Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 07.10.2017, Qupperneq 38
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Geðhjálp Alexandra Sif segir mikla og óraunhæfa pressu á ungum Íslendingum í dag, sem valdi þeim kvíða og þunglyndi. MYND/ERNIR Síðasta „tabúið“ á vinnumarkaðinum Geðheilbrigði á vinnustað er ein mesta áskorun nútímans. Sífellt fleiri vísbendingar berast um aukna vanlíðan starfs- manna á vinnumarkaði, dvínandi lífsgæði og minnkandi framleiðni. Með sama hætti þarf að brjóta á bak aftur fordóma stjórnenda og starfsmanna um geðræn veikindi. Geðhjálp og Virk taka þátt í vitundarvakningu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar um geðheilbrigði á vinnustað á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn 10. október með morgunfundi undir yfirskriftinni Hvernig líður þér í vinnunni? Í Geðhjálparblað- inu reifar Linda Bára Lýðsdóttir frá Virk hvaða þættir geri vinnustað að geðheilbrigðum vinnustað. Þá segir Tryggvi Garðarsson, formaður Styrktarfélags Alþjóða geðheil- brigðisdagsins, frá dagskrá dagsins. Réttri viku síðar gengst Geð- hjálp fyrir ráðstefnu um geðheil- brigðisþjónustu við börn undir yfirskriftinni „Börnin okkar“. Þar verður leitast við að gefa heildar- mynd af geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld að efna til átaks til að leysa brýn úrlausnar- efni á svið geðheilbrigðisþjónustu við börn. Einn erlendu fyrirlesaranna, Karen Hughes frá Alþjóða heil- brigðismálastofnuninni, segir frá því hvaða áhrif erfið uppeldis- skilyrði og áföll í æsku geta haft á geðheilsu fólks á fullorðinsárum. Feðgarnir Styrmir Einarsson og Einar Björnsson fjalla um geðheil- brigði og geðheilbrigðisþjónustu út frá sjónarhorni ungs fólks og Alexandra Sif Herleifsdóttir segir frá áheitasöfnun sinni til styrktar Útmeð‘a. Jóhanna, Ásthildur og Sigrún veita lesendum áhugaverða innsýn inn í reynslu sína af því að sitja á skólabekk í Bataskóla Íslands. Geðhjálparblaðið beinir einnig sjónum sínum að börnum geð- sjúkra. Hanna Styrmisdóttir hefur reynslu af því að alast upp hjá geð- sjúkri móður. Í áhrifaríku viðtali við Geðhjálparblaðið segir Hanna að langtímasálfræðistuðningur hefði getað hjálpað henni í æsku. Hins vegar segist hún helst af öllu hafa viljað losna við skömmina í tengslum við geðsjúkdóm móður sinnar. „Við mamma áttum báðar rétt á því,“ segir hún í viðtalinu. Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, leggur áherslu á mann- réttindabaráttu Geðhjálpar og fjölbreytt meðferðarúrræði. Nú sem fyrr felst eitt brýnasta baráttu- mál samtakanna í endurskoðun lögræðislaganna til samræmis við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og öðrum aðgerðum til að afnema þvingun og nauðung í geðheilbrigðisþjónustu. Með hliðsjón af yfirlýstum áhuga flokkanna á málaflokknum skorar Geðhjálp á komandi stjórnvöld að gera gangskör í því knýjandi verk- efni sem og málaflokknum í heild á næsta kjörtímabili. Anna Gunnhildur segir sífellt fleiri vísbendingar berast um aukna vanlíðan fólks á vinnumarkaði. MYND/ANTON BRINK þegar mér fannst ég ekki nógu góð til að geta farið inn í Kringluna. Þegar ég spurði mömmu hvers vegna ekkert hefði verið að gert sagði hún að dugandi úrræði hefðu ekki verið fyrir hendi. Einmitt þess vegna er Útmeð‘a svo frábært átak, því þar geta aðstandendur líka haft samband og leitað hjálpar í gegnum 1717 og Geðhjálp, bæði hér heima og í útlöndum í gegnum Skype og tölvupóstssamskipti.