Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 27
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi, Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Cunnar Valtýsson sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum. > HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Námskeið fyrir sykur- sjúka á Suðurnesjum Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja stendur fyrir námskeiði fyrir sykur- sjúka og aðstandendur þeirra dagana 5. til 7. febrúar næst- komandi í Eldborg í Svarts- engi. Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að auka þekkingu sykursjúkra og að- standenda þeirra á sjúkdúmn- um, meðferð hans og fylgikvill- um, með áherslu á lífsstíls- breytingar og ábyrgð einstak- iingsins á eigin meðferð. Inni- faiið í námskeiðinu er gisting í tvær nætur á hóteli í Svarts- engi, fullt fæði og fræðslufund- ir. Heilbrigðisstofnun Suðumesja opnaði móttöku fyrir sykursjúka 1. mars 2001 og í dag nýta 160 manns á Suðumesjum Jjjónust- una. Á móttökunni starfa læknir, hjúkrunarfræðingur, næringar- ráðgjafi og meinatæknar í teymi. Móttakan er opin einu sinni í viku. Að sögn Sigrúnar Olafs- dóttur hjúkrunarfræðings er fólk að nýta sér þjónustuna a.m.k. á þriggja mánaða fresti. Alltaf er tekin blóðprufa og síðan farið í viðtal og skoðun hjá lækni og hjúkrunarffæðingi. Viðtal við næringaráðgjafa er eftir þörfum hvers og eins. Reglulegt eftirlit er mikilvægt þar sem sjúkdómurinn breytist með tímanum og áhersl- ur í meðferð þar með. Sykursýki er að greinast hjá fólki á öllum aldri en þeir sem em að nýta sér þjónustuna á Heilbrigð- isstofhun Suðumesja em flestir um og yfir miðjum aldri. Þá em þeir flestir með sykursýki af týpu 2. GunnarValtýsson, sérfræðing- ur í innkirtlasjúkdómum, starfar á móttökunni í Keflavík. Hann segir 90% þeirra sem hafa sykur- sýki vera með týpu 2. Þar af leið- andi em 10% með týpu 1 en þar em böm, unglingar og fólk undir 40 ára aldri í miklum meirihluta. Hins vegar er sykursýki af týpu 2 farin að sjást í meira mæli hjá yngra fólki og tengist þá oftar en ekki yfirþyngd. Dæmi em um að fólk hafi lifað með sykursýki mánuðum og ámm saman og síðan greinst fyr- irtilviljun. Gunnar sagði fólk hafa verið með langtíma auka- kvilla og í raun ekki áttað sig á hvað væri að gerast í líkamanum. Fólk aðlagast ýmsu og venst því. Einkenni um sykursýki em slappleiki, þorsti, tíð þvaglát, þyngdartap, sveppasýkingar í húð við kynfæri og mikil þreyta. Sykursýkin veldur orkukreppu í líkamanum, þar sem sykur hleðst upp í blóðinu og líkaminn nær ekki að nýta kolvetnin. Sykur- sýkin er síðan greind með hækk- uðum sykri í blóði og þvagi. Á námskeiðinu sem haldið verð- ur í Eldborg í febrúar verður far- ið yfir hvað hægt er að gera til að lifa með sjúkdómnum. Að sögn Borghildar Sigurbergsdóttur, næringarráðgjafa, krefst sjúk- dómurinn mikillar kunnáttu, m.a. í matarræði. Á námskeiðinu verður farið í hópvinnu þar sem fólk lærir að takast á við veikind- in. Þá skiptir miklu máli að maki sé meðvitaður um sjúkdóminn og sérstaklega ef viðkomandi er kokkurinn á heimilinu. Lögð er áhersla á að á námskeið- inu sé fólk á staðnum allan sólar- hringinn dagana sem námskeiðið stendur. Námskeiðið er í tvo sól- arhringa. Fólk verður látið mæla blóðsykurinn á ýmsum tímum sólarhringsins, auk þess sem fólk mun læra á sinn eigin líkama. Að sögn aðstandenda nám- skeiðsins er góð reynsla af svona námskeiðum á norðurlöndunum. Á námskeiðinu í Eldborg í Svartsengi er pláss fyrir allt að 20 manns. Ymsir aðilar koma að því að styrkja námskeiðið, s.s. Reykjanesbær og nokkur lyija- fyrirtæki á Islandi en þannig er hægt að ná niður þátttökugjald- inu Skráning á námskeiðið fer fram dagana 12.-16. janúar í síma 422 0545 kl. 10:30 til 14:00. Nánari upplýsingar eru veittar á sama tíma og skráning fer fram. Tekið skal fram að námskeiðið er ætlað sykursjúk- um á Suðumesjum og aðstand- endum þeirra. OTíiRKENDÖI m riSMUWlJJUIíi Fiskverkendur og fiskkaupendur Látið okkur sjá um fiskflutninginn! Erum í fiskflutningum frá Höfn í Hornafirði Flytjum fiskinn frá skipshlið heim í hús Gerum föst verðtilboð. ... að Víkurfiéttir á Netinu voru leiðandi fiéttamiðill þegar kom að umfjöllun um uppsagnir hjá Varnarliðinu á síðasta ári. Þú gast lesið fiéttirnar fyrst á vfis! hljómsveitin Traffic spilar föstudags- og laugardagsKvöld Kl. 23.30 - 03.30 Happy hour - 2 fyrir 1 - frá 22-24 bæði Kvöldin. Idol kvöld Komdu og horfðu á Idolið hjá oKKur - dryKKir á tilboði! FrTtt inn Aldur5taKmarK 20 ár Kaffi Duus _ ____ - Staðurinn þinn IaÍÍ Æ Aivöru útsýni! v I I J _r , r r Bjóðum upp á sérstakt fótanudd. Þú færð um leið upplýsingar um ástand líffæra þinna. 50% afsláttur af fyrsta tíma Hómenntaður náttúrulæknir Ertu... með vöðvabólgu? ...með verki í öxlum eða baki? ...með stirða liði?... að reyna að hætta að reykja eða drekka áfengi? ...með slæma húð? ...oft þreyttur/þreytt? Þá getum við aðstoðað! Fjölskylda okkar hefur stundað náttúru- lækningar í 4 kynslóðir. Pantanasími 421 8858. Hafnargötu 58 - sími 421 8858 ViKURFRÉTTIR I S. TÖLUBLAÐ 2004 i FIMMTUDAGURINN15.JANÚAR 2004 I 27

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.