Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 108
Á árinu 2015 bárust fregnir af tölvuveiru e ð a n j ó s n a h u g -búnaði sem gerði sendandanum unnt að njósna um sam- skipti fólks í gegnum fjarskiptafor- rit á borð við Skype. Upplýsingar frá bandaríska uppljóstraranum Snowden urðu til þess að böndin bárust að frönsku leyniþjónustunni. Hugbúnaður þessi hlaut því nafnið Babar, en algengt er að tölvuveirum séu gefin saklaus og vinaleg heiti. Babars-nafnið var augljós vísun í einhverja frægustu söguhetju franskra barnabókmennta, fílinn Babar. Sögurnar um hann hafa verið í miklum metum meðal barna um allan heim allt frá því að sú fyrsta kom út árið 1931. Sagan hermir að Charles de Gaulle hafi einhverju sinni kallað Babar „frægasta Frakka veraldar“ og sumir unnendur per- sónunnar ganga svo langt að segja Babar frægustu barnasöguhetju heims að Mikka mús einum frá- töldum. Hvað sem þeim vinsælda- mælingum líður er ljóst að á hverju ári renna háar fjárhæðir í vasa eig- enda höfundarréttarins, vegna sölu á bókum, tekjum af sjónvarpsþáttum og hvers kyns minjagripaútgáfu. Sem fyrr segir hófst ævintýrið árið 1931. Höfundurinn, Jean de Brun- hoff, var rúmlega þrítugur rithöf- undur og myndlistarmaður frá París. Eiginkona hans, Cécile, sem einnig var listamaður, sagði sonum þeirra sögu fyrir svefninn um ungan fíl sem ferðaðist til stórborgarinnar og tók þar upp ýmsa hætti mannfólksins. Drengirnir heilluðust af sögunni og eftir hvatningu kunningja komust hjónin að þeirri niðurstöðu að hún gæti átt erindi við umheiminn. Jean hóf að skrifa og teikna söguna um Babar. Til stóð að Cécile yrði skráð sem meðhöfundur, en frá því var horfið þegar kom að útgáfu. Munaðarleysingi í hásæti Sagan um Babar er í stuttu máli á þá leið að veiðimaður skýtur móður fílsungans, sem flýr í kjölfarið til ónefndrar stórborgar – sem hefur ýmis einkenni Parísarborgar. Þar verður á vegi Babars vinaleg og auðug eldri kona, sem tekur hann undir verndarvæng sinn, kemur honum til mennta og lætur sauma á hann falleg föt. Upp frá því gengur Babar í fallegum grænum jakka- fötum, með þverslaufu og svartan harðkúluhatt. Hann keyrir um á fínum sportbíl og er aufúsugestur í veislum fyrirmenna þar sem hann segir frá æskuslóðum sínum. Babar lætur senda eftir ungum frændsystkinum sínum, sem einnig eru klædd upp eftir tísku mannfólks- ins og fá að kynnast lystisemdum borgarlífsins. Að lokum yfirgefa þau velgjörðarkonu sína og halda aftur til fílahjarðarinnar. Skömmu eftir að þangað er komið deyr fílakóng- urinn eftir að hafa gætt sér á eitr- uðum sveppum. Babar er krýndur konungur í hans stað og skiptir því á harðkúluhattinum og gylltri kórónu. Í sögulok kvænist Babar svo litlu frænku sinni og þau halda í brúð- kaupsferð í loftbelg. Sagan um Babar sló í gegn um leið og hún kom út og næstu árin keppt- ist Jean de Brunhoff við að semja nýjar sögur um fílakónginn, sem margar snerust um átök við grann- ríki nashyrninga. Þverrandi heilsa setti þó strik í reikninginn og árið 1937 lést hann úr berklum á sviss- nesku heilsuhæli. Hann skildi eftir sig tvær hálfkláraðar sögur í hand- riti sem ákveðið var að klára og gefa út. Þrettán ára sonur listamannsins, Laurent, fékk það hlutverk að lita sumar myndanna. Þótt ekkja Jeans lýsti því yfir við dauða eiginmanns síns að ekki skyldu koma út fleiri sögur um Babar ákvað sonurinn Laurent að taka upp þráðinn að heimsstyrjöld- inni lokinni. Upp frá því hefur hann sent frá sér fjölda bóka um Babar, þá síðustu árið 2014, þá 89 ára að aldri. Á þessum langa tíma hefur sögusvið sagnanna farið um víðan völl og Babar og vinir hans haldið í ferðalög um fjarlæg lönd og jafnvel alla leið upp í geiminn. Á síðustu árum hafa vinsælar teiknimyndir fyrir sjónvarp svo haldið nafni Babars enn hærra á lofti. Hægt er að kaupa ógrynnin öll af hvers kyns varningi sem merktur er fílakónginum grænklædda og í nokkrum löndum má finna sér- verslanir sem eingöngu selja Babars- varning. Einkum munu Japanir vera hrifnir af slíku glingri. Úlfur í sauðargæru? En þótt Babar eigi sér marga unn- endur og franska póstþjónustan hafi sett hann á frímerki fyrir nokkrum misserum eru ekki allir jafn hrifnir. Bent hefur verið á að sú mynd sem gömlu sögurnar um Babar drógu upp af lífinu í stórborginni hafi ekki átt neitt skylt við veruleika millistríðs- áranna. Þess í stað einkennist hún af fortíðarþrá eftir tímanum fram að fyrri heimsstyrjöldinni og glanslíf- erni gömlu frönsku yfirstéttarinnar. Enn beinskeyttari gagnrýni kemur þó fram í bók eftir bandaríska rit- höfundinn og menntaforkólfinn Herbert R. Kohl, frá árinu 1996. Hún ber þann sláandi titil: „Ættum við að brenna Babar?