Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 20
Vikublað 10.–12. janúar 20172 Það er leikur að læra - Kynningarblað Aukin kynorka og aukakílóin burt Kenna söng í björtu og uppbyggjandi umhverfi Námskeiðið HREINT MATARÆÐI Söngskólinn Vocalist kennir eftir CVT-tækni J anúar er gjarnan sá mánuður sem margir ætla að nýta til að taka á heilsumálum sínum. Sumir fara þá vegferð einir, en aðrir leita sér aðstoðar og fara þá á einhvers konar námskeið. Guð­ rún Bergmann er í hópi þeirra sem bjóða upp á námskeið sem hjálpar fólki að taka aðeins til í líkamanum, hvenær sem er ársins. „Ég er búin að halda stuðningsnámskeið við HREINT MATARÆÐI nokkuð jafnt og þétt í tæp tvö ár, sem um 500 manns hafa sótt. Námskeiðin eru byggð á samnefndri bók eftir hjarta­ sérfræðinginn Alejandro Junger, en ég er annar þýðandi hennar.“ Námskeið Guðrúnar taka 24 daga. Þar af eru þrír undirbúnings­ dagar og svo tuttugu og eins dags hreinsikúr á ákveðnu mataræði. „Það var fullbókað á fyrsta nám­ skeið ársins 2017 löngu fyrir jól, örfá sæti eru enn laus á það næsta sem hefst 23. janúar og bókun er að hefjast á námskeið sem hefst 13. febrúar. Svo verð ég með nám­ skeið í Grundarfirði í febrúar. Hægt er að skrá sig á öll námskeiðin á vef­ síðunni minni, www.gudrunberg­ mann.is.“ Kynorkan eykst og flestir léttast „HREINT MATARÆÐI byggist á því að gefa ákveðnum fæðutegundum og bætiefnum tækifæri til að heila og gera við líkamann. Hreinsikúr­ inn er ekki hugsaður sem megr­ unarkúr, en hann leiðir yfirleitt til þess að meltingin batnar til muna, að bólga í líkama minnka, hægðir verði betri og reglulegri, þurrkur í húð lagast og bólur í andliti og liða­ gigtareinkenni minnka eða hverfa alveg. Að auki eykst gleði og ánægja og andleg líðan verður almennt betri. Bónusinn er svo að kynorkan eykst til muna og flestir léttast allt frá 2–3 kílóum og upp í 11–13 kíló,“ segir Guðrún. Námskeiðshóparnir hittast á fjórum fundum meðan á hverju námskeiði stendur. Þess á milli eru dagleg samskipti í gegnum leynihóp á Facebook. „Ég er með fræðslu­ erindi á fundunum, ráðleggingar og leiðbeiningar og svara spurningum þátttakenda. Í lok námskeiðs hafa allir tekið einhverjum heilsufarsleg­ um breytingum og ég segi gjarnan að á síðasta fundi sé salurinn „yfir­ lýstur“, því andlit allra ljóma svo.“ Guðrún segir að margir velji að halda sig við hreinna matar­ æði þegar námskeiði lýkur og til að mæta þörfum þeirra gaf hún út matreiðslubókina HREINT Í MAT­ INN síðastliðið haust. Í henni er að finna uppskriftir að réttum án glútens, sykurs og mjólkurafurða. n Ummæli „Sé betur og betur hvað þetta er frábært nám- skeið og svo öfgalaust og skyn- samlegt allt saman.“ – J.F. Reykjavík„Viku eftir að 24ra daga kúrnum á HREINU MATAR- ÆÐI lauk fór ég aftur í blóðrann- sókn. Þá hafði kólesterólið lækk- að úr 8, niður í 3,4, sykurmagn í blóði var dottið úr 6,5 niður í 5,4 og járnið, sem hafði verið of hátt var orðið eðlilegt.“ – Á.S. Reykjavík„Svefninn hjá mér hefur stórlagast og sömuleiðis er ég mun orkumeiri. Meira að segja heilaþokan og verkirnir, sem gjarnan fylgja slæmri vefjagigt hafa stórlagast. Mig hafði lengi grunað að heilsufarsvandamál mín tengdust mikilli neyslu afurða frá „bræðrunum Nóa og Síríusi“, ásamt Freyju „frænku“ þeirra.