin Grandberg vann troðslu- keppnina með miklum tilþrifum og Jeb Ivey vann þriggja stiga keppnina. Þá sigmðu Njarðvíkingamir Brandon Woudstra og Auður Jónsdóttir í nýjum lið, svokall- aðri paraskotkeppni. 24 VIKURFRÉTTIRÁNETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.