Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 19
johannes@vf.is hækkunnar leikskólagjalda Annar starfsmaður sagði að stef- na Reykjanesbæjar væri ekki ijölskylduvæn. „Mér finnst það grátlegt að verið sé að hækka þessi gjöld, sem bitna helst á unga fólkinu sem er að fóta sig í lífinu og koma sér fyrir. Hjá okk- ur eru nú þegar nokkrir foreldrar sem hafa ákveðið að minnka dvöl bamanna sinna hér á leik- skólanum. Ég bara skil ekki hvemig fjölskyldan á að geta tek- ið þessa hækkun á sig,“ sagði starfsmaðurinn og segir að fólk sé reitt. „Við veltum því fyrir okkur hvort bara sé verið að horfa í steinsteypu hér í bæjarfé- laginu." „Við höfum fengið margar hring- ingar frá reiðum foreldmm sem eru að spyija út í þessar hækkan- ir. Það er ótrúlegt hvemig gjöldin hækkuðu og það var enginn und- anfari á þessu - gjöldin vom bara hækkuð og enginn látinn vita. Það er þungt hljóð í foreldrum og ég hef mestar áhyggjur af því að þessar hækkanir muni helst bitna á bömunum, því það hafa nokkr- ir foreldrar ákveðið að stytta tíma barnsins á leikskólanum. Þau hafa einfaldlega ekki efni á því að hafa barnið allan daginn," sagði starfsmaður á leikskóla í Reykjanesbæ sem vildi ekki koma fram undir nafni. ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI Foreldrar eru að greiða þriðjung af rekstrinum Hver er ástæðan fyrir þessari hækkun á leikskóíagjöldum? Hlutur foreldra t heildargreiðsl- um vegna reksturs leikskóla hefiir verið að lækka á síðustu árum, úr rúmum 50% i 32 til 35%. Við sem áttum böm á leikskólum fyrir 8 til 10 árum þekkjum það, því við vomm að greiða helming útgjaldanna sem foreldrar. Nú er þessi hlut- ur kominn niður í 35% sem ber að fagna. Við viljum reyna að festa hlutfallið í þessum 35% og þessi ákvörðun um hækkun er fyrst og fremst bundin af því. Nú er þetta mikil hækkun og foreldrar hafa gagnrýnt það að hækkunin komi öll í einu og að málið sé iUa kynnt - ertu sammála því? Það er rétt að þetta er nokkuð mikil hækkun frá síðasta ári. Hinsvegar verðum við að bera ábyrgð á því að við látum þessa hækkun ganga í gegn núna heldur en að vera að mjatla henni inn á einhvetjum tíma. Ég minni aftur á að við erum kornin í þriðjung sem foreldrar greiða af rekstri leikskóla, sem áður var 50%. Síðan em ein- hveq'ar sveiflur á milli ári og t.d. á síðasta ári var töluverð hækkun á launum leikskóla- kennara sem sveitarfélagið tók á sig og það var ekki gert ráð fyrir þeim hækkunum gangvart hlut foreldra í rekstri leikskól- anna. Nú er verið að rétta það af með þessari tölu. Það er rétt að hlutfallslega er þetta mikil hækkun, en þetta er eingöngu þriðjungur rekstri leikskólanna. Stendur til að hreyfa við rekstri leikskólanna, t.d. með því að minnka yfirvinnu starfsmanna? Starfsmenn á leikskólum fengu launahækkun þann 1. janúar sl. og samningar em lausir þannig að það er mjög óljóst hvað ger- ist. Það sem verið er að skoða hvort það sé ekki ráð að fá fleiri tii starfa á leikskólana í því at- vinnuástandi sem er hér í dag í stað þess að greiða yfirvinnu. Það er eingöngu verið að horfa í það að menn fá greitt fyrir sína vinnu, en ef um yfírvinnu er að ræða í miklu mæli þá er æskilegra að ráða fleiri inn á leikskólann. BILASALA KEFLAVIKUR Sími 421 4444 Bolafæti 1 v/Njarðarbraut Renault Megane Nissan Terrano TDI árg. 2003 bsk. Ek. bpús km verð 1670 þús árg. 2000 s.sk. Ek. 190 þús km verð 1990 þus y Honda HRW 5dyra árg. 2001 s.sk Ek. 47 þús km verð 1640þús Toyota Avensis st árg. 1998 bsk. Ek 81 þús verð 880 þús raustur fráttamiðill - daglega á netinu - vf.is KALKA SorpeyðingarstöðSuðurnesja Ágætu Suðurnesjamenn, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. mun halda opna kynningar- fundi fyrir íbúa og rekstraraðila á Suðurnesjum vegna þeirra breytinga sem hafa orðið og munu verða á sorphirðu rekstraraðila og almennings. Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi dögum í sveitarfélögunum fimm: Reykjanesbær: Listasafn Reykjanesbæjar, Duushúsi, mánudaginn 19.janúarkl. 17.00. Grindavík: Samkomuhúsið Festi, þriðjudaginn 20. janúar kl. 17.00. Sandgerði: Fræðasetrið, miðvikudaginn 21. janúar kl. 17.00. Garður: Samkomuhúsið, Gerðavegi 8, fimmtudaginn 22. janúar kl. 17.00. Vogar: Glaðheimar, Vogagerði 21-23, mánudaginn 26. janúar kl. 17.00. Allir velkomnir. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. VÍKURFRÉTTIR I 3.TÖLUBIAÐ2004 I FIMMTUDAGURINN15.JANÚAR2004 119

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.