Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 18
Vikublað 10.–12. janúar 2017
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Hvernig líður Bjarna
í dag?
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra hefur síðustu daga legið
undir ámæli fyrir að hafa farið
rangt með í fjölmiðlum þegar
hann sagði skýrslu um umfang
eigna Íslendinga í skattaskjólum
hafa borist fjármálaráðuneytinu
eftir þingslit á síðasta ári. Til-
fellið er hins vegar að skýrslan
barst ráðuneytinu 13. september
en þingi var slitið 13. október.
Bjarni baðst síðan afsökunar
á því að hafa farið rangt með.
„Í huga mínum í gær þá hugs-
aði ég með mér, ja mér leið eins
og þingið hefði bara verið farið
heim,“ sagði Bjarni Benedikts-
son í kvöldfréttum Ríkisútvarps-
ins síðastliðinn sunnudag. Þetta
vekur hins vegar upp spurn-
ingar hvort það sé fleira sem
farist hefur fyrir hjá Bjarna með
sama hætti. Leið honum kannski
bara eins og staða ríkissjóðs væri
betri en raun bar vitni fyrir kosn-
ingar? Í það minnsta leið Bjarna
eins og aflandsfélag hans Falson
& Co væri skráð í Lúxemborg en
ekki á Seychelles-eyjum. Hvern-
ig skyldi Bjarna líða í dag?
Hrakfallabálkur
allt mitt líf
Grétar Sigurðsson stefnir á slysalaust ár. – DV
Ný námskeið
Hringsjá
Náms- og starfsendurhæfing
Er ekki kominn tími til að gera eitthvað
Námskeið í janúar og febrúar 2017
• Tölvur hefst 17. janúar
• AukiN vEllíðAN hefst 17. janúar
• í fókus – að ná fram því besta með ADHD hefst 30. janúar
• Úr frEsTuN í frAmkvæmd 6. febrúar
• EiNkENNi og AflEiðiNgAr mEðvirkNi hefst 13. febrúar
• BókfærslA og TölvuBókHAld hefst 22. febrúar
• sTyrklEikAr og NÚviTuNd hefst 22. febrúar
Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is
Þessi hlýja og sam-
hugur er ótrúlegur
Andrea, eigandi tíkurinnar Tinnu, nýtur liðsinnis margra við leitina. – DV
Mikil þrauta-
ganga
Lilja Bára leitar að lækningu fyrir dóttur sína. – dv.is
F
jöldatúrisminn hér á landi er
sannarlega að mörgu leyti hið
besta mál. Gjaldeyrir streymir
inn í landið og fjöldi atvinnu-
tækifæra skapast innan ferðaþjón-
ustunnar. Hótel eru reist um borg
og bý, gistiheimili spretta upp eins
og gorkúlur og íbúðir eru leigðar
út, of oft á okurverði. Það eru svo
margir sem þrá að græða. Hættan
er sú að menn fari of geyst í von
sinni um skjótfenginn gróða. Ef
ferðamenn verða varir við að verið
sér að okra á þeim
þá hafa þeir lítinn
áhuga á að koma
aftur. Það er ekki
rétt að klárinn leiti
þangað sem hann er
kvaldastur. Yfirleitt
reynir hann að forða
sér sem fyrst.
Ferðamenn þjóta
í hópum út í hina
rómuðu íslensku
náttúru sem lætur
á sjá vegna mikils
átroðnings. Þar er
sannarlega ástæða
til að bregðast við.
Ekkert ætti að vera
athugavert við
það að ferðamenn
borgi gjald fyrir að
heimsækja vinsæla
staði svo lengi sem
tekjurnar eru not-
aðar til uppbyggingar á viðkom-
andi svæðum. Þetta hefur til dæmis
verið gert með miklum ágætum
við Kerið, þar sem aðstæður eru til
sóma og drulla og sóðaskapur víðs
fjarri. Og ekki kvarta erlendir ferða-
menn undan því að þurfa að greiða
smágjald fyrir að sjá náttúruperlu.
Íslendingar eru mun líklegri til að
vera viðkvæmir fyrir slíkri gjald-
töku.
Vissulega er aldagömul hefð
fyrir því að Íslendingar hafi frjálst
aðgengi að náttúruperlum lands
síns en nú eru aðstæður á allt ann-
an veg en áður. Íslensk náttúra er
ekki lengur ósnortin því þangað
arka hópar ferðamanna dag hvern
og troða á henni. Við þessu þarf að
bregðast og gjaldtaka sem notuð
er til uppbyggingar er þarna hluti
af lausn. Land sem verður fyrir
átroðningi er byggt upp en ekki
látið skemmast til frambúðar. Þetta
er ekki lausn sem byggir á græðgi
heldur miklu fremur skynsemi.
Þegar kemur að fjöldatúrisma
fögnuðum við gróðanum en
göngumst ekki nægilega við
ábyrgðinni. Undanfarna daga hefur
orðið mikil umræða um ferða-
þjónustuna eftir að leitað var að
erlendum hjónum á Langjökli en
þau höfðu farið í skipulagða vél-
sleðaferð á vegum ferðaþjónustu-
fyrirtækis en urðu viðskila við hóp-
inn. Hjónin sögðu sögu sína en
þau höfðu allt eins átt von á því að
verða úti í illviðri. Ákveðið var að
fara með hóp erlendra ferðamanna
í þessa ferð þrátt fyrir illviðrisspá.
Ljóst er að það voru mistök. Slík
mistök eru örugglega ekki eins-
dæmi innan ferðaþjónustunnar.
Þar mega gróðasjónarmið ekki
taka öll völd. Ef það gerist reynist
það okkur dýrkeypt. Ferðaþjónusta
sem byggir á græðgi er ein versta
landkynning sem hægt er að hugsa
sér. Við megum ekki lenda á þeim
stað. n
Myndin Samstöðufundur Sjómenn í verkfalli komu saman á samstöðufund við húsakynni ríkissáttasemjara á mánudagseftirmiðdag. Fyrir innan stóð yfir samningafundur
milli sjómana og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Sjómenn segjast ekki munu una því að sett verði lög á verkfallið. mynd SiGtryGGur Ari
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Gróða fagnað – ábyrgð hafnað
„Land sem verður
fyrir átroðningi er
byggt upp en ekki látið
skemmast til frambúðar.