Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 4
Vikublað 10.–12. janúar 20174 Fréttir Jólaskeiðin 2016 er komin í verslun okkar, skeiðin í ár er 70 ára afmælisskeið. Við bjóðum því viðskiptavinum okkar sem ekki hafa tryggt sér jólaskeiðarnar frá 2013, 2014 og 2015 sérstakt afmælistilboð eða allar þessar þrjár á 42.960 kr. Fullt verð er 53.700 kr GAM - verslun Guðlaugs A. Magnússonar Jólaskeiðin byrjaði í framleiðslu 1946 og eru því 70 ár frá upphafi Jólaskeiðar 2013, 2014 og 2015 Þrjár saman á 42.960 kr. Fólk skjóti ekki upp flugeldum Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út á sunnudagskvöld eftir að tvær neyðarsólir sáust á lofti nærri Höfnum á Suðurnesjum. Sá sem tilkynnti um þetta var staddur á Grænásbraut í Reykjanesbæ og sagði hann að sólirnar sæjust á suðvestur- himninum. Í kjölfarið var ákveðið að kalla út TF-LÍF og björgunar- sveitir til að kanna málið betur og sannreyna hvort um raun- verulegt neyðarkall væri að ræða. Eftir nokkra leit á svæð- inu frá Garð- skaga að Reykjanestá þótti ljóst að blysunum hefði verið ekki verið skotið upp út af Höfnum heldur benti allt til að þeim hefði verið skotið af landi. TF-LÍF lenti aft- ur í Reykjavík klukkustund síðar. Landhelgisgæslan og aðrir viðbragðsaðilar taka allar til- kynningar um neyðarblys á lofti mjög alvarlega enda eru þau eitt mikilvægasta úrræði sjófarenda og annarra til að kalla eftir að- stoð í neyð. Af þessu tilefni skal enn brýnt fyrir fólki að skjóta ekki upp flugeldum, nú þegar jólahátíðinni er lokið. Öll notk- un flugelda er bönnuð eftir 6. janúar, meðal annars til að koma í veg fyrir atvik eins og kom upp á sunnudagskvöld. T veir þingmenn hafa ekki skráð fjárhagslega hags- muni sína eða trúnaðarstörf í hagsmunaskrá sem skylt er að gera eigi síðar en mánuði eftir að þing kemur saman. Þing kom saman 6. desember síðastliðinn og því er liðinn sá frestur sem gefinn er til skráningarinnar. Annar þing- mannanna er Gunnar Hrafn Jóns- son, þingmaður Pírata, sem er í veik- indaleyfi og skýrir það væntanlega hví hann hefur ekki skráð sína hagsmuni. Hinn þingmaðurinn er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Svo sem sjá má hér í ítarefni gilda reglur um skráningu ýmissa hags- muna um þingmenn. Ekki ber þeim hins vegar skylda til að birta upplýs- ingar um fjárhagslega hagsmuni fjöl- skyldumeðlima sinna eða tengsl við fyrirtæki og félög. Fimmtán þing- menn hafa birt yfirlýsingu um að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taki til. Meðal þeirra eru tveir sitjandi ráðherrar, Gunnar Bragi Sveinsson og Ólöf Nordal, og einnig fyrrverandi forsætisráðherra, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson. Nýir þingmenn líklegri til að eiga í félögum Sextán þingmenn eiga hluti í fé- lögum eða fyrirtækjum samkvæmt hagsmunaskrá. Í langflestum tilfell- um er um að ræða þingmenn sem komu nýir á þing í síðustu kosning- um og má því ætla að þeir þingmenn sem setið hafi lengur hafi í flestum til- fellum losað sig við sína eignarhluti, hafi þeim verið til að dreifa. Umsvifa- mestur í þessum efnum er þingmað- ur Viðreisnar, Jón Steindór Valdi- marsson, en hann á hluti í fjórum félögum sem nema 25 prósentum eða meiru af hlutafé eða stofnfé. Það eru fyrirtækin Marel, Eimskipafélag- ið og Össur, auk Nordberg Innovation sem ekki hefur starfsemi. Tveir sitja í sveitarstjórnum Fimmtán þingmenn færa inn í hags- munaskrá að þeir gegni launuð- um störfum utan þingmennsku eða standi í starfsemi sem sé tekjumynd- andi fyrir þá eða félag í þeirra eigu. Þeir Brynjar Níelsson og Haraldur Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, eiga báðir eigin fyrirtæki í rekstri. Í tilfelli Brynjars er um að ræða lögmannsstofu hans en í tilfelli Har- aldar er um að ræða kúabú á Vestri- Reyni sem hann á og rekur ásamt konu sinni. Þá sitja tveir þingmenn einnig í