Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 16
Vikublað 10.–12. janúar 201716 Skrýtið Sérmerktu persónulegu gjafavörurnar ALLT MERKILEGT GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS Pantaðu í netversluninni Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í nýju versluninni okkar! Allt merkilegt 10 árA Stjörnurnar sem fækkuðu fötum Störfuðu sem fatafellur áður en þau slógu í gegn í Hollywood Þ að er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera ungur og óreyndur leikari í hörðum heimi Hollywood. Til að ná endum saman hafa sumir leikarar tekið að sér misvirðuleg störf á milli þess sem þeir mættu í áheyrnarprufur í þeirri von að hafa lifibrauð sitt af leiklist. Hér eru nokk- ur dæmi um leikara sem störfuðu sem fatafellur áður en leiklistarferill- inn í Hollywood fór á flug. n Javier Bardem Javier Bardem er einn þekktasti leikari Spánar og hlaut hann til að mynda Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni No Country for Old Men. Bardem viðurkenndi eitt sinn í viðtali að hann hefði starfað sem fatafella á næturklúbbi fyrir konur meðan hann reyndi að koma leiklistarferli sínum á flug. Starfið entist að vísu bara í einn dag og var móðir hans meðal áhorfenda í salnum. „Hún var mjög stolt,“ sagði hann í viðtalinu og hló. Brad Pitt Þessi fjallmyndarlegi leikari starfaði sem fatafella á háskólaárum sínum í Missouri. Pitt tilheyrði hópi innan háskólans sem gekk undir nafninu Dancing Bares og fækkuðu meðlimir hans fötum fyrir áhugasamar konur. Þess má geta að Pitt lagði stund á nám í blaðamennsku í háskólanum. Chris Pratt Bandaríski leikarinn Chris Pratt starfaði sem fatafella áður en hann sló í gegn í Hollywood. Pratt er einn eftirsóttasti leikari skemmtanabransans í Hollywood þessa dagana og hefur leikið í ófáum stórmyndum á undanförnum árum. „Ég hafði gaman af því að vera nakinn og hugsaði mér að ég gæti alveg eins haft atvinnu af því og fengið borgað,“ sagði hann í viðtali við Buzzfeed. Kom Pratt einkum fram í gæsapartíum þar sem hann fækkaði fötum fyrir vinkonuhópa. Lady Gaga Lady Gaga er þekkt fyrir óheflaða og stundum djarfa framkomu á tónleikum. Gaga starfaði sem fatafella áður en hún sló í gegn sem tónlistarkona. „Ég vann á stripp- klúbbum þegar ég var 18 ára. Ég vil ekki fara of djúpt ofan í þennan kafla lífs míns en eiturlyf komu við sögu,“ sagði þessi þrítuga söngkona í viðtali ekki alls fyrir löngu. Channing Tatum Það kemur kannski fáum á óvart að sjá Channing Tatum í þessari úttekt enda lék hann fatafellu á snilldarlegan hátt í myndinni Magic Mike. Áður en Tatum sló í gegn sem leikari starfaði hann sem fatafella í Flórída og hafði að sögn gaman af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.