Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 10
>SÆVARI BRYNJÓLFSSYNI VAR BJARCAÐ ÞEGAR HÚNI KE SÖKK Á FAXAFLÓA Dofínn af kulda og datt fjórum sínnum í sjóinn af stefninu Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson Sævar ásamt afabörnunum sínum í Keflavík: f.v. Einar Sveinn, Sævar, Unnar Geir og nafni hans Sævar Magnús. „Ég var lagður af stað í land og var inn í stýrishúsi þegar það kviknaði aðvörun- arijós um að það væri kominn ieki að vélarrúminu. Ég var með belgi útbyrðis og hélt fyrst að Jjað pusaði inn á dekkið vegna þeirra. Eg sló þá af og fór út á dekk tii að athuga hvort það pusaði vegna þcirra, en um leið og ég var kom- inn á dekkið fór báturinn að halla og þá stökk ég fram í stýrishús. Báturinn sökk lóðrétt samstundis og ég festist inn í stýrishúsinu og sjórinn fyllti það um leið,“ segir Sævar Brynjólfsson skip- stjóri í samtaii við Víkurfréttir, en Sæv- ar bjargaðist er Húni KE sökk út af Garðskaga í gærkvöidi. Sævar sem er 62 ára gamall hefur stundað sjó- mennsku frá 14 ára aldri og verið skip- stjóri á ýmsum skipum og bátum frá árinu 1962. LOKAÐURINNI í STÝRISHÚSINU Sævar segist hafa þurft að hafa hraðar hendur við að komast út úr stýrishúsinu og hann segir að það hafi verið erfitt. „Ég var lokaður inn í stýrishúsinu þegar allt fýlltist af sjó og ég barðist nokkuð lengi við að koma mér út. Reyndi meðal annars að losa björgunarbátinn, en ég hafði ekki þrek til þess vegna loftskorts." Sævar var í ullar- nærfötum innan undir fotunum, auk þess sem hann var í gúmmíbuxum og stígvél- um sem hann náði að fara úr eftir að hann náði að komast upp á stefhi bátsins. ÓTTAÐIST EKKIAÐ BÁTURINN SYKKIALVEG Þegar Sævar náði að komast út úr stýris- húsinu var báturinn orðinn lóðréttur og stefnið stóð upp úr. Hann segist hafa fikrað sig upp á stefhið þar sem hann hélt sér. „Ég stóð með fætuma á rekkverkinu og hélt mér þannig og batt við mig fanga- línu. A meðan ég var þama á stefhinu datt ég fjórum sinnum í sjóinn og gat þá togað mig upp aftur með fangalínunni,“ segir Sævar en hann var orðinn mjög dofinn eft- ir um 90 mínútna dvöl á stefni bátsins. Sævar segir að vegna undiröldu hafi stefni bátsins dúað í sjónum, en hann segist ekki hafa verið hræddur um að báturinn sykki alveg. FARINN AÐ HUGLEIÐA AÐ KAFA NIÐUR AÐ BJÖRGUNARBÁTNUM Eins og áður segir reyndi Sævar að losa gúmmíbátinn þegar hann var í stýrishúsinu en það tókst ekki. Sævar vonaðist allan tímann til að báturinn myndi losna. „Ég vildi með öllu móti reyna að gera vart við mig með blysi og ég var farinn að hugleiða það að kafa niður með bátnum til að reyna að losa gúmmíbátinn. í kringum bátinn voru línubalar og línan farin úr þeim þannig að ég þorði hinsvegar ekki að kafa af hættu við að festast í línunni.“ ORÐINN VONUTILL UM BJÖRGUN Sævar segist hafa verið orðinn vonlítill um að verða bjargað en hann sá alltaf skipaljós í kringum sig. „Ég horfði helst til himins í von um að sjá flugvél," segir hann með bros á vör. Þegar Sólborgin kom upp að Sævari varð hann feginn. „Ég sá þá ekki fyrr en þeir voru komnir alveg upp að mér,“ segir Sævar en skipvetjar á Sólborgu köstuðu til hans björgunarhring og drógu hann um borð. Þegar þangað var komið klæddu skipveijar hann úr fötum, færðu í sturtu og elduðu handa honum súpu. EKKIHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA „Ég var ekkert hræddur við það að deyja. Ég beið eftir því að þessi kæruleysistil- finning kæmi yfír mig áður en ég færi yfir móðuna miklu," segir Sævar og þegar hann er spurður að því hvort hann sé hætt- ur sjómennsku svarar hann: „Ég ætla svo sannarlega að vona ekki.“ Eftir að komið var með Sævar í land fór hann til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann segist vera með strengi, en annars líði hon- um vel. Og í hans huga er ekki spuming um hvað varð honum til lífs. „Tilkynn- ingaskyldan sannaði gildi sitt í þessu til- viki. Þetta sýnir hve gríðarlega nauðsyn- legt tæki hún er fyrir íslenska sjómenn. Það þarf að halda áfram að þróa þessa tækni og koma þessum dauðu punktum sem eru út á sjó í samband þannig að skyldan virki allsstaðar," segir Sævar og hann þakkar einnig skipveijum á Sólborgu og Vigra fyrir björgunina og einnig ár- vekni Tilkynningaskyldunnar. „Ullamær- fotin vom líka einn þátturinn í að ég hélt lifi þama,“ segir Sævar en hann fékk nær- fötin í gjöf frá eiginkonu sinni fngibjörgu Hafliðadóttur. Texti og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson Landhelgisgæzlan boðuð 50 mínútum eftir hvarf Húna KE Fimmtíu mínútur liðu frá því Húni KE datt út úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu skipa og báta þar til atvikið var tilkynnt til Landhelgisgæzlunnar. TF- LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðs- stöðu á Reykjavíkurflugvelli til klukkan hálf níu þriðjudagskvöldið 6. janúar þegar Húni KE sökk út af Garðskaga, en þyrlan var í viðbragðsstöðu vegna nauðlendingar bandarískrar farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli. Viðmiðunartími Tilkynninga- skyldunnar ef bátar hverfa úr sjálfvirku tilkynn- ingaskyldunni þar til haft er samband við Land- helgisgæzluna em 30 minútur. Það var klukkan 19:55 sem Húni KE datt út af skjá sjálfvirku tilkynningaskyldunnar og eftir að vaktmenn skyldunnar höfðu reynt að hringja í Húna KE án árangurs var haft samband við Sól- borgu RE og togarann Vigra klukkan 20:10 og skipin beðin um að grennslast fyrir um bátinn. Skipin vom þá stödd um 5 sjómílur frá þeim stað sem Húni datt út úr sjálfvirku tilkynningaskyld- unni. Klukkan 20:45 var hvarf Húna KE tilkynnt til Landhelgisgæzlunnar, 50 mínútum eftir að samband rofnaði við bátinn. Klukkan 21 björguðu skipveijar á Sólborgu Sæv- ari Brynjólfssyni um borð í bátinn, en þá hafði Sævar setið á stefhi Húna KE í um 75 til 90 mín- útur. Ámi Sigurbjömsson yfirvarðstjóri Tilkynninga- skyldunnar vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Víkurfréttir en lét hafa eftir sér að samskipta- reglur Tilkynningaskyldunnar við björgunaraðila væm stöðugt til endurskoðunar. 10 VI'KURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.