“ Sjálfsvígshugsanirnar hurfu úr huga Alexöndru eftir að hún flutti burt úr smábænum og var ekki lengur lögð í einelti. „En svo komu þær aftur á lokaári mínu í íþróttafræðinni þar sem álagið varð of mikið og ég fann fyrir miklum kvíða og þunglyndi. Ég skrifaði vanlíðanina á erfitt nám og of mikla vinnu og taldi að ég yrði aftur góð eftir að skólanum lyki, en svo varð ekki. Ég var í mikilli afneitun gagnvart þessari vanlíðan og viðurkenndi hana ekki fyrr en í fyrravor.“ Alexandra segir þyngra en tárum taki þegar lítil börn sjá ekki tilgang með lífinu. „Það er átakanlega ungt að vera ellefu ára með sjálfsvígshugsanir en þannig er raunveruleikinn í dag og hafa börn á þessum aldri bundið enda á líf sitt. Það má hins vegar ekki skammast sín fyrir þann- ig hugsanir og mikilvægt að tala opinskátt um þær. Sjálf var ég í góðu sambandi við mömmu í mínu sálarstríði, sem studdi mig í gegnum þetta allt, en ég skammaðist mín of mikið til að trúa henni fyrir sjálfs- vígshugsunum. Ég hafði heyrt talað um að fólk hefði slíkar hugsanir en taldi það óalgengt og vissi ekki að hægt væri að vinna á þeim. Því þarf umræðan að opnast upp á gátt svo það sé hægt að tala eðlilega um það.“ Óttaðist dauðahugsanirnar Rúmt ár er síðan Alexandra tók áfengi, koffín og sykur út úr neyslu- venjum sínum, og fór að stunda reglulega hreyfingu. „Margt af því sem ég lærði í íþróttafræðináminu hefur reynst mér vel. Þegar maður hreyfir sig seytir líkaminn gleðihormónum sem er náttúrulegt lyf við van- líðan en það dugar ekki eitt og sér, sérstaklega þeim sem eru þungt haldnir. Ég fór líka að notast við núvitund, setti upp hreyfingarplan því það er mikilvægt að fara úr húsi, og skrifaði lista yfir það sem ég er þakklát fyrir. Mér fór fljótt að líða betur en þegar ég kom heim frá Kanada um síðustu jól var eins og ég hefði lent á vegg. Þá setti heimilislæknirinn mig á kvíða- og þunglyndislyf, sem ég nota enn og henta mér vel. Ég á þó enn mína slæmu daga, en í heildina líður mér vel og finnst sem þunglyndið sé nær horfið en kvíðinn er enn til staðar.“ Alexandra hefur þó ekki fengið kvíðakast síðan í fyrrasumar. „Kvíðakast skilur enginn nema sá sem hefur upplifað það. Maður verður handviss um að dauðinn vofi yfir en það er langt frá þeirri tilfinningu að þrá dauðann. Því fylgir stjórnlaus ofsahræðsla og óstjórnlegur grátur og tekur langan tíma að jafna sig á líkama og sál. Ég er þakklát fyrir að þurfa ekki að díla við kvíðaköstin lengur, en margir eiga við þau oft í viku.“ Kærasti Alexöndru er kanad- ískur og flutti hún út til hans eftir útskrift úr íþróttafræðinni. „Þar var ég heltekin af ótta við tilfinninguna um að vilja deyja og þegar ég stóð úti á svölum 18. hæðar átti ég í baráttu við löngun- ina til að stökkva fram af svölunum og enda lífið á einu augnabliki. Sem betur fer hef ég ekki upplifað þá tilfinningu eftir að ég fór að vinna markvisst í sjálfri mér,“ segir Alexandra sem nú býr á Íslandi með kærastanum. Leið út úr myrkrinu er fær Alexandra opnaði SnapChat-reikn- inginn eftir hvatningu frá vinkonu. „Önnur vinkona mín gekk þá á höndum í kringum landið til að vekja athygli á opinni umræðu um vanlíðan og ákvað ég að segja mína sögu sem varð aðeins dramatískari en ég ætlaði,“ segir Alexandra sem ætlaði upphaflega að gefa góð ráð um líkamsrækt í tengslum við nám sitt. „En ég fann fljótt að andleg og líkamleg heilsa bindast órjúfan- legum böndum. Ég skelfdist í fyrstu við að segja frá líðan minni því það er eitt að tala við símann sinn eða aðra manneskju. Viðbrögðin létu þó ekki á sér standa og fólk sem hafði upplifað vanlíðan sjálft, misst einhvern nákominn eða haft sjálfs- vígshugsanir sendi mér þakkir og hvatningu,“ segir Alexandra. Það kom Alexöndru mest á óvart þegar nánir fjölskyldumeðlimir og vinir höfðu samband við hana og höfðu ekki haft hugmynd um erfiða lífsreynslu hennar. „Enda hafði ég ekki sagt þeim frá því. Þegar maður hittir fólk og er spurður frétta er vaninn að svara „bara allt fínt“ en ekki „í dag langaði mig að drepa mig“. En þannig á það ekki endilega að vera. Maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir þunglyndi eða sjálfsvígshugsanir og einmitt þess vegna er Útmeð’a svo þarft átak, því vanlíðanin sést ekki utan á manni.