Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 15.01.2004, Blaðsíða 14
Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson > BÓKLESTUR í REYKJANESBÆ Lesið hjá Skipaafgreiðslunni Árni Haukur Björnsson lögfræðingur hjá Sýslumannsembættinu í Keflavík las fyrir starfsmenn Skipaafgreiðslu Suðurnesja í vikunni í lestrarátaki Reykjanes- bæjar. Árni las upp úr bókinni Sunnlenskir sagnaþættir. Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið þátt í lestrarátakinu og virðist sem starfsmönnum fyrirtækja líki vel að fá upplestur á kaffistofunni í kaffitímanum. Svo er líka vonandi að lestrar- átakið hvetji fólktil að auka lestur með sjálfum sér. SAS skorar á lögregluna. Eldur í íbúð við Aðalgötu í Keflavík Eldur kom upp í íbúð við Aðalgötu 5 í Keflavík síðdegis á mánudag. íbúi í húsinu hafði sett hlíf yfir heita hellu og kaffikönnu úr plasti þar ofaná. Þegar síðan íbúinn hafði fengið sér síðdegis- blund hafi heit eldavélin kveikt í kaffikönnunni sem síðan olli skemmdum á innréttingu í eldhúsi. Brunaviðvörunarkerfi gerði við- vart og það gerðu einnig aðrir íbúar hússins. Tjón varð óveruiegt, nema í eldhúsinu, en reykræsta varð bæði íbúðina og stigahúsið. Atvinna Suðurnes ehf. óskar eftir handflökurum. Vinnutími er frá kl. 06:00-14:30. Nánari upplýsingar í síma 822 2219 Kristmundur og á skrifstofu 421 2420. Suðurnes ehf. Vatnsnesvegi 2 Keflavík I S U Ð U R E S- i 'N Paddy’s Irish pub Edol og lifandi tónlist Föstudagur átjfk Urslitakvöla Idol miir Bein útsending á breiðtjaldi Halli Valli og Smári taka við af Idol stjörnunum og spila fram á nótt. Laugardagur Halli Valli og Smári halda upp stemningunni Munið enska boltann á risaskja Tilboð á öli á meðan útsendingum stendur i Vegna framkvæmdanna vijum við benda gestum okkar ( á að hægt er að keyra upp að Paddy's Suðurgötumegin. ^unia olr. Hafnargata 38 • Sími 421 7888,4218900 > FJÁRMÁL REYKJANESBÆJAR ■ Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, skrifar: Vonandi ekki önnur afsökunar- beiðni frá bæjarstjóranum Asíðasta bæjarstjórnar- fundi fyrir jól bað bæj- arstjóri Reykjanesbæjar undirritaðan, og aðra bæj- arfulltrúa, af- sökunar á þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð voru við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir árið 2004. Tilefni afsök- unarbciðninnar var að í um- ræðum um fjárhagsáætlunina beindi ég gagnrýni minni ann- ars vegar að forminu, þ.e. þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru af hálfu meirihluta sjálf- stæðismanna við tjárhagsáætl- unargerðina, og hins vegar innihaldinu, þ.e. hversu mikil umframkeyrsla er áætluö í rekstri sveitarfélagsins og tengdra stofnana á árinu 2004. Bæjarstjóri brást við gagnrýni minni á formið og vinnubrögðin með tyrrgreindum hætti, með því að viðurkenna að menn hefðu átt að gera betur og biðjast afsökunar á því. Hann taldi hins vegar gagnrýni mína á hallarekst- ur sveitarfélagsins ekki réttmæta. Ef við hins vegar lítum á líklegar niðurstöðutölur í rekstri Reykja- nesbæjar fýrir nýliðiðið ár, 2003, er allt útlit fyrir að 600-700 milljónir, af þeim 3,3 milljörðum sem fengust fyrir sölueignaá því ári, verði varið í að fjármagna hallarekstur bæjarsjóðs á árinu 2003. Það þýðir að nær 20% af eignum bæjarins verði ráðstafað í hallarekstur á einu ári. Ef þannig verður áfram haldið á