Fréttablaðið - 13.09.2017, Side 22

Fréttablaðið - 13.09.2017, Side 22
Helstu söluvörur mínar eru hálsmen, ermahnappar og útskor- in smágerð mynstur í kýrhornsplötur en þær hef ég ekki séð hjá öðrum hönnuðum. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Þórdís Halla Sigmarsdóttir er á bak við hönnunarmerkið KúMen og hannar helst skartgripi og ýmsa fallega smá- hluti úr hornum. „Ég útskrifaðist 1995 sem smíðakennari frá Kenn- araháskóla Íslands. Ég hef unnið með fjölbreyttan efnivið í gegnum tíðina og farið á fjölda námskeiða sem tengjast handverki, til dæmis í tengslum við silfursmíði, tálgun og textíl. Undanfarin sjö ár hef ég verið að prófa mig áfram með að smíða úr hornum. Þær vörur hafa fengið góðar viðtökur og fóru mjög fljótlega úr því að vera gjafir til vina og ættingja í að vera söluvara.“ Helstu vörur hennar eru hálsmen og ermahnappar. „Helstu söluvörur mínar eru hálsmen, ermahnappar og útskorin smá- gerð mynstur í kýrhornsplötur en þær hef ég ekki séð hjá öðrum hönnuðum. Í raun hafa hring- menin mín verið vinsælust en á þeim snýst innri hringurinn í þeim ytri svo menin hreyfast á þeim sem ber það.“ Í maí síðastliðnum tók hún í fyrsta sinn þátt í Handverki og hönnun, sýningunni sem fer fram reglulega í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þar fékk KúMen mjög góðar viðtökur og ég ætla að freista þess að sækja um aftur. Næsta sýning verður 23.-27. nóvember og von- andi fæ ég aftur að vera með. Svo hef ég verið með í ýmsum litlum handverksmörkuðum, til dæmis á Sjóminjasafninu, og allt hefur þetta gengið vel.“ Frekari þróun framundan Frekari vöruþróun er fram undan í vetur segir Þórdís Halla. „Ég er afar spennt fyrir frekari þróun varðandi vörur mínar. Hand- verkið er enn sem komið er kvöld- og helgarvinna en það gefur mér mikið að skapa og vinna með höndunum. Vörurnar mínar voru nýlega teknar í sölu í Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði. Segja má að hreindýrshornin séu þar komin aftur heim svo sá sölustað- ur er einstaklega viðeigandi. Svo mun Islandica, sem er ný verslun á Klapparstíg í Reykjavík, bráðum selja vörurnar mínar.“ Verkstæði Þórdísar Höllu er til húsa í bílskúr á Kársnesinu í Kópavogi. „Þar rekur pabbi minn litla verslun en hann rak lengi vel verslun og gullsmíðaverkstæði á Hverfisgötu í Reykjavík. Í dag er hann 82 ára gamall og mætir á hverjum degi eftir hádegi í skúrinn og opnar litlu búðina sem hann hefur útbúið þar. Sannarlega magnaður karl. Ég nýti svo verk- stæðið á kvöldin og um helgar fyrir mína vinnu.“ Hönnun KúMens má skoða á Facebook. Fallegir dýrgripir úr hornum Þórdís Halla Sigmarsdóttir hannar skartgripi og ýmsa smáhluti úr hornum undir merkinu KúMen. Fyrstu vörurnar voru ætlaðar vinum og ættingjum en fljótlega jókst eftirspurnin eftir þeim. „Ég er afar spennt fyrir frekari þróun varðandi vörurnar mínar,“ segir Þórdís Halla Sigmarsdóttir, eigandi KúMens. MYNDIR/ERNIR Þórdís Halla og faðir hennar, Sigmar Ólafur Maríusson. Tvær skeftar sultuskeiðar og tveir upptakarar úr íslensku hreindýrshorni. Hringmenin vinsælu, en þau eru úr kýrhornum. VIÐ ERUM AÐ TALA UM BARNAEFNI Hafðu það skemmtilegra í haust með Stöð 2 365.isMARGFALT SKEMMTILEGRI 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . S E p T E M B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -D 5 C 8 1 D B 9 -D 4 8 C 1 D B 9 -D 3 5 0 1 D B 9 -D 2 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.