Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 13
Víku rfrétta mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson > SJÁVARÚTVECUR 50 tonna loðnunót um borð í Grindvíking Aþriðjudag var loðnunótín tekin um borð í flaggskip Þorbjarnar Fiskaness, Grind- víking GK-606 en nótin er með þeim stærstu í íslenska flotanum. Nótín vegur um 50 tonn og þurftí að flytja hana á stórum vörubíl með kerru, en samtals vógu vörubíllinn og nótín um 75 tonn. Sérstakt leyfi frá Vegagerðinni þurfti til að flytja nótina frá netaverkstæðinu Krosshúsum að skipshlið. Grindvíkingur GK hefur verið á síld írá því skipið kom sl. haust og segir Rúnar Björgvinsson skip- stjóri að það hafi gengið ágætlega. „Við tókum íyrsta túrinn út af austfjörðum og færðum okkur síðan undir vesturlandið. Það hefur gengið þokka- lega írá því við byijuðum á síldinni,“ segir Rúnar og hann er ánægður með nýja skipið. „Já ég kann vel við skipið." Grindvíkingur mun nú fara á loðnu austur fyrir land. „Við förum austur með suður- ströndinni og síðan norður fyrir land þar sem loðn- an heldur sig um þessar mundir. I byijun febrúar skiptum við um nót þegar loðnan er gengin upp á landgrunnið," segir Rúnar en hann býst við að nota flottrollið til að byrja með. „Við frystum allt um borð og það er hentugra að nota flottrollið," segir Rúnar og hann er hóflega bjartsýnn á komandi loðnuvertíð. „Það er spuming hve mikill kvóti verð- ur gefinn út - maður verður bara að bíða og sjá.“ VÍKURFRÉTtlR ÁNETtNUUORU fVRSTAR NIEÐ ttSSAFRÉTT! fvl ^ I / \;&Jí 1 SUMARSTÖRF 2004 GROUND SERVICES Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) vill ráða fólk til afleysingastarfa. Um er að ræða störf í öllum deildum fyrirtækisins þ.e. farþegaþjónustu, flugeldhúsi, fraktmiðstöð, hlaðdeild, hleðslueftirliti, ræstingu og veitingadeild. Um er að ræða hlutastörf og deildaskiptar ráðningar í 100% störf á tímabilinu maí-september en þó gæti verið að einhverjir yrðu ráðnirfyrr. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi og árvekni. Unnið er á breytilegum vöktum og vaktaskrá birt fyrir 1 mánuð í senn. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið, og í sumum tilfellum standast próf, áður en til ráðningar kemur. NANARI UPPLYSINGAR FARÞEGAÞJÓNUSTA Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt, góð tungumálakunnátta, góð tölvukunnátta og mikil þjónustulund. FLUGELDHÚS Lágmarksaldur 18 ár, almenn öku- réttindi. Ensku og íslenskukunnátta. VEITINGADEILD Lágmarksaldur 20 ár, góð tung- umálakunnátta og mikil þjónustulund. UM ALDURSTAKMARK FRAKTMIÐSTÖÐ Lágmarksaldur 19 ár, vinnuvélaréttindi, tölvukunnátta, almenn ökuréttindi. Ensku og íslenskukunnátta. HLAÐDEILD Lágmarksaldur 19 ár, vinnu- vélaréttindi, almenn ökuréttindi. Ensku og íslenskukunnátta. OG HÆFNISKRÖFUR: HLEÐSLUEFTIRLIT Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt, góð tungumálakunnátta, góð tölvukunnátta, reynsla af störfum í hlaðdeild eða farþega-þjónustu æskileg og nauðsynlegt að umsækjendur séu töluglöggir. RÆSTING Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi. Ensku og íslenskukunnátta. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf. 2. hæð í Frakmiðstöð IGS á Keflavíkurfiugvelli. Nánari upplýsingar veita Kjartan Már Kjartansson, starfsmannastjóri og Svala Guðjónsdóttir, verkefnastjóri í Starfsmannaþjónustu í síma 4250230. VlKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN15.JANÚAR 2004 I 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.