Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 14
Vikublað 10.–12. janúar 201714 Fréttir Erlent
Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum
Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin
mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður.
Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is
FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS
Þjóðleg
sumarhús sem falla
einstaklega vel að
íslensku landslagi
H
ann er stundum kallaður
Oskar Schindler þeirra
Kanadamanna og þótt
mannúðarstarfið sem
hann vinnur sé í eðli sínu
frábrugðið því sem Þjóðverjinn
vann á tímum síðari heimsstyrj-
aldarinnar er markmiðið það sama,
að koma fólki í neyð til aðstoðar. Jim
Estill er maðurinn sem hér er fjall-
að um en á undanförnum mánuð-
um hefur hann, upp á eigin spýtur,
varið sem nemur 130 milljónum
króna úr eigin vasa til að koma hátt í
50 fjölskyldum frá hinu stríðshrjáða
Sýrlandi til Kanada.
Skilvirkt stuðningskerfi
Breska blaðið Guardian fjallaði
ítarlega um Jim Estill á dögunum,
en Estill þessi er auðmaður og
stjórnarformaður raftækjafyrirtæk-
isins Danby sem er með höfuð-
stöðvar í Guelph í Ontario.
Það var um mitt ár 2015 að
Estill fór að leiða hugann að því
hvort og þá hvað hann gæti gert til
að leggja hönd á plóginn á tímum
„ einhverrar mestu mannúðarkrísu
okkar tíma“ eins og hann orðar það.
Eftir Víetnamstríðið komu Kanada-
menn á eins konar stuðningskerfi
(e. private sponsorship program)
sem fól í sér að einstaklingar og
samtök gátu tekið höndum saman
og gerst stuðningsaðilar fyrir flótta-
menn. Einu skilyrðin voru þau að
viðkomandi stuðningsaðilar veittu
flóttamönnum fjárhagslegan stuðn-
ing og styddu við bakið á þeim í leit
að húsnæði og atvinnu fyrsta árið
eða svo. Síðan kerfinu var komið á
hafa 275 þúsund flóttamenn komið
til Kanada með þessari leið.
Erfitt að þurfa að velja
Estill hugsaði með sér að kerfið væri
sniðugt fyrir mann í hans stöðu,
mann með sterkt fjárhagslegt bak-
land og viljann til að láta gott af
sér leiða. Hann settist því niður og
reiknaði hversu marga flóttamenn
hann gæti stutt og var niðurstað-
an sú að í fyrstu gæti hann aðstoð-
að um 50 fjölskyldur sem myndu
þá setjast að í Guelph og nágrenni
borgarinnar.
„Mér fannst þetta ekki mikið.
Guelph er 120 þúsund manna borg
og 50 fjölskyldur eru kannski 250 til
300 manns,“ sagði hann í viðtali við
Guardian. Estill settist niður með
góðgerðasamtökum í borginni og
fékk þau í lið með sér. Það var auð-
veldi hlutinn. Erfiði hlutinn kom
hins vegar þegar hann þurfti að
velja hvaða flóttamenn hann tæki
með til Kanada. Milljónir manna
hafa þurft að yfirgefa heimili sín
eftir stríðsátökin í Sýrlandi á undan-
förnum árum og eins og Estill orðar
það var hann skyndilega kominn í
það hlutverk að ráða hver fengi að
lifa og hver þyrfti að deyja. „Þú ert
í rauninni kominn í hlutverk skap-
arans. Þú velur hver lifir og deyr,
þú velur hver fær að koma og hver
ekki.“
Estill segir þó að hann hafi
ákveðið að láta skynsemina ráða
för þegar hann valdi fjölskyldur.
Hann taldi að áætlun hans, hvort
hún tækist eða mistækist, réðist af
því hversu margir myndu fóta sig
í kanadísku samfélagi þegar fram
liðu stundir; hversu margir fengju
vinnu, greiddu skatta og myndu
aðlagast samfélaginu. Með þessi
atriði í huga ákvað hann að þeir
sem ættu ættingja fyrir í Kanada
yrðu í forgangi og þeir sem líklegt
væri að myndu aðlagast samfé-
laginu á skjótan hátt. „Þetta þýddi,
sem dæmi, að við tókum ekki ein-
stæða móður með átta börn. Þetta
var hræðilegt en hvað áttum við að
gera,“ spyr hann.
47 fjölskyldur hafa komið sér fyrir
Þegar upp var staðið hafði Estill
Milljónir úr eigin
vasa til að hjálpa
flóttamönnum
n Jim Estill er stundum kallaður Oskar Schindler Kanadamanna n Erfiðast að velja
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is „Þú ert í rauninni
kominn í hlutverk
skaparans. Þú velur hver
lifir og deyr, þú velur hver
fær að koma og hver ekki.
Stríðsástand Ástandið í Sýrlandi hefur verið afar eldfimt á undanförnum árum og millj-
ónir manna kosið af illri nauðsyn að yfirgefa heimili sín. Mynd EPA
Lætur gott af sér leiða
Jim Estill er stjórnarformaður
Danby. Hann hefur haft veg
og vanda af því að koma fjöl-
mörgum sýrlenskum flótta-
fjölskyldum til aðstoðar.