Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 8
Ferðaiðnaður „Ferðaþjónusta
verður aldrei burðarás atvinnustarf-
semi á jaðarsvæðum en hún er góð
viðbót engu að síður og bætir mann-
lífið á stöðunum,“ segir Edward H.
Huijbens, prófessor í ferðamála-
fræðum við Háskólann á Akureyri.
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu
Norðurlands telur mikilvægt fyrir
ferðaþjónustu á Norðurlandi að
hægt verði að fljúga innanlands frá
Keflavík.
Edward ræddi þar um stöðu
ferðaþjónustu á svæðum fjarri
Keflavíkurflugvelli á ráðstefnu í
Háskólanum á Akureyri um byggðir
landsins á tímum breytinga. Í núver-
andi árferði þar sem hegðunar-
mynstur ferðamanna breytist muni
svæði fjærst Keflavíkurflugvelli fara
hvað verst út úr þeim breytingum.
„Ferðamönnum mun líklega ekki
fækka hér á landi en hegðun þeirra
breytist og ferðatíminn styttist.
Þannig munu svæði sem fjærst eru
suðvesturhorninu því finna mikið
fyrir þessu breytta mynstri,“ segir
Edward.
Árstíðasveiflur gistinátta eru
mismunandi eftir landsvæðum. Til
að mynda hefur ferðaþjónusta á
höfuðborgarsvæðinu færst í að vera
heilsársiðnaður á meðan árstíðar-
sveiflurnar fjarri höfuðborginni eru
mun meiri. Þannig er nýting innviða
og fjárfestinga lítill yfir stóran hluta
ársins.
Arnheiður Jóhannesdóttir, fram-
kvæmdastjóri Markaðsstofu Norð-
urlands, segir miklu máli skipta
að flytja ferðamenn örugglega á
Norður- og Austurland.
„Ég hef sagt lengi að ef á Norður-
landi eigi að þrífast alvöru ferða-
þjónusta allt árið þarf samgöngur
til. Það er ástæða þess að við erum
að vinna með beint millilandaflug
inn á þessi svæði,“ segir Arnheiður.
„Það er mikilvægt að flogið sé reglu-
lega frá Keflavík á Ísafjörð, Akureyri
og Egilsstaði því það hefur borið
góðan árangur.“
Að mati Arnheiðar er gríðarmikil-
vægt að dreifa ferðamönnum betur
um landið og gengi krónunnar nú
sé til trafala ef markmið er að flytja
ferðamenn frá Keflavík út á land.
„Án þess að hafa skýr gögn fyrir
framan mig hefur tilfinningin verið
sú að raddir hafi verið háværastar í
Þýskalandi um hátt verð til Íslands.
Sá kúnnahópur, Þjóðverjar, hefur
verið mjög stór markaður fyrir
Norðurland. Því gætum við á Norð-
ur- og Austurlandi fundið hratt fyrir
áhrifunum af erfiðu gengi og styttri
ferðalögum gesta okkar,“ segir Arn-
heiður. sveinn@frettabladid.is
Vilja aukið innanlandsflug frá Keflavík
Ferðaþjónusta á jaðarsvæðum gæti fundið fljótt fyrir áhrifum af breyttu ferðamynstri okkar gesta. Þeir stoppa skemur og fara síður
langt frá SV-horninu. Fyrir norðan segja menn að bæta þurfi samgöngur til að alvöru ferðaþjónusta þrífist í landshlutanum allt árið.
Ferðamenn arka um götur Reykjavíkur í fullum herklæðum. Tenging við aðra landshluta er sögð skorta tilfinnanlega.
FRéTTablaðið/andRi MaRinó
Það er mikilvægt að
flogið sé reglulega
frá Keflavík á Ísafjörð,
Akureyri og Egilsstaði því
það hefur borið góðan árang-
ur.
Arnheiður
Jóhannesdóttir,
framkvæmdastjóri
Markaðsstofu
Norðurlands
Edward H.
