Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 38
Vikublað 10.–12. janúar 201734 Fólk Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 G leði í bland við eftirvæntingu var einkennandi í Þjóðleik- húsinu á föstudagskvöld þegar leikritið Gott fólk var frumsýnt í Kassanum. Leikritið er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar sem hlaut góða dóma þegar hún kom út á síðasta ári. Leikgerð var í höndum þeirra Vals og Símonar Birgissonar í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur sem leikstýrir. Gott fólk segir frá Sölva og Söru sem kynnast við ofbeldisfullar að- stæður. Þau eiga í stuttu en ástríðu- fullu ástarsambandi. Nokkru síð- ar fær Sölvi bréf þar sem Sara sakar hann um að hafa beitt hana kyn- ferðisofbeldi. Sölvi þarf að játa á sig brot sem hann er þó ekki viss um að hafa framið. Í kjölfarið fer af stað at- burðarás þar sem engum sem hlut á að máli er hlíft, og lífi Sölva og Söru er umturnað, eins og segir í lýsingu á verkinu á vef Þjóðleikhússins. n Gott fólk í Þjóðleikhúsinu Leikritið, sem er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar, var frumsýnt á föstudagskvöld Góð saman Verkið er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettis sonar sem er hér með kærustu sinni, blaðakonunni og rithöfundinum Hönnu Ólafsdóttur. Reynslubankinn Ari Matthíasson (til hægri) þjóðleik- hússtjóri lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á frumsýninguna. Hér sést hann með hjón- unum Páli Baldvini Baldvinssyni og Katrínu L. Ingvadóttur. Trúlofuð og fín Blaðakonan Marta María Jónasdóttir og Páll Winkel fangelsismálastjóri létu sig ekki vanta á frumsýninguna. Flott hjón Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru líklega ein flottustu hjón landsins. Þau mættu á sýninguna á föstudags- kvöld. Fyrrverandi þjóðleikhússtjórar ásamt mökum Sveinn Einarsson og Þóra Kristjáns- dóttir og Stefán Baldursson og Þórunn Sigurðardóttir. Félagar Símon Birgisson og Valur Grettisson eru góðir félagar enda störfuðu þeir lengi saman í fjölmiðlum. Símon er í dag handrits- og sýningardramatúrg í Þjóðleikhúsinu og kom hann að leikgerðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.