Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 6
Náttúruhamfarir Magnús Guð- jónsson og Guðrún Guðmunds- dóttir, ferðaþjónustubændur í Hólmi í Hornafirði sjá fram á mikið tjón vegna hamfaranna fyrir austan. Nánast fullbókað hafi verið. Allar tekjur af því falli niður í bili. Túnin eru öll undir vatni og lík- lega illa farin. „Það er allt undir vatni núna og kemur ekki í ljós fyrr en áin er farin af þessu,“ segir Magnús sem óttast að túnin verði eitthvað skemmd eftir þetta. Hjónin eiga land alveg inn að Fláajökli. „Þar fór göngubrúin nýja og síðan fór gríðarlega stórt land sem er í okkar eign; hvarf bara. Áin hefur breitt úr sér framan við svokallað Jökulfell og skolað landinu hrein- lega burt. Ekki sé um ræktað land að ræða heldur sé verðmæti þess aðallega falið í því að um fallegt útivistar- svæði sé að ræða. „Þetta er gríðarlegt tjón á landi.“ Magnús telur framkvæmd, sem gerð var fyrir fimmtán árum, að nokkru leyti um að kenna. „Það var settur upp varnargarður þarna upp frá árið 2002 til að varna því að áin færi í austur alveg innst. Áður en þessi garður kom þá fór mikið meira vatn austur líka. Rörin sem þeir stungu í garðinn taka bara við ákveðnu magni af vatni. Þegar vatnavöxtur verður mikill þá fer meira magn af vatni vestur, sem hefði annars farið austur og í Hleypilæk, þaðan síðan í Djúpá og þeim megin út eins og það gerði alltaf áður. Aðspurður um öryggi íbúa í Hólmi segir Magnús alla nokkuð örugga, bæði menn og dýr. „Við höfum náttúrulega verið lokuð inni hérna en höfum nóg af nauðsynjum og erum ekkert illa haldin, en ég er búinn að prófa að fara á traktornum og get komist ef ég fer fyrir innan við bæina austan við mig og síðan út á veg. En þjóðvegur- inn vestur er allur í sundur og ekki mögulegt að komast þá leiðina.“ Fé þeirra hjóna var komið í öruggt skjól áður en allt fór á kaf. „Ég var nú ekki staddur heima þegar þetta skeði en einn sveitungi minn, Bjarni Bergsson, var að verða búinn að smala fyrir mig túnið þegar ég kom heim.“ adalheidur@frettabladid.is Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 40 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 1 leyfi á Akureyri. Þau ein geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu og hafa lokið námskeiði fyrir leigubifreiðastjóra. Til að öðlast leyfi þurfa umsækjendur að uppfylla leyfisskilyrði, skv. 5. gr. laga nr. 134/2001 og rg.nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfis fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. 6. gr. reglugerðarinnar. Umsóknareyðublöð má nálgast í afgreiðslu Samgöngustofu, Ármúla 2 í Reykjavík eða á www.samgongustofa.is. Umsóknarfrestur er til og með 06.10.2017. Sími: 480 6000 . www.samgongustofa.is AUGLÝSING VEGNA ÚTHLUTUNAR ATVINNULEYFA TIL AKSTURS LEIGUBIFREIÐA Samgöngustofa Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. Margir eru innilokaðir og komast hvergi. Náttúruhamfarir eru að verða árvissar á svæðinu. Ferðamenn taka upp á ýmsu til að bjarga sér. „Þarna hinumegin eru elskulegir nágrannar mínir, Elvar Þór Sigurjónsson og Elínborg Baldursdóttir. Hlakka til að hitta þau þegar það verður hægt,“ skrifaði bóndinn í Hólmi við þessa mynd á Facebook. Hamfarir á hverju ári frá 2010 „Það hafa verið hamfarir hér nánast á hverju ári frá gosinu í Eyjafjallajökli og auðvitað fer þetta að hafa áhrif á verðlagn- ingu hjá okkur,“ segir Sigurlaug Gissurardóttir bóndi sem rekur ferðaþjónustu á Brunnhóli. Fjöru- tíu manns áttu bókaða gistingu hjá Sigurlaugu þegar vatnavextir hófust en nú eru öll rúm auð vegna hamfaranna. Aðspurð um áhrif hamfaranna á fjárfestingu í ferðaþjónustunni segir Sigur- laug: Breytingin sem hefur orðið í vexti greinarinnar frá árinu 2010 til 2017 veldur því kannski að varkárni vegna náttúruhamfara hefur vikið fyrir bjartsýni vegna aukinnar eftirspurnar. En maður fer samt að velta fyrir sér hlutum eins og rekstrarstöðvunartrygg- ingu vegna þessara tíðu hamfara hér.“ Hringvegurinn lokaður Þjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit þar sem brúin er svo illa farin að byggja þarf nýja brú. Vegagerðin hefur þegar hafið vinnu við bráðabirgðabrú sem vera á tilbúin eftir eina viku. Óku hringinn til að gista á Hellu Ferðamenn á hamfararsvæðinu deyja ekki allir ráðalausir. Tölu- verður fjöldi ferðamanna var á svæðinu þegar vatnavextir hóf- ust að sögn Orra Páls Jóhanns- sonar, landvarðar í Landmanna- laugum. „Við hittum Spánverja hér í gær sem voru að koma frá Höfn. Þeir áttu pantaða gistingu á Hellu og töldu algjörlega ótækt að breyta sínum ferðaplönum þótt búið væri að loka veginum og fóru bara norður fyrir og allan hringinn til að komast þennan spotta.“ Langþráður draumur heimamanna rættist þegar ný göngubrú var vígð árið 2014. Um samstarfsverkefni nokkurra íbúa í ferðaþjónustu var að ræða. Brúnni hefur skolað á haf út og ekkert eftir nema einn laskaður stólpi. 3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L a u G a r D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 3 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 1 -8 7 2 8 1 D E 1 -8 5 E C 1 D E 1 -8 4 B 0 1 D E 1 -8 3 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.