Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 26
Við Íslendingar höfum ekki orðið mikið varir við Ólaf Ragnar Grímsson á opinber-um vettvangi frá því að hann lét af emb- ætti forseta í lok júlí í fyrra. Hann hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og segist núna upplifa meira frelsi en hann hefur gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heims- álfum,“ segir Ólafur Ragnar. Hann hefur undanfarna mánuði farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðaust- urlanda, Afríku og Suður-Ameríku. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verk- efni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meg- inmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vett- vangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“ Fjögur meginmálefni Eftir að skyldum við forsetaembætt- ið lauk hefur Ólafur Ragnar helgað sig fjórum meginmálefnum, sem hann hefur lengi haft áhuga á. Það eru í fyrsta lagi málefni á vettvangi Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle. Í öðru lagi hefur hann tekið þátt í samstarfi um baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Í þriðja lagi hefur hann haldið áfram að miðla af reynslu Íslendinga í þróun hreinnar orku, einkum jarðhita, og í fjórða lagi hefur hann komið að samstarfi um málefni hafsins. Ólafur Ragnar segist hafa velt því mjög snemma á forsetaferlinum fyrir sér hvað Íslendingar myndu hafa fram að færa á nýrri öld. Hann sannfærðist um að það væri stórmál fyrir Ísland að um helmingur G20 ríkjanna væri kominn inn á vettvang Norðurslóða með einum eða öðrum hætti. Þá væri reynsla Íslendinga af nýtingu hreinnar orku og nýtingu sjávarauðlinda eitt það mikilvægasta sem við gætum haft fram að færa. „Ég lærði það mjög fljótlega í mínum alþjóðlegu samskiptum að þegar þú ert kominn inn á fund með leiðtogum annarra ríkja eða fyrir- mennum heimsins þá er ekki spurt: Ertu með 200 þúsund manns á bak við þig eða 200 milljónir? Er efna- hagskerfið hjá þér stórt eða lítið? Það er fyrst og fremst spurt: Hefurðu eitt- hvað fram að færa sem skiptir aðra máli? Hefurðu einhverja reynslu eða þekkingu sem aðrir geta nýtt? Á 20. öldinni má segja að efnahagslegur styrkur, hernaðarstyrkur og stærð hafi skipt máli. En á 21.  öldinni skiptir fyrst og fremst máli í hverju þú ert góður. Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú yfir að ráða sem getur reynst öðrum vel? Sérstaklega í veröld þar sem upplýsingakerfi heimsins hefur breyst með þeim Fær 2.000 gesti frá 50 ríkjum Eftir að skyldum við forsetaembættið lauk hefur Ólafur Ragnar helgað sig fjórum meginmálefnum, sem hann hefur lengi haft áhuga á. FRéttablaðið/EyþÓR Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is Það hefur lítið borið á Ólafi Ragnari Gríms- syni síðan hann lét af embætti forseta Íslands. Í viðtali við Fréttablaðið ræðir hann Hringborð Norðurslóða, kynni sín af Laurene Powell Jobs og stjórnskipu- legar ákvarðanir forseta Íslands. ↣ Þetta hefuR að möRGu leyti veRið mjöG skemmtileGuR oG Gefandi tími, ÞÓ að feRðalöGin hafi kannski veRið nokkuð mikil. 3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 1 -9 1 0 8 1 D E 1 -8 F C C 1 D E 1 -8 E 9 0 1 D E 1 -8 D 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.