“ Alexandra segist aldrei hafa fundið fyrir fordómum vegna þess sem hún hefur fram að færa á Snappinu. „Ég hef fengið skilaboð frá tólf ára börnum upp í sextugt fólk, sem sjálft hefur upplifað kvíða- raskanir og þakkað mér fyrir að opna umræðuna. Það getur bjargað mannslífum að mega létta á tilfinn- ingum sínum og ég veit fyrir víst frá Geðhjálp að þeir sem reynt hafa að fyrirfara sér tali um að þeir hafi ekki endilega viljað deyja en að þeir hafi ekki séð aðra leið út úr myrkrinu. Góðu fréttirnar eru þó þær að til er leið út úr myrkrinu,“ segir Alex- andra og deilir persónulegri reynslu með lesendum. „Systir mín, sem nú er tvítug, reyndi að fyrirfara sér þegar hún var sautján ára. Hefði henni tekist ætlunarverk sitt væri hún nú ekki nýbökuð móðir sem er svo inni- lega hamingjusöm með litla barnið í fangi sínu. Það sýnir okkur að lífið hefur upp á ótrúlega margt að bjóða, handan myrkursins, og í dag er systir mín svo sannarlega þakklát fyrir að hafa ekki dáið.“ Hættum dugnaðarpressunni Alexandra er viss um hvaða þættir í umhverfinu auka líkur á að ungt fólk veikist af kvíða og þunglyndi. „Pressa á ungt fólk í samfélagi okkar er svakaleg. Samfélagsmiðlar sýna hættulegar glansmyndir; maður á alltaf að vera vel til hafður, orkumikill, fullur vellíðunar, virkur í námi og vinnu, eiga fín föt, fara til útlanda og vera virkur í félags- lífinu. Ég fann þessa pressu sjálf og finn hana enn. Ungt fólk setur alltof mikið á sína könnu og missir tökin. Þetta á líka við um unga krakka sem orðnir eru símaþrælar og þurfa stöðugt að fylgjast með á SnapChat eða Instagram til að vera gjaldgengir í félagsskap jafningjanna. Því er nauðsynlegt að hjálpa þeim að slaka á svo að þeim líði betur.“ Hún segir forgangsmál að sýna fram á að það sé í lagi að tala um vanlíðan. „Manni má líða illa. Og líði manni aldrei illa veit maður ekki hvað það er að vera hamingju- samur. Það er engin þörf á að gera allt núna og strax. Hættum þessari eilífu dugnaðarpressu á ungt fólk og leyfum því að slaka stundum á og gera ekkert.“ Fram undan eru kosningar og hefur Alexandra þetta að segja við stjórnmálamenn: „Setjið íþróttaiðkun barna og unglinga í forgang í stað þess að draga úr henni í skólakerfinu. Börn- um er ótrúlega mikilvægt að hreyfa sig til að viðhalda líkamlegri og and- legri heilsu. Það þarf líka miklu meiri fræðslu um geðheilbrigði í skólum landsins og þarf að kenna kennurum að bregðast við ef barn opnar sig um vanlíðan sína. Börnum finnst þau oft standa ein með sínar tilfinningar en það hjálpar þeim að vita að þau eru alls ekki ein og að fullorðna fólkið sé til taks og stuðnings.“ Fylgist með Alexöndru undir lexaheilsa á SnapChat og styrkið Útmeð‘a. Reikningsnúmer: 0130-05- 063080. Kennitala: 021089-2069. Kass-númer: 662-5892. Geðhjálp og Virk taka þátt í vitundar- vakningu Alþjóðageð- heilbrigðismálastofnun- arinnar um geðheilbrigði á vinnustað á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn 10. október með morgun- fundi undir yfirskriftinni Hvernig líður þér í vinnunni? 2 GEÐHJÁLP Framhald af forsíðu ➛ 7 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -8 8 0 0 1 D E C -8 6 C 4 1 D E C -8 5 8 8 1 D E C -8 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.