Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 32
Vikublað 10.–12. janúar 201728 Menning Útópíur S ú hugmyndahefð sem hefur staðið hvað fastast á hug­ myndum um möguleika á einhvers konar útópíu, sam­ félagi sem er í grundvallar­ atriðum frábrugðið og betra en það sem hefur mótast undir kapítalísku þjóðskipulagi, er sósíalisminn. Þvert á það sem margir halda var þekktasti kenningasmiður þessarar hefðar, Karl Marx, hins vegar mjög gagnrýn­ inn á fastmótaða uppdrætti að hinu fullkomna samfélagi. DV fékk Önnu Björk Einarsdóttur, doktorsnema við Kaliforníuháskóla, til að lýsa stöðu útópíunnar á 21. öldinni frá sjón­ arhorni marxismans. „Theodor Adorno sagði eitt sinn að Marx og Engels hefðu verið á móti útópíum í þágu þess að raun­ gera þær. Eins og frægt er skil­ greindi Engels sósíalisma þeirra Marx sem vísindalegan í andstöðu við það sem þeir kölluðu útópískan sósíal isma. Andstaða Marx og Eng­ els við útópískar tilraunir fólst fyrst og fremst í grunsemdum þeirra um að þær væru afleið á veginum að raunverulegum jöfnuði og réttlæti. Eða eins og þeir skrifuðu í Þýsku hugmyndafræðina, þá er kommúnismi ekki hug­ mynd sem veruleikinn lagar sig að, heldur raun­ veruleg hreyfing sem hef­ ur það að markmiði að afnema núverandi sam­ félagsgerð. Kenning og pólitísk sýn Marx var því andútópísk í þeim skiln­ ingi að hún lagði ekki til uppdrátt að hinu full­ komna samfélagi og því síður hagkerfi þess. Andúð Marx á útópíum varð til á 19. öld þegar hin alþjóðlega verkalýðs­ hreyfing sem átti eftir að móta sögu 20. aldar var í fæðingu. Nú er verkalýðs­ hreyfingin svo gott sem dauð og því er samhengið sem andútópíismi Marx þróast inn­ an ekki lengur til staðar. En eins og stendur í Þýsku hugmyndafræðinni, þá markast hin kommúníska hreyf­ ing af því samfélagi sem hún þrífst innan og því má velta upp þeirri spurningu hvort nauðsynlegt sé að vera opnari fyrir útópískri hugsun eða þrá nú til dags. Bandaríski bókmenntafræðing­ urinn Fredric Jameson hefur talað um að nú þegar auðveldara reynist að ímynda sér endalok mannkyns­ ins en kapítalismans, sé ef til vill nauðsynlegt að leita í hina útópísku hefð. Í útópískri hugsun, segir Jame­ son, lifir þrá mannkynsins eftir öðrum heimi en þeim sem stjórnast af kapítali og þess vegna segist Jame­ son vera and­andútópískur. En þessa þrá eftir öðrum heimi notfærir afþreyingariðnaðurinn sér óspart og færir okkur það sem Jameson kallar óramútur. Stórslysa­ og ofurhetjumyndir samtímans bjóða okkur inn í ann­ an heim í stutta stund. Ríkjandi kerfi stafar ógn af utanaðkomandi hættu, skrímsli eða náttúruhamför­ um, en engu er í raun ógnað. Í lok­ in sigrar hetjan og allt kemst í samt lag. Útópían á því ávallt á hættu að verða óramútunum að bráð, leysa úr læðingi þrá eftir betra samfélagi, til þess eins að tryggja völd ríkjandi afla. Engu að síður er hún nauðsyn­ leg hinu pólitíska ímyndunarafli, nú frekar en nokkru sinni fyrr.“ n „Þessa þrá eftir öðrum heimi notfærir afþreyingar­ iðnaðurinn sér óspart og færir okkur það sem Jameson kallar óramútur. Múta okkur með órum Stórslysa- og ofur- hetjumyndir samtímans bjóða okkur inn í annan heim í stutta stund, en tryggja völd ríkjandi afla. Óramútur og útópíur á 21. öldinni Anna Björk Einarsdóttir lýsir stöðu útópíunnar á 21. öld út frá sjónarhorni marxismans Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Karl Marx Var á móti útópíum. Sími: 562 5900 www.fotomax.is Ömmu og afa bollar í miklu úrvali Fæst í vefverslun og í verslun okkar að Höfðabakka 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.