Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 20
JANÚARTILBOÐ 19. - 29. janúar 20% afsláttur af lit og strípum* Gildir gegn framvísun miðans Ath. gerum hárlengingar. *Gildir ekki föstudaga og laugardaga Kveðja, Sigrún, Elín og Sigurrós. Tímapantanir í stma 421 2488. (Tart _ j Hafnai armo Hafnargötu 21 A KejlamkMvkxrkja/ Kirkjudagur Kirkjudagur Rótarykiúbbs Keflavíkur og Málfundafélagsins Faxa er næsta sunnudag 18. janúar. Guðsþjónusta kl. 14, prestur séra Ólafur Oddur Jónsson. Kirkjukaffi að lokinni messu. Faxa og Rótaryfélagar fjölmennum til messu á sunnudaginn ásamt mökum. Rótaryklúbbur Keflavíkur, Málfundafélagið Faxi og Keflavíkurkirkja. pdó í Iþróttahúsinu Vogum Æfingar: Þriðjud. kl. 18.30 yngri Þriðjud. kl. 19.30 eldri Fimmtud. kl. 18.30 yngri Fimmtud. kl. 19.30 eldri Föstud. kl. 17.00 yngri Föstud. kl. 18.00 eldri Erum byrjuð, láttu endilega sjá þig! Maggi Hauks þjálfari sími 863 0171 VISSIR ÞÚ ÞETTA? að Víkurfréttir á Netinu eru uppfærðar með nýjumfréttum að jafnaði um 15 sinnum á dag alla daga ársins! > MÁLEFNI LEIKSKÓLANNA ■ Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, skrifar: Leikskólagjöld í Reykjanesbæ - hlutfall foreldra hefur lækkað úr 50% í 35% ndanfariö hafa umræð- ur um hækkun leik- skólagjalda verið nokk- uð háværar og margt látið falla í umræð- um og spjall- vefjum sem sumt er rétt en annað ekki. Rétt er að koma að nokkrum staðreyndum í þessa umræðu. Beinar greiðslur foreldra um1/3af kostnaði A síðustu 10 árum hefur hlutfall greiðslu foreldra við rekstur leik- skóla lækkað úr u.þ.b. 50% í 35%. Það þýðir að hlutfallslega greiða foreldrar lægra gjald í dag en gert var fyrir 10 árum siðan. Kostnaður við rekstur skólanna hefiir hins vegar hækkað mikið m.a. vegna þess að hér eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássum, heilsdagsplássum hefur fjölgað mikið og réttindakennurum hefur fjölgað. Allt eru þetta mikilvæg mál og jákvæðarbreytingar en hefiir um leið talsverðan kostnað í for með sér. Hér eftir verður reynt að miða við að greiðslur foreldra standi undir u.þ.b. þriðj- ungi af kostnaði leikskólanna en bæjarsjóður greiði 2/3. Fjölskylduvænt sveitarfélag Margir hafa bent á að það sé lítt fjölskylduvænt að hækka leik- skólagjöld. Ef það er skoðað eitt og sér má vel komast að slíkri niðurstöðu en ég kýs að líta á heildarmyndina og vona að bæj- arbúar geti séð hana líka. Inn í þeirri mynd finnum við meðal annars þessar staðreyndir: * Reykjanesbær er eitt örfárra sveitarfélaga i landinu sem getur boðið öllum bömum 2ja ára og eldri upp á vistun á leikskólum. * Reykjanesbær hefur á síðustu árum orðið fyrirmynd annarra sveitarfélaga við uppbyggingu gmnnskólanna. * Reykjanesbær er eitt örfárra sveitarfélaga í landinu sem býður öllum bömum grunnskólans upp á heitan mat í hádeginu (gegn greiðslu hráeihiskostnaðar). * Reykjanesbær er eitt örfárra sveitarfélaga í landinu sem býður öllum bömum í 1.-2. bekk upp á tónlistarkennslu sem hluta af námi í grunnskóla. * Reykjanesbær er eina sveitarfé- lagið í landinu þar sem strætó- ferðir em ókeypis. * Reykjanesbær er eina sveitarfé- lag landsins sem hefur komið á heilsdagsskóla (Fristundarskóla) fyrir böm í 1 .