Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 82

Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 82
Hvers vegna sóttir þú um Bata- skólann? Ég er með mikla kvíðaröskun og þunglyndi. Ég hef verið í Hugarafli síðan í fyrra og mér finnst Bataskólinn næsta skref til að fara út í lífið. Hvernig er hann ólíkur öðrum skólum? Við sitjum á skólabekk og fáum verkefni. Þetta er mjög ein- staklingsmiðað og mjög skipulagt. Þetta er eins og að vera kominn í skóla í sjálfum sér. Við fáum líka upplýsingar um réttindi okkar og mörg svör um sjúkdómana sem við erum haldin. Hvað langar þig til að breytist í lífi þínu með námi í Bataskólanum? Bataskólinn er ákveðinn áfangi í átt að betra lífi og þar mætir fólk virðingu og jákvæðum stuðningi. Ég sé nú möguleika sem ég sá ekki áður. Ég mæli með skólanum fyrir alla sem berjast við geðraskanir. Hvers vegna sóttir þú um Bataskólann? Ég var í öðru úrræði og frétti af Bataskólanum þar. Ég sótti strax um og hef verið í skólanum síðan hann byrjaði. Hvernig er hann ólíkur öðrum skólum? Kennararnir styðja við mann og hjálpa manni að skilja veikindin betur. Ég greindist með kvíða og það að mæta og hlusta hefur hjálpað mér að takast á við daglegt líf og líðan og að sjá nýjar leiðir. Hvernig líkar þér skólinn? Myndir þú mæla með honum við aðra? Mér líkar mjög vel í skólanum, finnst þetta frábær viðbót við það sem er í boði. Ég myndi hiklaust mæla með Bataskól- anum við aðra sem eru í sömu stöðu. Hvað langar þig til að breytist í lífi þínu með námi í Bataskólanum? Mig langar til að ná betri tökum á veikindum mínum og geta orðið aðeins virkari í samfélaginu. Eftir því sem ég fræðist meira, og skilningurinn eykst, þeim mun betur gengur daglegt líf. Jóhanna Sturludóttir Næsta skref út í lífið Ásthildur Kristjánsdóttur sér möguleika sem hún sá ekki áður. Hvers vegna sóttir þú um Bataskól- ann? Ég hafði heyrt um Bataskólann í Bretlandi og það vakti áhuga minn að nemendurnir fá að koma að mótun hans. Hvernig er hann ólíkur öðrum skólum? Þetta eru ekki bara fræði heldur er reynsla annarra nemenda líka til umfjöllunar, hvort sem um einstaklinginn með áskoranirnar eða aðstandandann er að ræða. Það má segja að námið og námsefnið gangi nær manni en annað nám, því það kallar á að horfast í augu við sitt eigið líf. Hvernig líkar þér skólinn? Mjög vel, mér finnst góður andi í hópnum. Allir eru velkomnir og öllum sýnd virðing, hópurinn er fjölbreyttur og ólík sjónarmið fá að heyrast. Myndir þú mæla með honum við aðra? Já, bæði við þá sem eru að fást við geðrænar áskoranir og aðstandendur. Námskeiðin eru mjög vel unnin og bæði studd rannsóknum og innleggi þeirra sem reynsluna hafa sem er mjög mikil- vægt. Fræðslan og skilningurinn á sinni eigin áskorun finnst mér eiga stærstan þátt í að hægt sé að vera í bata. Hvað langar þig til að breytist í lífi þínu með námi í Bataskólanum? Eftir því sem ég fræðist meira og skilningurinn eykst, þeim mun betur gengur daglegt líf. Það getur verið óþægilegt að horfast í augu við sjálfan sig og sínar áskoranir en það er nauðsynlegt og ég nota oft orðin: „Eina leiðin er í gegn.“ Allir vilja taka þátt í samfélaginu en það verður að vera á forsendum hvers og eins. Það er mikilvægt að allir komist í ein- hverja virkni og einangrist ekki. Horfst í augu við eigið líf Jóhönnu Sturludóttur finnst aðkoma nemenda að náminu mikilvæg. Áfangi í átt að betra lífi Bataskólinn býður upp á úrval af skemmtilegum og fjölbreytilegum námskeiðum fyrir fólk í bata frá geðröskunum og aðstandendur þess. Einu kröfurnar eru jákvætt viðhorf og virðing fyrir starfsfólki og samnemendum. Hér segja nokkrir nemendur frá reynslu sinni af skólanum. Jóhanna Sturludóttir telur mikilvægt að fólk komist í virkni og einangrist ekki. Frábær viðbót við annað sem er í boði Sigrún Bjarnadóttir vill verða virkari í samfélaginu. 08.30 – 08.45 Opnunarávarp Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. 08.45 – 09.00 Börn í brennidepli Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. 09.00 – 09.25 Áhrif áfalla í æsku á geðheilsu fullorðinna – kostnaður samfélagsins Karen Hughes, sérfræðingur hjá heilsugæslu Wales. 