Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 2
Veður Norðlæg átt 8-13 m/s og víða líkur á sólríku veðri, en hvassviðri austast. Vætusamt á NA- og A-landi og slydda til fjalla. Hiti 3 til 12 stig yfir daginn. sjá síðu 18 Fjárlagafrumvarp á fyrsta degi „Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sem hyggst auka tekjur ríkisins um fjóra milljarða króna með hækkun kolefnisgjalds. Alþingi kom saman í gær eftir sumarfrí. Líkt og venja hefur verið hófst þingsetningarathöfnin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem forsetinn, þingmenn og ráðherrar meðtóku boðskap biskups fyrir komandi vetur. Sjá síður 8 og 10 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK IS.WIDEX.COM Hlustaðu nú! Nánari upplýsingar á vefsíðunni Viðskipti Alvarlegt mál er komið upp vegna fyrirhugaðrar tónleika- raðar hljómsveitarinnar Sigur Rósar í Hörpu þar sem tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna eru horfnir. Liðsmaður Sigur Rósar staðfestir að ákveðið vandamál hafi komið upp en unnið sé að því að leysa það. Forstjóri Hörpu segir að það sé ófrávíkjanleg regla að ræða ekki ein- staka viðskipti eða viðburði. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónleikahaldari, einstaklingur sem unnið hefur náið með hljóm- sveitinni um árabil, hafi fengið 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur. Þeim peningum virðist tónleika- haldarinn síðan hafa ráðstafað í annað sem er viðburðinum og hljómsveitinni með öllu óviðkom- andi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins þykir ráðstöfunin afar óeðlileg enda hafi hvorki samráð né samband verið haft við meðlimi sveitarinnar vegna hennar, og hafi þeir frétt af málinu út undan sér. Þá leiki verulegur vafi á því hvort forstjórinn hafi haft heimild til að greiða peningana út eða ábyrgðar- maður tónleikanna haft heimild til að óska eftir þeim og ráðstafa að vild enda hafi gjörningurinn verið gerður þvert á ráðleggingar annars starfsfólks í Hörpu. Komin er upp sú staða að millj- ónatugirnir finnast ekki, illa hefur gengið að fá þá til baka og Harpa ekki viljað ábyrgjast upphæðina sem greidd var út. Sigur Rós á að koma fram á fern- um tónleikum í lok desember undir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. Það þykir óeðlilegt enda hafi ekki verið haft samráð við hljómsveitina. Til stendur að Sigur Rós haldi ferna tónleika í Hörpu í desember. Dularfullir fjár­ málagjörningar hafa þó sett svartan blett á aðdragandann. NORDIcpHOTOS/GeTTy yfirskriftinni Norður og niður, en heimildir Fréttablaðsins herma að málið hafi skapað mikla óvissu um hvort þeir geti farið fram. Tónleikahaldaranum hefur verið gert að segja sig frá verkefninu og annar einstaklingur fenginn til að taka við. Svanhildur Konráðsdóttir, for- stjóri Hörpu, segir aðspurð um málið og sinn þátt í því að það sé grundvallaratriði þar á bæ að tjá sig ekki um einstaka viðburði, við- skiptamenn eða samskipti við þá. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá Sigur Rós vegna málsins og staðfestir Georg Holm, bassaleikari hljómsveit- arinnar, að vandamál hafi komið upp. „Það er visst vandamál þarna og við erum að reyna að leysa það með Hörpu.“ Kveðst hann að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið. Ekki náðist í tónleikahaldarann við vinnslu fréttarinnar. mikael@frettabladid.is Það er visst vanda- mál þarna og við erum að reyna að leysa það með Hörpu. Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar Noregur Erna Solberg, forsætis- ráðherra Noregs, segir tveggja flokka minnihlutastjórn flokks síns, Hægriflokksins, með Framfara- flokknum, geta haldið samstarfi sínu áfram. Ljóst er að ríkisstjórn Solberg heldur eftir kosningar mánudagsins en stjórnin naut stuðnings Kristi- lega þjóðarflokksins  og Venstre   á síðasta kjörtímabili. Fékk ríkis- stjórnin samtals 89 sæti af 169 á norska þinginu. Solberg neitar að segja hvort ríkis- stjórnin verði stækkuð með aðkomu minni flokkanna tveggja. Óljóst er hvort stuðningsflokk- arnir tveir vilji vinna áfram með Framfaraflokknum. Kristilegi þjóðarflokkurinn myndi heldur kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, formaður Venstre, vill svo- kallaða blágræna stjórn. – þea  Höldum áfram segir Solberg Norður-kórea Yfirvöld í Norður- Kóreu sögðu í gær nýjar þvinganir sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að beita gegn ríkinu vera ólöglegar. „Í staðinn fyrir að beita rökhugs- un hefur harðstjórnin í Washington loksins ákveðið að beita pólitísku, efnahagslegu og hernaðarlegu valdi vegna þráhyggju sinnar um að snúa kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu við. Áætlun sem nú þegar hefur gengið upp,“ sagði Han Tae Song, sendi- herra ríkisins hjá Sameinuðu þjóð- unum. Bandaríkin lögðu upphaflega til enn harðari aðgerðir gegn Norður-Kóreu en sam- þykktar voru. – þea Nýjar þvinganir sagðar ólöglegar Kim Jong­ un, ein­ ræðisherra Norður­ Kóreu tÆkNi Skjárinn á nýjasta meðlim Apple fjölskyldunnar, iPhone X, mun ná yfir alla framhlið hans. Þá verður heimatakkinn á bak og burt og andlit notandans verður notað til að aflæsa símanum. Síminn var kynntur með pompi og prakt í gær. Að sögn tæknirisans er nýja aflæs- ingarleiðin mun öruggari en sú sem nú þekkist og mun hún ekki láta blekkjast af ljósmyndum eða grímum. Hleðslusnúran hverfur einnig á braut en þess í stað verður síminn hlaðinn þráðlaust á þar til gerðri hleðslustöð. Hægt verður að hlaða önnur tæki fyrirtækisins á sömu stöð. Síminn er væntanlegur í versl- anir vestanhafs í upphafi nóvem- bermánaðar. Hann mun koma til með að vera nokkuð dýrari en forverar sínir og kosta um þúsund dali, andvirði rúmlega hundruð þúsund íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur hingað til lands. – jóe iPhone X þekkir ásjónu þína 1 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m i ð V i k u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -9 0 A 8 1 D B 9 -8 F 6 C 1 D B 9 -8 E 3 0 1 D B 9 -8 C F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.