-4.bekk grunnskól- ans þar sem meðal annars er boð- ið upp á æfingar íþróttafélaganna án aukagreiðslu. * Sérfræðiþjónusta við leikskóla og grunnskóla í Reykjanesbæ er meiri og betri en víða annars staðar. * Reykjanesbær hefur lagt mikla fjármuni í uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsstarfs og framboð íþrótta og tómstunda er óvíða betra en hér. Þrátt fyrir þessa upptalningu á meiri og betri þjónustu í Reykja- nesbæ era gjöld almennt mun lægri hér en í samanburðarsveit- arfélögum s.s. í Reykjavík. Vand- inn við samanburð er hins vegar sá að Reykjavík er nánast eitt sveitarfélaga fyrir utan Reykja- nesbæ þar sem finna má þjón- ustu með sambærilegri íjöl- breytni og gæðum og hér. Sá samanburður er þó okkur í hag hvað varðar lægri kostnað for- eldra. Á það jafht við um leik- skólagjöld, strætisvagna, tónlist- arskóla, heilsdagsskóla o.s.frv. Þá er útsvar í Reykjanesbæ undir landsmeðaltali og hefúr ekki hækkað hér síðustu ár þrátt fyrir að önnur sveitarfélög hafi nýtt sér slikar heimildir til hækkunar. Þessa heildarmynd er nauðsyn- legt að skoða þegar menn leggja mat á fjölskyldustefnu sveitarfé- lagsins. Við íbúar Reykjanesbæjar getum sannarlega fúllyrt að hér er þjón- usta við fjölskyldufólk með því besta sem býðst á landinu og kostnaður foreldra vegna hennar með því lægsta sem þekkist. Áfram verður unnið við að styrkja þessa þjónustu. Mikið starf er unnið við að efla innra starf grunnskólanna, umferðarör- yggi hefúr verið stórbætt, verið er að undirbúa stækkun tónlistar- skóla, leikskólinn Holt hefúr ver- ið stækkaður og nýr grunnskóli mun senn risa í Innri-Njarðvík. Reykjanesbæ, janúar 2004 Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs ■ Hafdís Helga Þorvaldsdóttir, foreldri leikskólabarns, skrifar: Leikskóli fyrir alla eða hvað? að voru kaldar jóla- kveðjurnar sem meiri- hiuti sjálfstæðismanna (kvenna) hér í bæ sendi fjöl- skyldufóiki nú um jólin. Þá er ég að tala um hinar ýmsu hækkanir á vegum bæjarins. Reynt cr að bæta úr slæmri fjárhagsstööu bæjarins með 23-26% hækkun á leikskóla- gjöldum. Jafnframt er niður- skurður á yfirvinnu starfs- manna í leikskólum sem hlýtur að valda því að börnin (og þá um leið foreldrar þcirra) fá lakari þjónustu. Ekki fara þessir peningar í launa- umslag starfsfólks leikskólanna og getur hver og einn velt því fyrir sér hvemig þeim verður var- ið. Það er þó í sjálfú sér ágætt að meirihlutinn sé farin að átta sig betur á íjárhagsstöðu bæjarins. En að láta bamafjölskyldur stoppa í götin er í hróplegri and- stöðu við þá „fjölskyldustefnu" sem hinn nýi meirihluti lét m.a. kjósa sig útá. Það er kannski bara á tyllidögum og rétt fyrir kosn- ingar sem þessi slagorð heyrast? Mikið er talað um að brúa bilið á milli leik- og grunnskóla og em flestir þeirra skoðunar að það sé mikilvægt. Rannsóknir hafa sýnt að það er góður undirbúningur fyrir böm að vera í leikskóla áður en grunnskólagangan hefst. Ekki virðist meirihlutinn taka mikið mark á þessum staðreyndum, því eftir þessa hækkun hafa sumir foreldrar hreinlega ekki efiri á því að láta börnin sín í leikskóla og þá sérstaklega þar sem fleiri en eitt bam á heimilinu eru á leik- skólaaldri. Þá getur það komið betur út fjárhagslega að annað foreldrið sé heimavinnandi og missir bamið þá af þeim granni sem leikskólastigið gefúr því. Undirrituð er í leikskólakennara- námi og finnst sorglegt að á okk- ar tímum fái ekki öll böm notið þess mikla og góða starfs sem fer fram í leikskólum. Reykjanesbær vinnur nú ötullega að lestrar- menningarverkefhinu sem stuðla á að bættri lestrakunnáttu grunn- skólabama. Skulum við bara vona að þeir foreldrar sem ekki hafa kost á því að láta börnin sín í leikskóla verði duglegir að lesa fyrir þau heima svo þau dragist ekki aftur úr í lestramámi. Mér finnst þessi aðgerð meirihluta bæjarstjómar óskiljanleg, sér- staklega í ljósi þess að bæjar- og skólayfirvöldum virðist mikið í mun að bæta námsárangur grannskólabama á komandi árum. Undirrituð hefúr orðið vör við mikinn ugg og óánægju með- al foreldra leikskólabama og vonast til að bæjaryfirvöld end- urskoði þessa ákvörðun. Hafdís Helga Þorvaldsdóttir, foreldri leikskólabams. 20 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.