sveitarstjórnum, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðis- flokksins, í Mosfellsbæ og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, í Kópavogi. Það gerði raun- ar Njáll Trausti Friðbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, á Akur- eyri þar til um síðustu áramót. Þess er þó ekki getið í hagsmunaskráningu enda Njáll ekki búinn að skila henni. Þingmenn tiltaka ýmis störf sem þeir hafa sinnt tímabundið í hags- munaskrá. Þannig tiltekur Birgitta Jónsdóttir Pírati að hún hafi unnið að ráðgjöf við handrit kvikmyndar- innar The Fifth Estate. Athygli vekur að Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og heilbrigðis- ráðherra, hefur skroppið einn túr á makríl með Samherjatogaranum Vil- helm Þorsteinssyni í ágúst árið 2010. Eiga í fjölmiðlum Tveir þingmenn eiga hluti í fjöl- miðlum. Það eru þeir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem er eigandi Þjóðmála sem kemur út ársfjórðungslega og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem á tveggja prósenta hlut í Stund- inni. Smári hefur raunar greint frá því að hann hyggist selja hlut sinn og leiti nú kaupanda. Tveir þingmenn hafa fengið eftir- gjöf skulda, Framsóknarkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Elsa Lára fór í gegn- um sértæka skuldaaðlögun en Silja Dögg fékk leiðréttingu á evruláni. Þá tiltekur Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, að hún standi í málaferlum við Landsbank- ann vegna þess að fyrirtæki í hennar eigu hafi verið tekið af henni með, að hennar sögn, ólögmætum hætti. Þingmenn sitja síðan margir hverjir í stjórnum eða gegna trúnaðar störfum fyrir ýmis félög. Skemmtilegustu lýsinguna á slíku er án efa að finna í skráningu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingkonu Vinstri grænna. Lilja Rafney er stjórnarmaður í Sæmundi Fróða ehf., sem er „einkahlutafélag um rekstur maka. Launalaust.“ n Tveir þingmenn hafa ekki skráð hagsmuni n Ráðherra tók túr á makríl n Smári og Óli Björn eiga í fjölmiðlum Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Á eftir að skila Njáll Trausti Friðbertsson, sem sést hér fyrir miðri mynd, á eftir að skila hagsmunaskráningu sinni. MyNd SigTRygguR ARi Reglum um hagsmunaskráningu er ætlað að veita almenningi upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni þingmanna og trúnaðarstörf þeirra utan Alþingis. Ber þingmönnum að skrá upplýsingar um: n Launuð störf sem þingmenn gegna öðrum en þingmennsku. n Hvort þingmenn standi að rekstri félaga og fyrirtækja sem myndi tekjur. n Skylt er þingmönnum að greina frá fjárhagslegum stuðningi og gjöfum, sé verðmætið meira en 50.000 krónur á ári. n Eins er þingmönnum skylt að greina frá því hafi þeir farið í ferðir sem kostaðar hafa verið að hluta eða í heild af öðrum en þeim sjálfum, ríkissjóði eða flokki þeirra. n Hafi þingmenn fengið eftirstöðvar skulda gefnar eftir eða skilmálum við lánardrottinn breytt með ívilnandi hætti skal greina frá því. n Þingmanni ber að greina frá því eigi hann þriðjungshlut eða meira í fasteign, utan húsnæðis til eigin nota. n Eigi þingmaður hluti sem nema meira en einni milljón króna í félögum, sparisjóðum eða sjálfseignarstofnun í at- vinnurekstri skal greint frá því. Sömuleiðis ef hluturinn nemur meira en einu prósenti og eignir eru meiri en 230 milljónir króna eða rekstrartekjur eru hærri en 460 millj- ónir króna. Einnig ef hluturinn nemur 25 prósentum eða meira í viðkomandi félagi, sparisjóði eða sjálfseignarstofnun. n Skrá skal hafi þingmaður gert samkomulag við fyrrverandi vinnuveit- anda sem sé fjárhagslegs eðlis og einnig hafi verið gert samkomulag við framtíðar- vinnuveitendur um ráðningu. n Þingmaður skal skrá upplýsingar um stjórnarsetu eða trúnaðarstörf utan þings, önnur en þau sem þingmaður gegnir innan stjórnmálaflokks. Hagsmunir og trúnaðarstörf Þetta er skylt að skrá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.