Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 15
■... og Kjartan svarar svari Árna: Já endilega geymið greinina Bæjarstjóri Reykjanes- bæjar biður lesendur um að geyma grein sem ég sendi VF sl. sunnudag og birtist á vefn- um www.vf.is sl. mánudag. Hún mun væntanlega birtast í Vík- urfréttum nk. fimmtudag og þá fyrst ættu iesendur að geta klippt hana út og varðveita, ekki fyrr. Eignasafn Reykjanesbæjar sam- anstendur af fasteignum, þ.e.a.s. þeim sem eftir eru, hlutabréfum í fyrirtækjum, t.d. Hitaveitunni, og öðrum eignum. Raunverulegt virði hlutabréfa í Hitaveitunni er erfitt að segja til um hvert er, nema ef menn ætluðu að selja hlutinn. Þá fyrst kæmi í ljós hvert raunverulegt virði þeirrar eignar er. Það stendur hins vegar ekki til, svo ég viti. Það sem ég á við í minni grein er að ef meirihlutinn heldur áíram að selja fasteignir bæjarins, og nota stóran hluta andvirðisins í rekstur eins og gert var á síðasta ári, er líklegt að staðan verði slæm þegar kjör- tímabilinu lýkur, nema ef menn blása upp aðrar eignir t.d. hluta- bréf og ná þannig að sýna betri stöðu. Staðreyndin er nefnilega sú að bæjaryfirvöld hafa þegar selt fasteignir fyrir þijá og hálfan milljarð og notað amk. 1/5 af því, 600-700 milljónir, til þess að íjármagna rekstrarhalla síðasta árs. Um það er ekki deilt. Ef þannig verður áfram haldið á spilum mun taka ca. 5 ár að ráð- stafa andvirði þessara fasteigna sem þegar hafa verið seldar. Það sjá allir að slík Qármálastjórn getur ekki gengið til lengdar og vonandi nær meirihlutinn tökum á fjármálum bæjarins því annars fer illa og þá gæti sú staða komið upp að afsökunarbeiðni, jafnvel frá bæjarstjóranum, dygði ekki til. Kveðja, Kjartan Már Kjartansson Vilja samráðsfund um stöðu HSS og öldrunarmála Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt að óska eftir því við stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum að haldinn verði samráðsfundur með sveitarstjórnum á svæðinu til að fjalla um stöðu Heilbrigðisstofhunar Suðumesja og um stöðu málefna aldr- aðra á Suðumesjum. Þetta var samþykkt samhljóða í hreppsnefnd Gerðahrepps. Ráðgjöf & kynning í Lyf & heilsu Keflavík, fös. 16. jan. kl. 14-18 Boðið verður upp á Kolmónoxíð mælingu fyrír reykingafólk V Lyf&heilsa Auglýsingasíminn er 4210000 %ínversí{i veitingastaðurinn JIJÍ JIJi 6ýnnirfrá6œr tiC6oð í ‘TjL%EJLWfLr og JÆlMSEMDWgViM TÍŒoð nr. 1 / f{r. 1.180 á mann. - Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu - Steiktar núðlur m/eggjum,grænmeti og svínakjöti - Kong Paw m/Cashew hnetum ‘TiŒoð nr. 2 / Ijr. 1.380 á mann. TiC6oð nr. 3 / kr. 1.580 á mann. - Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu - Steiktar núðlur m/eggjum,grænmeti og svínakjöti - Nautakjöt í ostrusósu - Svínakjöt í chillisósu - Vorrúllur m/grænmeti og kjöti eða vorrúllur m/grænmeti - Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu - Kong Paw kjúklingur m/Cashew hnetum - Stökkirogsterkirnautastrimlar - Lambakjöt m/kúmeni og grænmeti Fríar rækjuflögur fylgja með Barnamatseðill '\v 12a.Kjúklingabringa m/frönskum kr.480,- og sósu. Einnig bjóðum við uppá sérrétta matseðil 4a. Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu. kr. 1180,- 5a. Djúpsteikt svínakjöt m/súrsterkri eða súrsætri sósu. kr. 1280, - öllum pöntun ef 6a. Djúpsteikturkjúklingurm/súrsterkrieðasúrsætrisósu. kr.1380,- þc6r erU SÓttar. 7a. Steiktar núðlur m/kjúklingi,sv(nakjöti,rækjum,eggjum og grænmeti. kr. 1180,- 8a. Steikt hrísgrjón m/kjúklingi,svínakjöti,rækjum,eggjum og grænmeti. kr. 1180, 9a. Stökkirogsterkirnautastrimlar. kr. 1480,- lOa.Vorrúllur með kjöti eða grænmeti (3stk). kr.680,- 11 a. Djúpsteikt ýsa m/súrsætri sósu. kr. 1080,- ATH! Með öllum tilboðum fylgir: Hrísgrjón, súrsæt, súrsterk og soya sósur. Einnig spákökurog prjónar. Breyting úr venjulegum hrísgrjónum í steikt hrísgjón er 250.- kr.á mann/aukalega 2. L Gos kr.280,- Café Iðnó á HóteC KjfCavíCf (pöntunarsíminn er 420-7011\ Tríar feimsencCingar efpantað eryfir 2000 fr. TiŒoðin gifcfa aðeins efpantað erfyrir tvo eðaffeiri. VlKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ2004 I FIMMTUDAGURINN15.JANÚAR 2004 I 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.