Fréttablaðið - 07.10.2017, Side 81

Fréttablaðið - 07.10.2017, Side 81
GEÐHJÁLP 5 L AU G A R DAG U R 7 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 Geðhjálp berst fyrir mann-réttindum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir ásamt því að sinna fræðslustarfi og veita ráðgjöf. „Í raun látum við allt sem varðar geðheilsu skipta okkur máli,“ segir Hrannar Jónsson, for- maður Geðhjálpar. Á næstunni kynnir Geðhjálp skýrslu sem kom út nýlega frá sérstökum álitsgjafa mannrétt- indaráðs Sameinuðu þjóðanna um ástand geðheilbrigðismála. „Þar rekur hann hvað honum finnst vera að,“ segir Hrannar. „Bæði varðandi sýnina á geðræn vanda- mál og hvernig við meðhöndlum þau. Skýrslan er ofboðslega mikið í takt við það sem við segjum og setur skýrt og skilmerkilega fram hvað þarf að laga, t.d. að það sé óviðunandi að ekki sé unnt að taka á mannréttindabrotum innan geð- heilbrigðiskerfisins með óbreyttu ástandi.“ Þörf á viðhorfsbreytingu Hrannar segir þörf á viðhorfsbreyt- ingu. „Það er ekkert í vísindunum sem segir að geðheilbrigðisvanda- mál snúist bara um efnaójafnvægi í heilanum,“ segir Hrannar. „Auð- vitað skipta boðefnin í heilanum máli, en viðhorfið í nútímageð- læknisfræði er að þetta sé flókið samspil margra þátta. Lyfin hafa auðvitað áhrif, en þetta eru stórar sleggjur sem virka yfirleitt ekki einar og sér sem langtímalausn.“ „Þegar geðlæknar sem gefa lyf eru eina þjónustan sem er niður- greidd er hætta á að hún sé ofnýtt,“ segir Hrannar. „Það þarf að bjóða upp á fleiri úrræði sem fólk getur nýtt áður en allt er komið í óefni. Við þurfum að fá sálfræðinga, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga, frjáls félagasamtök, þá sem búa við fátækt og auðvitað notendur þjónustunnar með í stefnumótun. Það skiptir máli í hvað fjármunum er varið og við þurfum átak en ekki bara meira af því sama. Við þurfum beinlínis meiri þekkingu inn í pólitíkina bæði á Alþingi og sveitarstjórnum.“ Ýmis ráð til Hrannar segir að það séu ýmis ráð til að bæta geðheilbrigðisþjónust- una hér. „Hvað varðar réttindi er eitt af því að endurskoða lögræðis- lögin,“ segir Hrannar. „Þau eru ekki í samræmi við samning Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fólks með fatlanir.“ „Annað sem gæti hjálpað er að bjóða fólki sem þarf meðferð að gera fyrirfram gefnar tilskipanir um meðferð sína þegar allt er í góðu lagi,“ segir Hrannar. „Það ætti líka að vera í boði að fá meðferð án lyfja. Sumir vilja ekki lyf og það á að vera þeirra réttur,“ segir Hrannar. „Það skapar oft ný vandamál og áföll ef fólk er þvingað til að taka lyf.“ Þarf uppskurð á kerfinu „Það vantar líka að koma til skila hversu góðar batahorfur eru af geðrænum áskorunum,“ segir Hrannar. „Og fólk með eigin sögu ætti að fá vinnu við meðferð svo það geti miðlað af sinni reynslu. Margt af því áhugaverðasta sem hefur gerst í geðheilbrigðisþjón- ustu má þakka þrýstingi þeirra sem hafa náð bata.“ Hrannar segir að það sé þörf fyrir róttækar kerfisbreytingar. „Við þurfum góðan hóp til að leggjast yfir þetta og gera upp- skurð á kerfinu. Á síðustu árum hafa margar rannsóknir sýnt fram á hversu áföll í æsku geta haft mikil áhrif síðar meir. Ekki bara hvað varðar geðræn vandamál, heldur varðandi offitu, fíkn og sjálfs ofnæmissjúkdóma. Kannski þurfum við öll líka að verða með- vitaðri um að erfið lífsreynsla sést ekki endilega utan á fólki,“ segir hann. Margar leiðir til að bæta geðheilbrigðisþjónustu Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, vill sjá aukna áherslu á mannréttindi þeirra sem glíma við geðrænar áskoranir, breytt viðhorf til geðheilbrigðisvandamála og fleiri meðferðarúrræði . Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, vill sjá róttækar breytingar á geðheil- brigðisþjónustu á Íslandi. MYND/ANTON BRINK Langvinnur sjúk- dómur eins og mömmu veldur krónískri áfallastreituröskun, bæði hjá sjúklingnum og nánustu aðstandendum. Hanna Styrmisdóttir býr að þeirri reynslu að alast upp hjá geðveikri móður og þekkir myndina vel. Hún mun taka þátt í fræðslustarfinu í kringum skólasýningarnar á kvikmyndinni Stelpan, mamman & djöflarnir. MYND/ERNIR Hanna Styrmisdóttir býr að þeirri reynslu að alast upp hjá geðveikri móður og þekkir myndina vel. Hún mun taka þátt í fræðslustarfinu í kringum skólasýningarnar. Myndin