spilum er útlit fyrir að allar eignir bæjarins verði búnar á næstu 5-6 árum. Það getur ekki talist góð fjár- málastjóm. Vonandi þarf bæjarstjórinn ekki leggja ffarn aðra afsökunarbeiðni i lok yfirstandandi kjörtímabils fyrir bæjarstjórn og bæjarbúa og þá vegna þess að búið verður að ráðstafa stærstum hluta eigna bæjarins í fjármögnun rekstrar- halla sem meirihluti sjálfstæðis- manna, undir forystu bæjarstjór- ans, ber ábyrgð á. Vonandi ekki. Kveðja Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og viðskiptafræðingur MBA. ■ Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, svarar Kjartani: Vinsamlegast geymið grein Kjartans Más! Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins gerir að um- talsefni í vf.is að ég skuli hafa beðist velvirðingar á að ekki hafi verið unnt að svara öllum fyrirspurnum framsóknar- mannsins fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun bæjar- stjórnar. Kjartan, sem áður var í meiri- hluta bæjarstjómar, gerði athuga- semdir við upplýsingagjöf sem embættismenn þæjarins segja mér að séu betri en nokkum tíma áður, þegar Kjartan Már réði fjár- hagsáætlunarferðinni. Mér fannst hins vegar ástæða til að gera meiri kröfur en Kjartan Már gerði þá og því sjálfsagt að biðj- ast velvirðingar á að ekki sé_ vinna okkar enn fullkomin. I um- ræðunni sem Kjartan Már vimar til beindi Jóhann Geirdal, oddviti Samfýlkingarinnar orðum sínum til Kjartans Más og sagði ánægjulegt að hann væri farinn að læra af vem sinni í minni- hluta. Vonandi lærir hann líka að það er sjálfsagt að biðjast vel- virðingar ef maður telur að hægt hafi verið að gera betur. Eg geri ráð fyrir að ég eigi eftir að gera það fremur en halda því fram að allt sem ég geri sé óaðfinnanlegt. Megin erindi mitt í þessu grein- arkomi er að biðja lesendur um að geyma þessa grein Kjartans Más og sérstaklega halda upp á þessa semingu: „Ef þannig verð- ur áffarn haldið á spilum er útlit fyrir að allar eignir bæjarins verði búnar á næstu 5-6 árum. Það getur ekki talist góð fjár- málastjóm." Já, þetta er beint eff- ir haft úr greininni. Kjartan Már heldur því ffarn að með núver- andi stjómun fjármála verði allar eignir bæjarins uppumar á næstu 5-6 árum. Eignastaðan hefúr styrkst! Staðreyndin er sú að í lok nýliðins árs numu eignir Reykjanesbæjar tæplega ellefú þúsund milljónum kr. Þetta er þrátt fyrir eignasölu til félagsins okkar Fasteignar hf. í því var mikið hagræði sem þegar er farið að skila sér. Eignastaða Reykja- nesbæjar er því sterk. Þrátt fyrir breytingar á eignafyrirkomulagi í gegnum Fasteign hf. munu eignir Reykjanesbæjar hafa aukist um tvö þúsund milljónir ffá árinu 2000. Takið eftir: aukist, ekki minnkað! Staðreyndin er sú að hreinar skuldir Reykjanesbæjar og fyrirtækja hans (heildarskuldir - peningalegar eignir) munu hafa lækkað um eitt þúsund milljónir í lok þessa árs ffá árinu 2000 mið- að við ffamlagða áætlun. Skuldir bæjarsjóðs hafa minnkað á sama tíma um tæpar tvö þúsund millj- ónir kr. Spá Kjartans Más mun ekki ganga eftir og því er mikil- vægt að geyma greinina og muna mat hans þegar nær dregur næstu kosningum. Þá er spuming hvort hann verði maður til að biðjast afsökunar á útleggingum sínum! Með góðri kveðju, Arni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. 14 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.