Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 18
Birgitta komin í Flughótel Birgitta Jónsdóttir Klasen náttúrulæknir / meðferð er loksins flutt á Flughótel var áður í Lífsstíl. 30 árareynsla. Frí næringartafla fyrir hvern einstakling. Námskeið i svæðameðferð byrja 23. feb. -10. maí. Pantanasími 421 6158 og 847 6144. REYKJANESBÆR Tjarnargotu 12 * Póstfang230 • S: 421 6700 Fax: 421 4667 • rcykjanesbaeríi'reykjancsbaerns VILT ÞÚ STARFA SEM DAGMÓÐIR? Þar sem starfandi dagmæður I Reykjanesbæ anna ekki eftirspurn auglýsir barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar eftir nýjum dagmæðrum. Upplýsingar um skilyrði fyrir leyfisveitingu veitir Kristbjörg Leifsdóttir félagsráðgjafi í s(ma 421 6700 milli kl. 13:00 og 13:30. Sjá einnig vef Reykjanesbæjar: reykjanesbaer.is Félagsmálastjóri ••• reykjanesbaer.is Fjölskyldu- og félagsþjónusta P álllKignl’clugí) VcsU'ii'ðingíi o$» Árncsinga vcrðnr hnldið í KK salnum, Vcsliirbranl 17, lciiigíird.iginii 17. jíinúar 2004 kl. 20. Iliisið opiKir kl. I9. l,’orsalci aðgöngumiða fösLndaginn l(). jaiuiar kl. 20-2 I á slaðnum. Miðavcrð cr ;i.5()0.- kr. Mummi llcrmanns spilar. Il|>l>lýsing<ii' í*Ha Iv'lín í síma 421 JJOT. Ilöiðiii í síma 421 :?4íif> Á«úsla í síma 421 li 174. Allir vclkomnir Sljórn Vcslíirðingal'clagsins. > MÁLEFNI LEIKSKÓLANNA Fyrir hækkun 0 Eftirhækkun ■ Ólga meðal foreldra í Reykjanesbæ vegna Tímagjald á leikskólum Reykjanesbæjar hækkaði um rúm 23% eftir gjald- skrárhækkun sem tók giidi nú um áramót. Fjölskylda með eitt barn á lcikskóla í 9 tíma á dag í Reykjanesbæ þarf að greiða tæpum 5 þúsund krón- um meira fyrir barnið á hverj- um mánuði heldur en fyrir hækkun, en það gerir um 55 þúsund króna hækkun á ári. Víkurfréttir könnuðu hvernig leikskólagjöldum væri háttað í nágrannasveitarfélögum á Suður- nesjum og kom í Ijós að í Sand- gerði eru leikskólagjöldin lægst en þar greiða foreldrar rúmar 24 þúsund krónur á mánuði miðað við 9 tíma vistun. í Gerðalireppi greiða foreldrar tæpar 27 þúsund krónur fyrir eitt barn í 9 tíma vistun og er gjaldið rúmar 27 þúsund krónur í Grindavík. í Vogum greiða foreldrar 28.600 fyrir barn i 9 tíma vistun og i Reykjanesbæ greiða foreldrar 29.600 íýrir hvert bam. Öll sveitarfélög á Suðurnesjum hældaiðu gjaldskrá sína um ára- mótin. Ef miðað er við 9 tíma vistun fyrir eitt bam með fæði þá nam hælíkunin í Sandgerði, Vog- um og Gerðahreppi um 10% og rúmum 11% i Grindavík. I Reykjanesbæ nam hækkunin tæpum 19%. Mikil ólga er meðal foreldra í Reykjanesbæ með hækkun á leikskólagjöldum bæjarins. Fjöl- margir aðilar hafa tjáð sig um hækkun gjaldanna á spjallvef Víkurfrétta og látið þung orð falla um hækkunina. Víkuriféttir höfðu samband við starfsmenn leikskóla í Reykjanesbæ sem ekki vildu koma fram undir nafni. „Fólki finnst þetta vera svívirða og að það sé verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það er mikið rætt um hækkun leikskólagjaldanna hér á kaffistofunni hjá oldair og nokkr- ir foreldrar hafa nú þegar minnk- að tíma barnanna sinna hér á leikskólanum," sagði einn starfs- maðurinn. MÍKURFREniR ÁNETINU UORU fyrstarmeð MSSAFRETT! Foreldrafélög lcikskóla í Reykjanesbæ hafa boðið til opins fundar í Njarð- víkurskóla nk. mánudag þar sem rætt verður um hækkun leikskólagjaida. Arni Sigfússon bæjarstjóri mun sitja fyrir svörum á fundinum sem hefst klukkan 20:00. Sigríður H. Guðmundsdóttir for- maður foreldrafélags leikskólans Heiðarsels og Hólmffíður Karls- dóttir gjaldkeri foreldrafélagsins á leikskólanum Gimli eru ósáttar við hækkun leikskólagjaldanna. „Við erum mjög ósáttar við þess- ar hækkanir og hvemig þær hafa verið kynntar. Foreldrar eru al- mennt mjög óánægðir með hækkanimar og vilja að eitthvað sé gert. Þetta eru það rosalegar hækkanir að auðvitað koma þær við budduna hjá fólki, enda hefur margt annað hækkað hér í bæn- um,“ segja þær og telja að fund- urinn á mánudaginn geti haft áhrif. „Við viljum bara skýr svör frá bæjaryfirvöldum um þessi mál. Þessar hækkanir hafa nú þegar skapað mikil leiðindi og reiðin kraumar undir í foreldmm sem eiga böm á leikskóla. Það er allsstaðar talað um þessar hækk- anir.“ Hólmffíður segir að krafist verði skýrra svara á fundinum. „Við viljum til dæmis fá að vita af hverju bæjaryfirvöld hafi ekki getað hækka þessi gjöld í skref- um?“ Þær segja að mikið hafi verið hringt í þær þar sem þær séu í forsvari fyrir foreldrafélög leik- skólanna. „Síminn stoppar ekki hjá manni og það eru reiðir for- eldrar sem við emm að tala við. Fólk má ekki bara sitja við eld- húsborðið, bölva þessum hækk- unum en gera síðan ekki neitt. Við verðum að sýna samstöðu og mæta á fundinn." 18 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.