“ – H.G. Garðabær S öngskólinn er í örum vexti og hér ættu allir að finna söngnám við sitt hæfi. Nám­ skeiðin eru sniðin að þörfum hvers og eins og nemendur þjálfa sína einstöku rödd í heimilis­ legu og uppbyggilegu umhverfi. Við kennum alla raddstíla svo sem jazz, klassík, popp, rokk, þungarokk og söngleikjastíl og hentar CVT­tækn­ in í alla þessa stíla,“ segir Sólveig Unnur Ragnars­ dóttir sem stofnaði söng­ skólann Vocalist á Lauga­ vegi í ársbyrjun 2014. Hvað er CVT? „Við kennum eftir frá­ bærri tækni sem kallast Complete Vocal Teqnique eða CVT sem er geysivinsæl um alla Evrópu bæði meðal atvinnusöngv­ ara og leikmanna, enda gefur tækn­ in góðan og fljótvirkan árangur,“ seg­ ir Sólveig. CVT byggir á rannsóknum Cathrine Sadolin í lífeðlisfræði og hljóðfræði. Hugmyndafræðin er meðal annars sú að það á ekki að vera erfitt að syngja og allir geta lært það. Tæknin er þekkt fyrir að vinna bug á hæsi, raddþreytu og öðrum raddtengdum vandamálum. Vocalist býður upp á ýmis söngnám­ skeið fyrir nær alla aldurshópa og er CVT­tæknin notuð í þeim flestum enda fjölbreytilegt og nothæft tæki fyrir alla söngvara, unga sem aldna, reynda sem óreynda. Grunnnámskeið hefst 24. janúar „Vocalist býður upp á tólf vikna grunnnámskeið í CVT fyrir fólk á aldrinum 16–96 ára, fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið er í senn fjórir einkatímar og átta hóp­ tímar. Fullt verð er 99.000 krón­ ur og eins og með öll námskeiðin er hægt að skipta upp greiðslum,“ segir Sólveig. Unglinganámskeið hefst 27. janúar „Við bjóðum upp á tólf vikna unglinganámskeið fyrir 12–16 ára krakka sem eru að byrja að syngja og þá sem hafa áður verið í tónlistarnámi,“ segir Sól­ veig. Kennt er í 4–6 manna hópum einu sinni í viku. Verðið á námskeiðinu er 68.000 krónur. Barnanámskeið hefst 26. janúar „Svo erum við að bjóða upp á tólf vikna námskeið fyrir 8–12 ára krakka. Börnin kynnast eigin rödd betur auk þess að fá þjálfun í túlkun, tjáningu og framkomu. Þau læra að syngja í míkrófón og kynnast mismunandi tónlistarstílum,“ segir Sólveig. Kennt er í 6–8 manna hópum, einu sinni í viku. Tímar verða á fimmtudögum kl. 17.00–18.00 og er fullt verð 59.000 krónur. Kvennakór Vocalist hefst 23. janúar Kvennakór Vocalist hóf starfsemi sína í október 2015 og æfir saman á mánudagskvöldum kl. 20.00–22.00. „Við leitum nú að fleiri röddum í kór­ inn og verða raddprufur haldnar 17. janúar kl. 17.00–19.00. Við syngjum létt og skemmtileg lög, popp og dæg­ urlög,“ segir Sólveig. Kórinn er op­ inn öllum konum á aldrinum 18–65 ára; þeim sem eru í söngnámi hjá Vocalist og einnig er hægt að vera bara með í kórnum. Önnin kostar 18.000 krónur fyrir þá sem eru í 12 vikna námskeiðum hjá Vocalist og 25.000 krónur fyrir aðra. Einkatímar „Að auki bjóðum við upp á einka­ tíma sem sniðnir eru að þörfum hvers og eins því það er svo einstak­ lingsbundið hvar raddvandamálin liggja,“ segir Sólveig. Hver tími er 45 mínútur og hægt er að kaupa allt frá stökum tíma á 8.000 krónur upp í 12 tíma kort sem kostar 89.900 krónur og gildir út önnina. Skólinn er staðsettur í fallegu og björtu húsnæði á fjórðu hæð að Laugavegi 178, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu skólans; vocalist.is Hægt er að hafa samband í síma 694­3964 eða með því að senda tölvupóst á netfangið vocalist@vocalist.is n Sólveig Unnur Ragnarsdóttir Raddþjálfari og eigandi söngskól- ans Vocalist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.