Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 22
Víkurfréttamynd: Guðni Kjærbo > SKÓLARNIR OG UNGA FÓLKIÐ Emkwinir úr grunnskóla skipta máli þegar komið er í framhaldsskóla Ömmu- og afadagur í Njarðvík- urskóla Skömmu fyrir jól var haldinn svokallaður ömmu- og afadagur í Njarðvíkurskóla. Þá bauð skól- inn öllum ömmum og öfum nemenda í hcimsókn til að fylgjast með undirbúningi jól- anna og upplifa stemmning- una sem stóð þá sem hæst. Ýmislegt var gert af þessu til- efni og iásu nemendur m.a. upp Ijóð, auk þess sem gestirn- ir þáðu kaffi og piparkökur. Síðan sungu ömmurnar og af- arnir nokkur jólalög með nem- endum á sal skólans við undir- leik Guðmundar Sigurðssonar (Bróa). En að því loknu var svo farið í heimsóknir í stofur þar sem skoðað var hvað barna- börnin sem og önnur börn voru að bjástra við. Þessar myndir voru teknar á ömmu og afadeginum. MYNDILÁTA ÞÚSUNDKALLINN í PENINGASKÁPINN Nafn: Sveinn Enok Jóhannsson. Aldur: 15. Uppáhaldstala: 8. Stjörnumerki: Eg er fiskur. Er mikið að gera sem formað- ur ncmendafélagsins? Það getur verið mikið að gera ef það eru einhveijar uppákomur á sal eða eitthvað þvíumlíkt. Ann- ars er þetta allt voðalega létt. Hvað hefur verið að gerast í fé- lagsiífinu í Njarðvikurskóla? Jólaballið er nýbúið en annars er þetta allt að fara á stað núna. Hvað er á döfínni? Hljómsveitir úr skólanum eru að fara að spila en dagurinn er ekki alveg ákveðinn. Hver eru þín helstu áhugamál? Píanó og söngur og að hreyfa sig nógu litið. Um hvað cr ungt fólk að hugsa í dag? Þau hugsa ekki. Uppáhaldshljómsveit? A-ha. Hverjar eru uppáhalds vefsíð- urnar þínar? www.simnet.is/sveinnjo Hvaða geisladisk keyptirðu síð- ast? Ég keypti mér Sítt að aftan. Hvað ætlarðu að verða? Ég ætla að verða læknir. Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyöa þúsundkalli? Ég myndi iáta hann í peninga- skápinn minn við hliðina á öllum hinum. Ef að þú gætir verið ósýnilegur í 20 mínútur - hvar myndirðu vilja vera? Þar sem ég má ekki vera. Eitt orð sem kemur upp í hug- ann þegar þú heyrir eftirfar- andi: -Spríte: Græn flaska. -Idol: Leiðinlegur þáttur. -Mannlif: Hafhargatan. -Kaffitár: Gulur strompur. -vf.is: Besta blaðið. Hvernig heldurðu að Njarðvík- urskóli verði árið 2250? Það verður skortur á plássi og þeir geta ekki lengt hann meira því að þeir verða búnir með Þórustíginn. - Sveinn Enok Jóhannsson formaður nemendafélags Njarðvíkurskóla svarar VF-17 spurningum og spjallar um einkunnir. Ivor útskrifast nemendur úr 10. bckk grunnskóla á landinu og við tekur val þeirra um áframhaldandi nám í framhaldsskólum. Nemendur skólanna leggja misjafnlega á sig í náminu og segir Sveinn Enok Jóhannsson formaður nemendafélags Njarðvíkur- skóla að það skipti máli að ná góðum einkunnum. „Eg tel að það skipti máli, sérstaklega ef viökomandi vill komast í góðan skóla,“ sagði Sveinn og bætti við að félagar hans í Njarðvík- urskóla hugsuðu á svipaðan hátt. „Það eru margir sem hugsa um að ná góðum próf- um, en auövitað er það mis- jafnt eins og með allt annað.“ Sveinn segir að hann finni vel fyrir hvatningu frá starfsfólki Njarðvíkurskóla. „Skólinn er mjög góður og starfsfólkið hvet- ur nemenduma mjög vel áfram, sérstaklega að ná góðum prófum. Ég held að flestir nemendur átti sig á mikilvægi þess að standa sig vel í skólanum og hafi það yfirleitt i huga,“ sagði Sveinn sem svarar hér á eftir nokkrum vel völdum spumingum fyrir VF-17 í Víkurfréttum. ATVINNA Verkstjóra eða vana menn vantar í saltfiskverkun fram að páskum. Áhugasamir skili inn umsóknum á skrifstofu Víkurfréttir, Grundarvegi 23, Njarðvík, merkt „Saltfiskur 2004". ÞARFTU AÐ AUGLÝSA? Auglýsingasíminn 4210000 22 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.