Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 31
Vikublað 10.–12. janúar 2017 Menning Útópíur 27
rótatímum hvað varðar heimsmynd,
þetta er á tímum landafunda. All-
ur heimurinn er að breytast, bæði
landakortið og hvernig Evrópu-
menn hugsa um sjálfa sig, og stöðu
sína gagnvart öðrum. Það vakna
upp spurningar um hlutverk Evrópu
gagnvart heiminum: „Erum við
siðuð, eða eru það hinir sem eru sið-
aðir?“ Hann nýtir sér þannig líka hefð
ferðabókmennta, sem voru mjög vin-
sæl bókmenntagrein í Evrópu frá
þessum tíma og allt fram á 19. og 20.
öld, þar sem menntamenn ferðast
um heiminn og skrifa eþnógrafískar
lýsingar á fjarlægum þjóðum. Eins og
hefur verið bent á fjalla slíkar lýsingar
yfir leitt minna um þetta fólk og meira
um þann sem er að skrifa. Þarna eru
menn að spegla sig í öðrum og yfir-
leitt felst í því einhver krítík á eigið
samfélag.“
Skylda menntamannsins
Þó að flestir tengi Útópíu við hið
ímyndaða fyrirmyndarríki er hún
einnig innlegg í umræður sem höfðu
verið gegnumgangandi í hugmynda-
sögu Vesturlanda – að minnsta kosti
frá dauðadómi Sókratesar – um
stöðu og skyldur menntamannsins,
að hversu miklu leyti hann eigi að
taka þátt og beita sér í stjórnmálum.
„Sú hugmynd hafði verið við-
varandi í stjórnspeki miðalda að
ríkisvaldið væri í raun afleiðing af
syndum mannsins. Maðurinn væri
syndug vera og stjórnskipan væri ill
nauðsyn. Það þyrfti harða hönd til
að tyfta lýðinn og halda uppi aga og
refsingum, og maðurinn væri í raun
og veru ófær um að búa sér gott sam-
félag. En svo gerist það á síðmiðöld-
um að menn fara að hafa aðrar hug-
myndir um eðli mannsins, telja að
hann geti verið skynsamur og rök-
samur, geti skapað sjálfum sér sam-
félag sem sé honum til bóta – menn
geti betrað sjálfa sig. Þess vegna köll-
um við þetta húmanisma, að maður-
inn eigi að vera í öndvegi á jákvæð-
an hátt. Húmanistar eins og Thomas
More stíga fram boða þá hugmynd
að hinir sönnu stjórnspekingar eigi
að taka þátt í stjórnmálum og móta
samfélagið, hrinda óréttlæti og svo
framvegis.
„Þetta eru menn eins og sögumað-
urinn Rafael Hyþlódíus, sem er mik-
ill spekingur og sér siðfræðina alla
rétta. Thomas segir að hann ætti að
taka þátt í stjórnmálum en Rafael er
ósammála, segir það vera allt annan
vettvang, bara græðgi og eiginhags-
munagæslu, algjör sjálfseyðing fyrir
heimspekinginn. En Thomas boðar
að það sé borgaraleg skylda mennta-
manna og þeirra sem hafa fræðin á
takteinum að sinna samfélaginu og
móta það. Það er ekki bara eitthvað
sem þeir ættu að eiga kost á, heldur
beinlínis siðferðisleg skylda. Útópía
er framlag í þessa umræðu sem er
gegnumgangandi í evrópskri hug-
myndasögu allt frá Plató: eiga fræðin
og háskólarnir að vera til fyrir sjálf sig
í einhverjum fílabeinsturni, eða eru
fræðin fyrst og fremst til fyrir sam-
félagið og almannaheill. Thomas er
augljóslega á hinu síðara.“ n
Vægðarlaus gagnrýni í skjóli staðleysu
n Útópía er komin út í íslenskri þýðingu á 500 ára afmæli bókarinnar n Viðar Pálsson sagnfræðingur ræðir um fyrirmyndarsamfélag Thomas More
„Hann skrifaði líka
mikið í tengslum
við guðfræðilegar deilur
sínar við „apann“, „svínið“
og „fyllibyttuna“ Martein
Lúther.
Útópía Landakort af fyrirmyndarsamfélaginu sem birtist í einni af fyrstu útgáfum bókarinnar.
Merkilegt rit Viðar Pálsson sagnfræðing-
ur segir Útópíu hafa verið stórt framlag til
húmanismans sem mennta- og menn-
ingarhreyfingar á 16. öld. Mynd Sigtryggur Ari
Þú færð fallega borð-
búnaðinn og fullt af fíneríi
frá greengate hjá okkur
Austurvegi 21, Selfoss / Sími 482 3211
facebook.com/sjafnarblom
Höfðabakka 3, Reykjavík / Sími 587 2222
facebook.com/litlagardbudin
Hreinsun
á kjólum
1.600 kr.
Opið
Virka daga
08:30-18:00
laugardaga
11:00-13:00
Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni
hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook