Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 28
ERTU LÖNGU HÆTT/UR AÐ REYKJA EN SITUR UPPI MEÐ SKEMMDIRNAR! Supreme Demantshúðslípun + Intraceuticals “Hollywood-meðferð” Fyrir Eftir Fyrir þá sem gera kröfur um gæði og árangur Tilboð í október Hlíðasmára 9 • Kópavogi • S. 893 0098 • snyrt@snyrt.is • www.snyrt.is Snyrtistofan Hafblik hætti að þú getur lært af hverjum sem er í veröldinni, hvar sem þú ert í veröldinni,“ segir Ólafur Ragnar. Eftir að hann lét af embætti hefur hann unnið náið með forystufólki úr Sili­ con Valley og kynnst bæði Laurene Jobs (ekkju Steves Jobs) og hennar nánasta samstarfsfólki. Laurene Jobs er stofnandi samtakanna Emerson Collective sem tekur þátt í Arctic Circle. Ólafur segir það afar áhuga­ vert að vinna með þessu fólki. „Fólki sem hefur vaxið upp við það að ungir menn í bílskúrum breyttu heiminum í krafti hugvitsins og tækni,“ segir hann. Þetta fólk hugsi talsvert öðru­ vísi en gert var á síðustu öld. Þá hefur Ólafur Ragnar unnið náið með Conservation International sem eru ein af öflugustu umhverfissam­ tökum í veröldinni með höfuðstöðv­ ar í Washington og um 1.600 starfs­ menn um allan heim. Þau samtök eru líka orðin aðilar að Arctic Circle. Stormasamur tími í stjórnmálum Það hefur dregið verulega til tíð­ inda í íslenskum stjórnmálum frá því að Ólafur Ragnar lét af embætti 31. júlí 2016. Gengið var til kosninga 29. október sama ár, ný ríkisstjórn mynduð tveimur og hálfum mánuði síðar. Nú á að ganga aftur til kosn­ inga. „Það er merkilegt ef við horfum yfir þetta rúma ár, að rifja upp að þegar ég hélt blaðamannafundinn á Bessastöðum vorið 2016 og mikil ólga hafði verið í samfélaginu lýsti ég því yfir að fram undan væri tími mikillar óvissu og óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Ýmsir ypptu öxlum yfir þeim spádómi og töldu hann réttlætingu sem ég væri að búa til. Hann var einfald­ lega byggður á greiningu sem sótt var í minn gamla akademíska feril og þeirri reynslu að fylgjast með stjórnmálum og þjóðmálum á Íslandi í nokkra áratugi. Þessi spá­ dómur hefur, því miður, ræst með enn afdrifaríkari hætti en ég átti von á fyrir rúmu ári. Að nokkru leyti eru ástæðurnar tengdar íslensku sam­ félagi en þær eru líka alþjóðlegar í eðli sínu,“ segir Ólafur Ragnar. Hann bendir á að bæði í Banda­ ríkjunum og Frakklandi hafi komið á vettvang nýir forystumenn, Bernie Sanders í Demókrataflokknum og Donald Trump í Repúblikana­ flokknum. Síðan náði Macron kjöri í forsetakosningunum í Frakklandi. „Enginn þeirra hafði forystustöðu innan flokkanna en allir náðu ótrú­ lega miklum pólitískum árangri og stuðluðu að gríðarlegri gerjun í stjórnmálum Frakklands og Banda­ ríkjanna sem fæstir höfðu séð fyrir,“ segir Ólafur. Hann segir að við Íslendingar séum, ásamt nokkrum öðrum þjóðum, staddir á þeim vegamótum að það sé mikil krafa um lýðræðislegar umbætur. Hún sé eðlileg og skiljanleg og eigi sér aðdraganda sem tengist bæði upp­ lýsingatækni, aukinni menntun og því að nýir hópar séu komnir fram Hringborð Norður- slóða – Arctic Circle Um 2.000 manns frá 50 ríkjum hafa sótt þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle en næsta þing fer fram í Hörpu dagana 13.-15. október. Þar verða 135 málstofur með rúmlega 600 ræðumönnum og fyrirles- urum. Áhrifafólk víðsvegar að úr heiminum kemur þá til landsins. Lauren Jobs er ein þeirra. Fram- kvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna Patricia Espinosa verður líka viðstödd ráðstefnuna, hún flytur megin- stefnuræðu á fyrsta morgni þingsins og útskýrir framhaldið varðandi Parísarsamkomulagið eftir ýmsar breytingar sem hafa orðið á síðustu misserum. „Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega þingið þessarar tegundar sem haldið er eftir að Bandaríkjaforseti tók sína ákvörðun varðandi Parísar- samkomulagið,“ útskýrir Ólafur Ragnar. Trump ákvað í byrjun júní að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þá mun hans heilagleiki Bartholomew I, Patríarkinn af Istanbúl, flytja stefnuræðu sem að meginefni verður um verndun lífríkis jarðar- innar og baráttuna gegn lofts- lagsbreytingum. En Patríarkinn er, ásamt páfanum í Róm, einn af tveimur til þremur helstu leið- togum hins kristna heims. Ólafur Ragnar segist sérstak- lega ánægður með þá öflugu sveit forystukvenna sem verður á þinginu. Auk Laurene Jobs nefnir hann sem dæmi þær Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra Skot- lands, Lisu Murkowski, öldunga- deildarþingmann í Bandaríkj- unum og formann orkunefndar öldungadeildarinnar, Ségolène Royal, sem var forsetafram- bjóðandi í Frakklandi, orkumála- ráðherra í síðustu ríkisstjórn og er nýskipaður sendimaður hins nýja forseta Frakklands í málefnum Norðurslóða. En Ólafur Ragnar segir að það hafi jafnframt verið sér kapps- mál að þingin hér á Íslandi væru opin almenningi. „Við höfum alltaf tekið frá ákveðinn fjölda sæta fyrir áhugasama Íslendinga þótt þeir gegni ekki forystu- stöðu á neinum vettvangi, hafi bara einlægan áhuga á mál- efnum Norðurslóða eða þeim vísindum eða alþjóðamálum sem hér verða til umræðu,“ segir Ólafur Ragnar. Fólk geti þá skráð sig á þingið fyrir tiltölulega litla upphæð á vefslóðinni www.Arc- ticCircle.org og tekið fullan þátt í þinginu. Laurene Powell Jobs. ↣ Það er ólafi ragnari kappsmál að almenn- ingur geti sótt Þingin hér á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson var fimmti forseti lýðveldisins Íslands. á sviðið. Þessi lýðræðislega gerjun verði að fá svigrúm til að þróast. Hins vegar þurfi líka að vera stöðugleiki í stjórnkerfinu svo að árangur náist. „Þessi tvö markmið þurfa bæði að vera leiðarljós ef þjóðin ætlar með farsælum hætti að ná árangri. Verk­ efni þeirra sem eru núna á vettvangi hinna kjörnu fulltrúa er að reyna að sameina þetta tvennt. Að leyfa lýð­ ræðislegri gerjun að fá framrás en glata ekki við það þeim stöðugleika og árangri sem þarf að ríkja í stjórn­ kerfi hverrar þjóðar,“ segir Ólafur. Ætlar ekki að verða álitsgjafi Ólafur Ragnar gegndi embætti forseta í 20 ár, lengur en nokkur annar forseti lýðveldisins. Hann var fyrsti forsetinn til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar og vísa lögum, sem samþykkt höfðu verið á Alþingi, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gerði hann fyrst eftir að Alþingi samþykkti fjölmiðlalög árið 2004 og síðan þegar Alþingi hafði sam­ þykkt ríkisábyrgð vegna Icesave­ samninganna. Ákvarðanirnar voru í öllum tilfellum gagnrýndar af for­ ystumönnum þeirra ríkisstjórna sem sátu á hverjum tíma. Í sumar var núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, gagnrýndur af almennum borgurum fyrir að hafa staðfest þá stjórnarathöfn Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráð­ herra, að veita mönnum sem dæmdir höfðu verið fyrir alvarleg brot upp­ reist æru. Ólafur Ragnar svarar því ekki hvað honum finnist um þá stöðu sem eftirmaður hans glímdi við. „Það var afdráttarlaus ákvörðun þegar ég lét af embætti að ég ætlaði ekki að vera álitsgjafi, hvorki um verk eftirmanns míns, stöðu hans og vanda né heldur daglega atburðarás á vettvangi stjórnmálanna,“ segir hann. Ólafur Ragnar tekur hins vegar skýrt fram að ákvarðanir hans um að vísa fyrrgreindum stjórnarfrum­ vörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi byggst á traustum grunni og eflt lýðræðislegt vald þjóðarinnar. „Það má kannski segja að það hafi verið þrír meginþættir í stöðu for­ setans sem margir töldu í upphafi minnar forsetatíðar vafasamt að ættu sér stjórnskipulegar rætur. Ég var alltaf ósammála þeim fullyrð­ ingum og taldi mig hafa góðan aka­ demískan grundvöll til að fullyrða að ég hafi hvergi farið út fyrir hin stjórn­ skipulegu mörk,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að í dag ríki sátt um öll þessi atriði. „Í fyrsta lagi er núna almenn sátt um að forsetinn hefur þennan stjórnskipunarlega rétt og jafnvel skyldur að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu ef stór hluti þjóðarinnar óskar þess og telur það mikilvægt. Í öðru lagi hefur skilningur minn á þingrofsréttinum núna nýlega verið staðfestur með afstöðu eftirmanns míns sem enginn hefur mótmælt, hvernig forsætisráðherrann annars vegar og forsetinn hins vegar komi að slíkri ákvörðun. Í þriðja lagi að nauðsynlegt væri, vegna breytts tíðaranda og breytts þjóðfélags og breyttra alþjóðamála, að forsetinn léti meira til sín taka í almennri umræðu en sæti ekki í umróti tímans bara hógvær og þög­ ull á Bessastöðum. Heldur væri hann þátttakandi með þjóðinni í mótun framtíðarinnar. Þessi skilningur hefur ítrekað verið festur í sessi með margvíslegri framgöngu eftirmanns míns,“ segir hann. Þá nefnir Ólafur Ragnar að hann sé sérstaklega ánægður með að á þessum 20 árum hafi þráðurinn frá einni ríkisstjórn til annarrar aldrei slitnað og stjórnarmyndanir hafi ávallt tekist í fyrstu tilraun. Slíkur stöðugleiki hafi skipt miklu, sérstak­ lega þegar þjóðin glímdi við óvænta og sögulega erfiðleika. Mikið samtal hefur átt sér stað um stjórnarskrána á liðnum árum og hefur sú umræða síst minnkað í aðdraganda alþingiskosninga. „Ég er eindregið þeirrar skoð­ unar og hef lýst henni oft áður að núverandi stjórnarskrá sé í sjálfu sér alveg nægilega ljós. Skoði menn reynsluna og hvernig henni hefur verið beitt hefur stjórnarskráin reynst þjóðinni vel við erfiðar aðstæður og á ólíkum tímabilum,“ segir Ólafur. Hins vegar sé ekki þar með sagt að það megi ekki breyta ýmsu í stjórnarskránni. Þar nefnir hann að styrkja mætti heimildir um þjóðaratkvæðagreiðslur, skýra heimildir um þjóðareign á auð­ lindum og ákvæði varðandi náttúru og umhverfi. „Það er fyrst og fremst atburða­ rásin á hverjum tíma sem sker úr um það hvort stjórnarskráin sé gagnleg eða ekki. Núverandi stjórnarskrá hefur ekki reynst hindrun við að knýja fram lýðræðislegan vilja þjóðarinnar. Það sáum við í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem ég efndi til sem forseti. Það höfum við séð á undanförnum árum varðandi kröfurnar um þingrof og nýjar kosn­ ingar sem orðið hefur verið við. Ekki bara einu sinni heldur þrisvar.“ Ólafur Ragnar hyggst ekki blanda sér í umræðu um pólitísk dægurmál á næstunni. „Ég held að æskilegast sé að slík mál þróist með svo farsæl­ um hætti meðal þjóðarinnar að það verði hvorki þörf né eftirspurn eftir því að koma aftur á vettvang. Það er einlæg ósk mín að það takist svo vel til við meðferð bæði grundvallar­ mála og annarra mála að það verði ekki kallað eftir því að fyrrverandi forseti fari að blanda sér í málin. Það er mikilvægt að þjóðin finni sér á hverjum tíma nýjar kynslóðir leiðtoga og forystumanna sem geta farsællega leyst úr vandamálunum.“ ég var alltaf ósam- mála Þeim fullyrð- ingum og taldi mig hafa góðan akademÍskan grundvöll til að full- yrða að ég hafi hvergi farið út fyrir hin stjórnskipulegu mörk. ég lærði Það mjög fljótlega Í mÍnum alÞjóðlegu samskipt- um að Þegar Þú ert kominn inn á fund með leiðtogum annarra rÍkja eða fyrirmennum heimsins Þá er ekki spurt: ertu með 200 Þúsund manns á bak við Þig eða 200 milljónir? 3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 1 -A 4 C 8 1 D E 1 -A 3 8 C 1 D E 1 -A 2 5 0 1 D E 1 -A 1 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.