09.25 – 09.50 Íslensk barnavernd – betur má ef duga skal Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu. 09.50 – 10.15 Aðgengi að sjálfræðiþjónustu innan heilsugæslunnar – framtíðarsýn Agnes Agnarsdóttir, sálfræðingur og fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 10.15 – 10.35 Kaffi 10.35 – 11.00 Átak norskra stjórnvalda í innleiðingu geðheilbrigðisþjónustu fyrir 0-3 ára Kari Slinning sálfræðingur og dósent í þróunarsálfræði við háskólann í Ósló. 11.00 – 11.25 Rannsókn á högum 7 ára barna foreldra með geðrofasjúkdóma í Danmörku. Ditte Ellersgaard, doktorsnemi í læknisfræði og rannsakandi. 11.25 – 11.50 Meðferðarúrræði fyrir fjölskyldur hælisleitenda í kjölfar áfalla í heimalandinu Auður Ósk Guðmundsdóttir, fjölskylduþerapisti hjá mannréttindasamtökunum Freedom from torture í Glasgow. 11.50 – 12.10 Okkar rödd – viðbrögð og tillögur til úrbóta. Fanney Björk Ingólfsdóttir, Magnús Friðrik Guðrúnarson og Andrea Sif Jónsdóttir Hauth. 12.10 – 13.00 Matarhlé Málstofa A Börn frá 0-6 ára Málstofustjóri Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur á geðsviði LSH. 13.00 – 13.20 1001 dagur í lífi hvers barns Anna María Jónsdóttir, geðlæknir á Landspítalanum og Miðstöð foreldra og barna. 13.20 – 13.40 Sálfræðiþjónusta í mæðra- og ungbarnavernd í nútíð og framtíð Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. 13.40 – 14.00 Fjölþættur vandi og þjónusta – ólíkar þarfir á ólíkum tímum Dr. Evald Sæmundsen, sálfræðingur og sviðsstjóri rannsókna hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. 14.00 – 14.15 Spurningar & svör Málstofa B Börn frá 12-18 ára Málstofustjóri Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnisstjóri Bataskóla Íslands? 13.00 – 13.20 Geðrækt í skólastarfi – er hlutverk grunnskólans að efla geðheilsu og vellíðan? Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri geðræktar hjá embætti landlæknis. 13.20 – 13.40 Betri þjónusta við börn með hegðunar- og vímuefnavanda. Halldór Hauksson, sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu. 13.40 – 14.00 Sjálfsskaðahegðun unglinga, áhrif á foreldra og fjölskyldu – hvað er til ráða? Vilborg G. Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, fjölskylduþerapisti og handleiðari. 14.00 – 14.15 Spurningar & svör 14.15 – 14.30 Kaffihlé. Málstofa C Börn frá 6-12 ára Málstofustjóri Ólöf Birna Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Geðhjálp 14.30 – 14.50 Áskoranir í skólaþjónustu Dr. Bergljót Gyða Guðmundsdóttir sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts. 14.50 – 15.10 Einstaklingsmiðuð úrræði við hegðunarvanda í skólum Sesselja Árnadóttir menntunarfræðingur og kennari við Auðarskóla, Búðardal. Meðhöfundur: dr. Anna-Lind Pétursdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ. 15.10 – 15.30 Þróun þjónustu BUGL við yngri börn, m.a. með hliðsjón af COS (circle of security) Unnur Valdimarsdóttir, leikskólasérkennari og fjölskylduþerapisti. Ástríður Thorarensen þroskaþjálfi, listmeðferðarfræðingur og fjölskylduþerapisti. 15.30 – 15.50 Framtíð annars stigs þjónustu og hlutverk Þroska- og hegðunarstöðvar Dr. Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar. 15.50 – 16.05 Spurningar & svör Málstofa D Ungt fólk frá 18-24 ára Málstofustjóri Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnisstjóri Bataskóla Íslands 14.30 – 14.50 Sérhæfð þjónusta fyrir ungt fólk – lærdómur og markmið Nanna Briem, yfirlæknir á Laugarásnum, sérhæfðri deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma 14.50 – 15.10 Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum – horft fram á veginn Bóas Valdórsson sálfræðingur við Menntaskólann við Hamrahlíð. 15.10 – 15.30 Ungir karlmenn – einangrun – geðheilsa. Halldóra Jónsdóttir, geðlæknir og yfirlæknar á bráðadeild og bráðamóttöku Landspítalans. 15.30-15.50 Ungt fólk með geðraskanir og þátttaka á vinnumarkaðinum – þurfum við að hafa áhyggjur? Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri mats og þjálfunar hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. 15.50 – 16.05 Spurningar & svör 16.05-16.15. Ráðstefnulok Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda á verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 3.500, frítt fyrir félaga í Geðhjálp. Ráðstefna Geðhjálpar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni á Íslandi Gullteigur, Grand Hótel 17. október 2017. Fundarstjóri Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnisstjóri Bataskóla Íslands Börnin okkar! 6 GEÐHJÁLP 7 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E C -9 6 D 0 1 D E C -9 5 9 4 1 D E C -9 4 5 8 1 D E C -9 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.