“ Skemmst er frá því að segja að nið- urstaða Kohls er sú að bókabrennur séu ekki rétta leiðin, en hins vegar finnur hann verkinu allt til foráttu og telur að sagan um Babar geti reynst ungum börnum skaðleg þar sem þau séu berskjölduð gagnvart hvers kyns fordómum og staðalmyndum sem birtast í barnabókum. Kohl og aðrir gagnrýnendur Babars líta á söguna sem eina sam- fellda réttlætingu á kenningum um yfirburði evrópskrar menningar gagnvart afrískri, auk dýrkunar á efnislegum gæðum. Þau benda á að Babar sé að sönnu hryggur yfir að missa móður sína, en jafni sig þó furðu fljótt um leið og gamla frúin tekur að hlaða á hann gjöfum. Við komuna til fílahjarðarinnar verður Babar nær samstundis óskor- aður leiðtogi vegna þess að hann hefur tileinkað sér siði vestrænna manna. Hann gengur á tveimur fótum í fínu jakkafötunum sínum á meðan þegnarnir, hinir fílarnir, eru „naktir“ og á fjórum fótum. Hann er líka sá eini sem á veraldlegar eigur, sem virðist á einhvern hátt gera hann öðrum æðri. Þegar sagan um Babar er lesin með þessum gleraugum kemur út ansi ólík mynd en við erum vön. Í stað þess að vera hugljúf frásögn af mun- aðarleysingja sem nær langt í lífinu fyrir sambland af eigin dugnaði og aðstoð frá góðu fólki endurspeglar hún evrópskan nýlenduhroka. Fordómar læðast víða Samkvæmt þessari túlkun falla ævin- týri Babars í stóran flokk barna- sagna frá fyrri hluta tuttugustu aldar sem gefa bjagaða mynd af Afríku og íbúum hennar. Frægt dæmi um það er myndasagan um Tinna í Kongó, þar sem ungi belgíski blaða- maðurinn heldur til Afríku, reynist innfæddum langtum hæfari á öllum sviðum og verður sjálfkjörinn leið- togi þeirra. Raunar er lotning fákænu svertingjanna í sögunni fyrir vest- rænu valdi slík að þeir krýna jafnvel hundinn Tobba sem konung og til- biðja sem hálfguð. Í endurútgáfum á Tinna í Kongó reyndi höfundurinn Hergé að sníða vandræðalegustu agnúana af sögunni, en þar var þó einkum um að ræða kafla þar sem Tinni fer í veiðiferð og slátrar dýrum í tugatali og makalaust atriði þar sem hann gerir ítrekaðar tilraunir til að fella nashyrning með riffli en ákveður að lokum að sprengja hann í loft upp með dýnamíti. Tilgangslaus dýraslátrunin var ekki talin boðleg í bók fyrir börn og ungmenni, en lítt dulinn rasisminn fékk að standa að mestu óbreyttur. Staðalmyndirnar af heimskum svertingjum gera það að verkum að útgefendur Tinna-bókanna víða um lönd hafa hikað við að láta Tinna í Kongó fylgja með í ritröðinni. Reglu- lega berast fregnir af því að endur- prentunum á bókinni sé mótmælt, kallað eftir að hún sé bönnuð eða í það minnsta fjarlægð úr bókasöfn- um. Hefst þá gamalkunnug umræða um hættur ritskoðunar og hversu langt eigi að ganga í að fordæma gamlar bækur fyrir viðhorf sem teljast ólíðandi í dag en þóttu sjálf- sögð á ritunartíma þeirra. Mörgum eru í fersku minni harðar deilur sem spruttu vegna endurútgáfu á Tíu litlum negrastrákum eftir lista- manninn Mugg fyrir fáeinum árum, þar sem sömu sjónarmið tókust á. Enn sem komið er virðast þó fáir hafa hlýtt kallinu um að setja Babars- bækurnar á svarta listann. Þær eru enn sem fyrr í miklum metum og fátt bendir til að iðnaðurinn í kringum jakkafataklædda fílakónginn muni minnka í bráð. Babar á bálköstinn Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um ástsæla barnabók. gengur BaBar í fal- legum grænum jakka- fötum, með þverSlaufu og Svartan harðkúlu- hatt. OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS 3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r44 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 1 -B 3 9 8 1 D E 1 -B 2 5 C 1 D E 1 -B 1 2 0 1 D E 1 -A F E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.