fjallar um Siri sem er ein- stæð móðir og býr ein með dóttur sinni. Djöflarnir ráða ríkjum í lífi móðurinnar en dóttirin Ti upplifir veröldina heima fyrir öðruvísi. Ti styðst við sitt eigið ímyndunarafl til þess að sigra djöfla móður sinnar. Í þessari mynd er veitt innsýn inn í líf dóttur alvarlega geðveikrar konu. Hanna var fús að svara nokkrum spurningum varðandi kvikmyndina og eigin upplifun. Hún var spurð hvort eitthvað í myndinni endur- speglaði hennar eigin reynslu? „Í myndinni er sögð saga lítillar stúlku og móður hennar sem þjáist af ofsóknargeðklofa. Sjúkdómur móður minnar var ekki alveg sá sami og ég var ekki ein með henni í sama skilningi og Ti litla með mömmu sinni. Ég samsama mig engu að síður sterkt með bæði Ti og mömmu hennar. Það er margt í skynjun þeirra beggja sem ég Hefði viljað losna við skömmina Geðhjálp gengst, í samstarfi við Bíó Paradís og Reykja- víkurborg, fyrir skólasýningum á kvikmyndinni Stelpan, mamman & djöflarnir sem vakið hefur mikla athygli. þekki, tilfinningalegri og félags- legri einangrun þeirra, sem og í viðbrögðum samfélagsins,“ svarar Hanna. Telur þú að myndin hjálpi börnum sem eiga foreldri sem þjáist af geðsjúkdómi? Ég held að það sé alltaf mikilvægt að hafa aðgang að kvikmyndum, bókmenntum, myndlist og öðrum listum sem endurspegla reynslu manns. Það er grundvallaratriði fyrir barn í jafnyfirþyrmandi kringumstæðum og Ti litla, að skilja að veruleiki hennar er ekki eins og best verður á kosið fyrir barn, að hún er ekki ein og að hún á rétt á því að samfélagið styðji hana og hjálpi í aðstæðum sem hvorki hún né mamma hennar fá ráðið við. Hvaða áhrif hafði myndin á þig? Hún hafði mikil áhrif á mig og var mikilvæg á margvíslegan hátt, fyrir barnið sem ég var og man mjög vel eftir, fyrir mig sem fullorðið barn foreldra minna, sem foreldri sjálf og sem fullorðinn þátttakanda í samfélagi sem þarf að styðja börn betur í þeim margvíslegu erfið- leikum sem að þeim steðja. Hvaða stuðning hefðir þú þurft að fá á sínum tíma? Langvinnur sjúkdómur eins og mömmu veldur krónískri áfallastreituröskun, bæði hjá sjúklingnum sjálfum og nán- ustu aðstandendum. Ég hafði mjög ríka þörf fyrir trausta tengingu við fullorðna manneskju og ég held að langtímasálfræðistuðningur geti verið nauðsynlegur í slíkum til- fellum. Ég hefði t.a.m. þurft aðstoð við að skilja hvað var að gerast, að það var ekki mér að kenna og að læra uppbyggileg bjargráð. Ein táknmynd slíkra bjargráða í myndinni er að Ti leggur stund á sjálfsvarnarlistina aikido sem gengur út á að verja sjálfan sig án þess að valda árásaraðilanum skaða um leið. Telur þú að það sé auðveldara fyrir börn sem eru aðstandendur í dag að fá viðeigandi stuðning en var þegar þú varst að alast upp? Það er engin spurning, enda er skilningur samfélagsins og heilbrigðiskerfis- ins gjörbreyttur, en hvort það sem gert er sé nóg í öllum aðstæðum, er annað mál. Í nóvember 2015 lagði þáverandi heilbrigðis ráðherra fram þingsályktunartillögu um stefnu og aðgerðaáætlun í geð- heilbrigðismálum þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóraukn- um stuðningi við börn geðsjúkra foreldra. Þingsályktun er viljayfir- lýsing af hálfu löggjafarvaldsins og það er gott að viljinn til að breyta aðstæðum barna geðsjúkra sé til staðar. Þingsályktun þarf síðan að fylgja eftir. Er þetta enn tabú? Og ef svo, hvað þarf að þínu mati að gera til að rjúfa þögnina, eyða fordómum? Það hefur verið unnið gríðarlega mikið starf og oftar en ekki á afar óeigingjörnum forsendum og það er ekki hægt að bera saman for- dóma eða þekkingarleysi núna og fyrir fjörutíu árum. En ég verð oft mjög hissa þegar ég átta mig á því í samtölum við fólk hvað þekking og skilningur á geðsjúkdómum eru samt takmörkuð enn og eina ráðið við því er meiri fræðsla. Hún þarf að vera fjölbreytt, útbreidd og aðgengileg fyrir alla. Hvað hefðir þú viljað að hefði verið gert fyrir þig þegar þú varst barn í hlutverki aðstandanda? Ég vildi helst af öllu hafa fengið þau skilaboð frá samfélaginu að ég þyrfti ekki að skammast mín fyrir geðsjúkdóm mömmu minnar og aðstæður okkar. Við mamma áttum báðar rétt á því. 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -9 B C 0 1 D E C -9 A 8 4 1 D E C -9 9 4 8 1 D E C -9 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.