Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Page 30
Vikublað 10.–12. janúar 201726 Menning Útópíur Vægðarlaus gagnrýni í skjóli staðleysu n Útópía er komin út í íslenskri þýðingu á 500 ára afmæli bókarinnar n Viðar Pálsson sagnfræðingur ræðir um fyrirmyndarsamfélag Thomas More T homas More var ekki endi- lega að lýsa hinu fullkomna samfélagi, en að minnsta kosti annars konar þjóðfé- lagi sem hefur önnur gildi á hávegum og hvetur okkur þannig til að hugsa um hvort við ættum að gera það líka,“ segir Viðar Pálsson sagn- fræðingur um Útópíu eftir Sir Thomas More sem kom út í íslenskri þýðingu Eiríks Gauta Rögnvaldssonar undir lok síðasta árs, fimm öldum eftir að bókin kom fyrst út á latínu. Bókin hefur haft gríðarleg áhrif og er eitt grundvallarrita evrópskrar stjórnspeki og hugmyndasögu. Áhrifin felast ekki síst í hinum alþekkta titli bókarinnar, hugtaki sem varð fljótlega að samheiti fyrir hugmyndir manna á hverjum tíma um hið fullkomna samfélag og stjórnskipulag. Útópían hefur þannig ekki aðeins orðið að bókmenntagrein heldur hafa slík ímynduð fyrirmyndarsamfélög verið hugsjónafólki stöðugur innblástur og takmark í baráttunni fyrir betra samfé- lagi í gegnum aldirnar. Rithöfundur, valdsmaður, dýrlingur „Útópía er merkileg af ýmsum ástæð- um. Þetta er eitt höfuðrita evrópskr- ar stjórnspeki á fyrri öldum og eitt höfuð rita húmanismans. Þannig er hún bæði áhugaverð í ensku sam- hengi sem framlag ensks manns til húmanismans eins og hann birtist norðan Alpafjalla, en líka stórt framlag til húmanismans almennt sem alþjóðlegrar menningar- og menntahreyfingar í evrópsku hug- myndasögulegu samhengi,“ segir Viðar Pálsson sagnfræðingur en hann ritar inngang íslenskrar þýðingar á Útópíu sem kom nýlega út í lærdóms- ritaröð Hins íslenska bókmenntafé- lags. Höfundurinn Sir Thomas More var í framvarðarsveit norðurevrópska húmanismans, góðvinur Erasmusar frá Rotterdam, málarans Hans Hol- bein yngri og fleiri forsvarsmanna hreyfingarinnar. En hann er ekki síður þekktur fyrir stormasama ævi sína, hann starfaði í æðstu embætt- um breska konungsveldisins, féll úr náðinni hjá konungi vegna þess að hann vildi ekki svíkja sannfær- ingu sína í trúmálum, en það leiddi til fangelsunar og aftöku. Hann var síðar verðlaunaður fyrir staðfestuna þegar hann var tekinn í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. „Það er mikilvægt að gera greinar- mun á þeim ýmsu Thomusum sem fólk þekkir. Útópía er verk húmanist- ans, lærdómsmannsins og háðfugls- ins More sem lærði í Oxford og drakk þar í sig nýja strauma húmanismans. En hann er engu að síður frægur í sögunni sem valdsmaðurinn Thom- as, kanslari Hinriks 8. konungs. Það er hins vegar ferill sem hefst löngu eftir að hann hefur lokið við Útópíu og stendur í engu samhengi við hana. Hann skrifaði alla tíð húmanísk verk samhliða öðrum störfum sínum en Útópía er langþekktast og áhrifa- mest. Hann skrifaði líka mikið í tengslum við guðfræðilegar deilur sínar við „apann“, „svínið“ og „fylli- byttuna“ Martein Lúther. Í þessum skrifum birtist More sem mjög harð- vítugur siðaskiptamaður og mik- ill verjandi kaþólsku páfakirkjunnar. Við þetta bætist svo enn einn Thom- asinn, skáldsagnapersónan. Það var samið leikrit um hann, A man for All Seasons, sem var síðan gert að frægri kvikmynd. Þar birtist Thomas More í mjög jákvæðu ljósi, samvisku- samur maður í spilltu hirðlegu um- hverfi, staðfastur og lætur lífið fyrir samvisku sína. Þessi persóna byggir á sögulegum heimildum en lýtur fyrst og fremst lögmálum skáldskaparins. Oft er því stór mynd af Thomas að þvælast fyrir fólki.