Fréttablaðið - 07.10.2017, Page 88
Halldór heilsar heimamanni í Tógó.
Börn í Gana.Á l iðinn sunnudag í september 2013 tínast farþegar í brottfararsalinn á Charles de Gaulle-flugvellinum í París.
Þeir eru á leið í flug 451 til Dakar,
höfuðborgar Senegal, og draga dám
af áfangastað sínum. Klæðnaður
í öllum regnbogans litum, karlar
með fez-hatt á höfði og konur með
slæður. Framandi skeggsnið. Stúlka
á heimleið sest við hlið mér og tekur
upp úr skjóðu sinni nýútkomna
ævisögu Steve Jobs. Maðurinn gegnt
okkur les Kóraninn. Áætlaður flug-
tími sex klukkustundir.“
Með þessum orðum hefst ferða-
saga Halldórs Friðriks Þorsteins-
sonar, Rétt undir sólinni. Frásögn
af sex mánaða ferðalagi hans um
Afríku. Halldór starfaði á verðbréfa-
markaði um árabil áður en hann
hóf að ferðast um heiminn. Hann
fann fyrir kulnunareinkennum í
starfi. „Ég varð að skipta um gír og
breyta um rútínu. Ég var farinn að
finna fyrir kulnunareinkennum,“
segir Halldór sem fór fyrst í langar
ferðir um Asíu og Eyjaálfu. „Ég
ferðast einn, það er svo merkilegt
hvað það styrkir mann og stælir. Ég
ferðaðist með það markmið að læra
eitthvað nýtt og komst að því hvað
ströng ferðalög eru góð menntun.
Þau breyta manni. Breyta hugsun,
þankagangi og lífsstíl,“ segir Halldór.
Þetta er í fyrsta sinn sem hann
skrifar ferðasögu sína. Hann ferð-
aðist til Afríku með dagbók og
punktaði hjá sér á ferðalaginu. „Ég
ætlaði mér alltaf að skrifa ferðasögu
um þessa ferð. Fyrir mér þarf ferða-
sagan að vera þannig að þú ferðast
með höfundinum. Það eru engar
ljósmyndir í bókinni og það er með
ráðum gert. Ljósmyndirnar trufla
ímyndunaraflið. Bókin snýst held-
ur ekki um mig, þetta er leiðangur
sem ég fer í með lesandanum,“ segir
Halldór.
Ólík veröld
Halldór hóf ferðalagið vestast í álf-
unni.
„Þetta eru ólíkar heimsálfur sem
ég hef ferðast til. Allar hafa þær sinn
sjarma. En Afríka var áhrifamest. Það
eru andstæðurnar í henni og fjöl-
breytileikinn. Þessi ólíka veröld sem
Afríka er frá því sem við þekkjum í
Evrópu. Afríka kennir manni svo
margt. Ég byrjaði í Vestur-Afríku og
var þar í þrjá mánuði. Vestur-Afríka
er krefjandi og það er erfitt að ferðast
þar af ýmsum ástæðum. Helst vegna
innviðanna sem eru veikari heldur
en í Austur-Afríku, til dæmis. Þú
sérð ekki marga ferðamenn í Vestur-
Afríku, nema þá sem tengjast góð-
gerðarmálum. Ég var tilbúinn í svo
krefjandi ferð eftir reisur mínar um
heiminn, en fyrir byrjendur þá mæli
ég ekki með því að byrja í Vestur-
Afríku,“ segir Halldór. „En þessi
hluti ferðarinnar var mjög sterk og
eftirminnileg upplifun. Mér finnst
eftirsóknarvert að vera þar sem er
lítill túrismi. Ég átti mjög góða daga
í Gabon, landi sem fáir Íslendingar
þekkja en kemur á óvart.“
Vísað úr landi
Halldór lenti í ýmsum skrítnum,
spaugilegum og forvitnilegum
aðstæðum. „Það voru alls konar
uppákomur auðvitað. Ég tók eitt
sinn leigubíl að kvöldlagi og leigubíl-
stjórinn rúntaði með mig og ferða-
félaga minn í bílnum í góðan klukku-
Ferðalög eru
hugleiðsla
Halldór Friðrik Þorsteinsson ferðaðist einn
í Afríku í hálft ár og skrifaði um það ferða-
sögu. Hann lenti í ýmsum skemmtilegum
og forvitnilegum uppákomum. Hann segir
mannbætandi að ferðast einn.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Mannlíf í Senegal.
Halldór fær sér að drekka í Tógó.
SVO VAR
MÉR VÍSAÐ
ÚR LANDI Í
KAMERÚN,
ÉG VAR Í
ÞEIRRI TRÚ
AÐ ÉG FENGI
VEGABRÉFS-
ÁRITUN EN
ÉG FÉKK
HANA EKKI.
tíma að hótelinu. Þegar ég vakna
um morguninn átta ég mig á því að
staðurinn sem ég tók leigubílinn frá
var nánast við hliðina á hótelinu,“
segir hann og hlær.
„Svo var mér vísað úr landi í
Kamerún, ég var í þeirri trú að ég
fengi vegabréfsáritun en ég fékk hana
ekki. Það var auðmýkjandi. Að vera
vísað úr landi. Þeim leiddist ekkert
að leiða mig, hvíta karlmanninn, út í
flugvélina, það gleymist seint glottið
á þeim,“ segir Halldór.
Hann ferðaðist síðan austar og
fór svo suður og lauk ferðalaginu
í Suður-Afríku. „Eþíópía er eitt af
þessum löndum sem stendur upp
úr sökum fjölbreytileika. Ég var með
ákveðnar ranghugmyndir um landið
sem byggðust á gömlum fréttum
um hungursneyð og fátækt. Maður
hélt að þetta væri guðsvolað land
en þarna er mikil menning, saga og
yndislegt mannlíf,“ segir Halldór.
Að kynnast sjálfum sér
Hann er nýkominn heim og segir
að þótt hann dvelji langdvölum frá
fjölskyldu sinni njóti hún ferða-
reynslunnar með óbeinum hætti.
„Ég á þrjú börn á aldrinum 15 ára
til 25 ára og hvet þau til ferðalaga
og víðsýni. Ég átta mig betur á því
sem skiptir máli í lífinu og vonandi
nýtur fjölskyldan þess. Ég hvet þau
að minnsta kosti til sama lífs og ég
sé að þetta er vaxandi hjá ungu fólki.
Að ferðast til að mennta sig og víkka
sjóndeildarhringinn,“ segir Halldór.
„Auðvitað eru ekki allir sem vilja fara
út fyrir þægindarammann og ferðast
einir. En ég mæli nú samt með því.
Maður kynnist fleirum á leiðinni.
Gömlum körlum eins og mér sjálf-
um,“ segir hann og hlær. „En best
er þegar maður nær að dvelja með
heimafólki. Ég get allavega sagt að
ég hafi gengið í endurnýjun lífdaga.
Það var mjög góð breyting að brjóta
upp þetta mynstur sem ég var fastur
í. Ferðalög eru hugleiðsla, ég er einn
með sjálfum mér. Í rauninni eru
ferðalög mjög góð leið til að kynn-
ast sjálfum sér. Tilgangurinn með
þessari ferðasögu er fyrst og fremst
að kynna töfra Afríku og sýna fólki
að það að ferðast einn getur verið
mjög gefandi.“
7 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
E
C
-5
B
9
0
1
D
E
C
-5
A
5
4
1
D
E
C
-5
9
1
8
1
D
E
C
-5
7
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
0
s
_
6
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K