Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 8
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 4210000 Fax 4210020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is Fréttastjóri: HilmarBragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 4210004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 4210001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 4210008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttirehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is ÞARFTU AÐ AUGLÝSA? Auglýsingasímmn 4210000 MUNDI Nú er bara að segja börnunum að moka meiri sandi í stígvélin ogtaka með heim, svo eitthvað fáist upp í hækkunina á leikskólaplássinu... > NAUÐLENDING VÉLAR UNITED AIRLINES Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI VÍRURFRÉTTIR ÁNETINUVORU fyrstivr weð ÞESSfl FRETT'- Vel gekk að skipta um hreyfil í flugvél United Airlines, sem nauðlenti í Keflavík snemma í síðustu viku og fór vélin frá Keflavíkurflugvelli á sunnu- dagskvöld. Vélin nauðlenti hér á þriðjudags- kvöldið í síðustu viku og reyndist nauðsynlegt að skipta um einn hreyfil hemiar. Hreyfillinn sem var 14 tonn að þyngd kom til landsins á fostudagskvöld og nokkrir flugvirkj- ar með til þess að skipta um hann. Farþegar sem komu með vélinni fóru héðan daginn eftir nauðlend- inguna með annarri vél ffá félaginu sem sótti þá. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson > FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Farþegum um Leifsstöð fjölgar um 12% á milli ára Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar fjölgaði um 25% í desember- mánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 62 þúsund farþegum árið 2002 í rúmlega 77 þúsund farþega nú. Mest veg- ur fjölgun farþega til og frá íslandi sem er tæplega 27% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður- Atlantshafið fjölgaði engu að síður um 19% á sama tíma. Þetta er annar mánuð- urinn í röð sem skiptifarþegum fjölgar eft- ir fækkun mánuöina á undan. Farþegum á leið um Flugstöðina ijölgaði jafht og þétt á árunum 1989 - 2001, en sú þróun breyttist í einum vetfangi með hryðjuverkun- um 11. september. Eftir fækkun farþega 2001 og 2002 hefur þróunin nú snúist við og fór fjölgun farþega á árinu 2003 fram úr björtustu vonum. Alls fjölgaði farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar um rúmlega 12% á milli ára, eða úr tæplega 1.220 þúsund far- þegum árið 2002 í tæplega 1.370 þúsund far- þega nú. Farþegum fjölgaði því um tæp 150 þúsund á síðasta ári samanborið við árið 2002. Fjölgun farþega til og ffá landinu var rúmlega 18%, en fækkun skiptifarþega var tæplega 12%. Vísbendingar eru um enn frekari Jjölgun far- þega á nýju ári einkum vegna aukins áætlun- arflugs bæði hjá Icelandair og Iceland Ex- press. Því er reiknað með að í lok árs 2004 verði farþegafjöldi kominn í sama horf og þegar hann var sem mestur árið 2000, eða í um 1.460 þúsund farþega. Kallinn á kassanum Sniffogleikskólagjöld ÞAÐ VORU UNGLINGAR teknir við að sniffa við Heiðarskóla um síðustu helgi. Lögreglan tók af þeim gasbrúsa! Það eru um 15 ár síðan fjallað var um ungling sem hafði sniffað einu sinni og lent í hjólastól eftir það. Þessi maður getur í dag ekki tjáð sig - situr í hjólastólnum og slefan lek- ur niður úr munninum á honum. Eftir að hafa sniffað einu sinni! FORELDRAR KRAKKA verða að gefa sér tíma til að ræða þessi mál við bömin sín. Bendið þeim á hættuna sem felst í að sniffa. Það er hlutverk for- eldra að gera það. ÞAÐ ERALLT vitlaust í Reykjanesbæ vegna hækkana á leikskólagjöldum. Reiðir foreldrar skipuleggja aðgerðir og krefjast svara frá bæjaryfir- völdum. Þó Kallinn eigi sjálfúr ekki böm þá skilur hann reiði foreldra, enda hefúr Reykjanesbær verið að monta sig af því að vera fjölskylduvænn bær. Það er þó helst! KÆRU BÆJARFULLTRÚAR! Vaknið til lífs- ins! Unga fólkið í þessum bæ - fólkið sem hefúr flest bömin á leikskólanum er að fara út í lífið og í stað þess að hækka gjöldin á þann hóp ætti að að- stoða þau. EN ÆTLIÞAÐ þýði ekki lítið að vera með mót- mæli vegna þessara hækkana. Það er sjaldnast hlustað á hinn almenna borgara - nema þá helst fyrir kosningar og þær em ekki fýrr en eftir tæp tvö og hálft ár. EKKINEMA foreldrar taki upp franskar aðferðir og mótmæli þessum hækkunum og öðrum hækkun- um með sjáanlegum hætti. Þá skiptir máli að for- eldrar standi saman og að aðgerðum verði beitt sem tekið verður eftir. Bæjarfúlltrúar vilja að sjálfsögðu ekki að fjölmiðlar landsins frétti af mótmælaað- gerðum ungra foreldra þar sem móúnælt er hækkun á leikskólagjöldum. Slík umræða myndi fæla bama- fólk Ifá því að setjast að í Reykjanesbæ. KALLINN óskar eftir hugmyndum um mótmæla- aðgerðir vegna hækkana á leikskólagjöldum. Þeir sem hafa hugmyndir sendi póst á netfang kallsins: kallinn@vf.is Baráttukveðjur, Kallinn@vf.is FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA í SÍMA 898 2222 Hólmfríður Snorradóttir látin Hólmfríður Snorradóttir úr Njarðvík Iést 6. janúar sl. eftir langvarandi veikindi. Hún gaf út bókina Alfamir í Grænadal sumarið 2001. Við hjá Víkurfréttum unnum við uppsetningu bókarinnar og aðstoðuðum Lillý, eins og hún var kölluð, í útgáfu hennar á bamabókinni. Þetta var henni kappsmál að koma út bókinni en hún veikt- ist 1999. Hólmfríður skrifaði allan texta og málaði skemmtilegar myndir sem prýða bókina sem oft hefur verið lesið úr í skólum og leikskólum á Suðumesjum. Með þessum fáu orðum til minningar um nágranna okkar á Vikurfféttum hér í Njarðvík sendum við fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Páll Ketilsson. 8 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.