Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 10
Vikublað 10.–12. janúar 201710 Fréttir Þetta hirðir ríkið af áfengi og tóbaki eftir hækkanir n 76% af heildsöluverði tóbaksdósar og 82% af verði vodkaflösku eru skattar n Áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð um áramótin S ú ákvörðun stjórnvalda að hækka tóbaksgjald á nef­ tóbak verulega nú um ára­ mótin þýðir að ríkið tekur nú beint til sín ríflega 76 prósent af hverri sölueiningu í formi skatta sem ÁTVR selur í heildsölu til verslana. Verð á hverri 50 gramma dós af íslenska neftóbakinu er á mörgum sölustöðum komið yfir þrjú þúsund krónur. Þótt gjöld á sígarettur og áfengi hafi hækkað heldur minna, eða um 4,7 prósent, þá tekur ríkið nú til sín allt að 82 prósentum af hverri vodka­ flösku og 67 prósentum af hverju kartoni af sígarettum. DV óskaði eftir sundurliðun á álagningu áfengis og tóbaks hjá ÁTVR og sýna þær upplýsingar sem fengust svart á hvítu hversu stóran skerf ríkið tekur nú til sín af hverri vörutegund. Mikil hækkun á neftóbaki Rétt tæplega 40 tonn af neftóbaki seldust í fyrra og hefur aldrei verið selt annað eins magn en meirihluti neytenda notar tóbakið í vör. ÁTVR selur neftóbakið í heildsölu til versl­ ana þar sem hver sölueining er 20 stykki af 50 gramma dósum. Sem dæmi um þær hækkanir sem orðið hafa á undanförnum árum á einni slíkri sölueiningu þá kostuðu 20 dósir í heildsölu hjá ÁTVR 29.243 krónur 1. janúar 2014. Í fyrra var verðið komið upp í 29.260 krónur en nú um ára­ mótin hækkaði það í 47.052 krón­ ur, eða um tæpar 17.800 krónur. Það þýðir að hver dós sem verslanir kaupa af ÁTVR kostar 2.352 krónur en er síðan seld með álagningu versl­ ana nú á 3.058 krónur – eins og dæmi er um. Álagning upp á 706 krónur. Þetta hirðir ríkið af tóbakinu Hjá ÁTVR fengust þær upplýsingar að innkaupsverð á einni sölueiningu (20 dósum) nemi 5.410 krónum. Við bætast síðan skattar, þ.e. tóbaksgjald og virðisaukaskattur, upp á 35.853 krónur og loks nemur heildsölu­ álagning ÁTVR 5.787 krónur. Hér nema skattar 76,2% af heildarverði sölueiningarinnar. Þetta hirðir ríkið af áfenginu Lítum nú á verðlagningu áfengis. Tökum sem dæmi 700 ml. vodka­ flösku, 37,5% að styrk, og sjáum hvað býr að baki 5.290 króna verðlagningu hennar í Vínbúð. ÁTVR kaupir flöskuna inn á 444 krónur stykkið. Á hana leggjast síðan skattar, í formi áfengisgjalds, virðis­ aukaskatts og skilagjalds, sem nema 4.335 krónum. Álagning ÁTVR nem­ ur síðan 510 krónum. Þannig verður flaska sem kostaði 444 krónur í inn­ kaupum að 5.290 króna flösku í Vín­ búð. Flaskan sem kostaði 444 krónur í innkaupum er síðan seld í Vínbúð­ um á 5.290 krónur. Þarna nema skattar 81,95% af heildarverði flösk­ unnar. Bjórinn er ekki undanskilinn þessu þótt álagningin sé heldur lægri. Tökum sem dæmi 500 ml. bjórdós, 5% að styrk, sem kostar 369 krónur í Vínbúð. ÁTVR kaupir hana inn á 106 krónur. Við bætast áður­ nefnd gjöld og skattur upp á rúmar 211 krónur og álagning ÁTVR nemur rúmum 50 krónum. Þarna nema skattar 57,34% af heildar­ verði bjórdósarinnar. Hlutfallið er 55,91% af 750 ml. flösku af rauðvíni sem kostar 1.999 krónur í Vínbúð og annað eins af 9.000 króna koníaks­ flösku. n Bjór 369 kr. 13,74% 50,78 kr. Álagning ÁTVR 28,92% Innkaupsverð 106,86 kr. 57,34% Skattar 211,86 kr. VSK og áfengis- og skilagjald Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Vodki Rauðvín 8,39% 510,66 kr. Álagning ÁTVR 9,65% 444,10 kr. Innkaupsverð 81,95% Skattar 4.335,73 kr. VSK og áfengis- og skilagjald 13,74% 274,68 kr. Álagning ÁTVR 30,35% 606,56 kr. Innkaupsverð 55,91% Skattar 1.117,52 kr. VSK og áfengis- og skilagjald 5.290 kr. 1.999 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.