Huijbens,
prófessor við
Háskólann á
akureyri
Kosningar Þeir formenn
flokka sem Fréttablaðið ræddi við
í gær útiloka ekki ríkisstjórnar-
samstarf við Miðflokk Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi
forsætisráðherra. Fremur vilja þeir
bíða og sjá stefnu flokksins, sem
hefur ekki verið birt.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, segist ekkert vita
um stefnu Miðflokksins.
„Það hefur ekki komið fram fyrir
hvað hann stendur. Ég ætla að gefa
mér tíma til að sjá það. Við tökum
afstöðu í þessu út frá málefnum,“
segir Katrín.
Logi Már Einarsson, formaður
Samfylkingarinnar, tekur í sama
streng.
„Ég hef ekki séð stefnu Miðflokks
Sigmundar Davíðs þannig að ég
teldi glannalegt að vera að alhæfa
um fólk og stefnu áður en hún
kemur fram,“ segir Logi og bætir
því við að Wintrismálið hjálpi ekki
möguleikum á samstarfi.
„Ég vil leyfa flokknum að njóta
þess sannmælis að hann leggi fram
stefnu sína áður en ég dæmi flokk-
inn. En iðrunarleysi Sigmundar
Davíðs mun ekki hjálpa honum í
viðræðum við aðra flokka,“ segir
Logi enn fremur.
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi
sett sér þá stefnu að málefnin ráði
för og því verði flokkar ekki útilok-
aðir fyrir fram.
„Það sem mun vega þyngst er
hver stefnumunurinn verður á
flokkunum. Ef svo vill til að hann
tekur upp mjög frjálslynda og víð-
sýna stefnuskrá, og er til í að berjast
fyrir stöðugu gengi og lægri vöxtum,
gæti verið kominn samstarfsgrund-
völlur,“ segir Benedikt.
Smári McCarthy, þingmaður
Pírata, segir flokkinn ekki hafa rætt
Miðflokkinn, ekki hafi verið til-
efni til þeirrar umræðu. Hann segir
Wintrismálið ekki hjálpa Sigmundi
Davíð.
„Það er ómögulegt að það mál, og
það form siðferðisskorts sem birtist
í því máli, muni ekki hafa áhrif á
afstöðu okkar til samstarfs,“ segir
Smári.
Inga Sæland, formaður Flokks
fólksins, segist tilbúin að vinna
með hverjum þeim sem vill útrýma
fátækt á Íslandi.
„Við viljum afnema verðtrygg-
ingu, frítekjumark og okurvexti
og útrýma fátækt og störfum með
öllum þeim sem vilja hjálpa okkur
að breyta þessu samfélagi,“ segir
Inga.
Ekki náðist í Bjarna Benedikts-
son, formann Sjálfstæðisflokksins,
Sigurð Inga Jóhannsson, formann
Framsóknarflokksins og Óttar
Proppé, formann Bjartrar framtíðar
við vinnslu fréttarinnar.
Í síðasta helgarblaði Fréttablaðs-
ins sagðist Bjarni tilbúinn að vinna
með öllum sem vilja halda áfram
með þau góðu verkefni sem hafi
verið unnin á undanförnum árum.
Þá sagðist Sigurður Ingi vilja
vinna með þeim sem vildu meðal
annars efla samgöngu-, heilbrigðis-
og menntakerfið og bæta kjör þeirra
sem lakast standa.
Óttarr sagðist ekki tilbúinn að
vinna með þeim sem ala á hatri eða
rasisma og sagði samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn ólíklegt. – þea
Formenn flokka útiloka
Sigmund ekki fyrir fram
Iðrunarleysi Sig-
mundar Davíðs
mun ekki hjálpa honum í
viðræðum við
aðra flokka.
Logi Már Einars-
son, formaður
Samfylkingarinnar
3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð
3
0
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
0
F
B
1
3
6
s
_
P
1
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
0
8
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
1
-9
A
E
8
1
D
E
1
-9
9
A
C
1
D
E
1
-9
8
7
0
1
D
E
1
-9
7
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
3
6
s
_
2
9
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K