“ Skynsamt sameignarríki Útópía kom út árið 1516. Bókin, sem er skrifuð á latínu, er byggð upp sem samtal More, sem er á ferðalagi í Belgíu á vegum bresku krúnunnar, og víðföruls og dularfulls heimspek- ings að nafni Rafael Hyþlo díus sem verður á vegi hans. Í bókinni „endur- segir“ Thomas frásögn ferðalangsins frá nýja heiminum í Ameríku þang- að sem hann ferðaðist með land- könnuðum og settist að um tíma á eyjunni Útópíu, en nafnið er gríska og þýðir „staður sem er ekki til“. Rafael er yfir sig hrifinn af þjóðskipulagi og samfélagi Útópíumanna enda álítur hann það um margt skynsamlegra en stjórnskipan og þankagang í Evrópu. Útópíumenn búa við sameignar- skipulag með strangri verkaskipt- ingu, innan þjóðar, borgar, hverfa og fjölskyldu. Skýrt kerfi er til að tryggja að fólk fái hlutverk við hæfi og aðeins hinir skynsömustu koma að stjórn samfélaginu. Græðgi sé ekki til í þessu sameignarsamfélagi og gull og gim- steinar álitnir gagnslausir nema sem fangahlekkir, næturgögn og barna- leikföng. Fólk vinnur ekki meira en nauðsynlegt er – sem er ósköp lítið í samfélagi þar sem vinnunni er skipt jafnt milli allra – en nýtir tímann frekar í að auðga andann. Þó að þessi lýsing heilli kannski einhverja nútímamenn ber fyrir- myndarríkið hins vegar mark þess tíma sem bókin er skrifuð á: þar er lítið frjálsræði í siðferðismálum, skýr verkaskipting kynjanna, mikil áhersla á trúrækni, þar viðgengst þrælahald, nýlendueign og stríð eru talin ill nauðsyn. Vægðarlaus gagnrýni í skjóli staðleysu En var Thomas að búa til leiðarvísi að hinu fullkomna samfélagi með Útópíu? „Nei. Í titli bókarinnar er að sagt hún fjalli um Útópíu og hið fullkomna samfélag, en það er hvergi sagt að Útópía sé hið fullkomna samfélag. Það hefur þó nokkra grunnþætti eða eiginleika sem Thomas álítur eftirsóknarverða, eða fullkomna. Langveigamest er að samfélagið er skynsamlega byggt upp af skynsöm- um og rökvísum mönnum. Slíkir menn eru atkvæðamestir í stjórn samfélagsins einmitt vegna þessara eiginleika eða kosta en ekki í krafti auðs síns eða ættar. Bókin beinist því mjög gegn aðlinum sem var ríkjandi á Evrópu á þessum tíma. Við skulum athuga að „aristókratía“ hafði orðið að lögstétt á há- og síðmiðöldum. Ríkisvaldið skilgreindi þar með hóp manna sem naut ýmissa sérréttinda, varðandi skatta, erfðir, dómsvald, réttindi til embætta og svo framvegis. Á tímum More eru völdin því í hönd- um hóps sem hefur einfaldlega erft þau í krafti ætternis en Thomas og aðrir telja að í öndvegi eigi að vera sannur aðall, vera nobilitas, það eru fremstu og bestu menn á grundvelli skynsemi, rökvísi, menntunar og kosta,“ segir Viðar. „Trixið og tilgangurinn með því að staðsetja frásögnina í staðleysu fjarri Evrópu er að þá getur Thomas verið mjög vægðarlaus í allri gagn- rýni. Hann þarf ekki heldur að segja lesandanum hversu langt á að ganga – það er skilið eftir. Hann notast við samtalsform og lætur persónurn- ar ekki vera stranga fulltrúa tiltek- inna viðhorfa þar sem höfundur er þá augljóslega sammála einni þeirra. Þær skiptast eiginlega á að hafa rétt fyrir sér. Þetta gefur Thomas færi á að vekja máls á ýmsu sem mætti betur fara og ýmsu jákvæðu en svo er það skilið eftir fyrir lesandann að meta hversu mikið af þessu ætti að taka upp í Evrópu og hvernig.“ Bylting skynseminnar Útópía talaði inn í tiltekna hefð stjórn- spekilegra bókmennta og var efnið að mörgu leyti í takt við þá umróta- tíma sem höfundurinn lifði á, en til að koma sínum róttæku hugmyndum á framfæri þurfti hann hins vegar að finna þeim nýstárlegt form. „Á há- og síðmiðöldum sömdu menntamenn prinsum eða konungum stjórnspekirit þar sem var annars vegar lögð áhersla á dyggð valdhafans, hvernig hann ætti að bera sig, hegða sér og stjórna af réttlæti og svo fram- vegis. Hins vegar birtist þar hugmynd um að til sé fullkomin stjórnskipan. Menn deila auðvitað um hver hún sé og hvernig hægt sé að ná henni fram, en sú hugmynd er við líði að hún sé til. Það eru því útópískar hugmyndir í þessari bókmenntagrein sem við köll- um yfirleitt Konungs skuggsjár, eftir þekktu riti frá 13. öld í Noregi. „Á siðskiptatímanum eru líka miklar hugmyndir meðal mótmæl- enda sem vilja margir hverjir hefja hina síðustu daga og eiga von á að Kristur komi og leysi upp stéttaskipt- ingu, eignarrétt, kollsteypi hinum rangláta og svo framvegis. Þetta voru ekki bara trúar- og stjórnspekihug- myndir heldur raunverulegar félags- legar og pólitískar uppreisnir. Á 16. öld voru bændauppreisnir í Þýska- landi þar sem menn reyndu að stofn- setja slík draumaríki. Þetta var því mjög áberandi í umræðunni innan kirkjunnar á þessum tíma og menn álitu nútímasamfélagið vera mjög fjarri frumkristnu samfélagi,“ segir Viðar. „Thomas More lifir líka á um- Sir Thomas More Mynd af höfundi Útópíu máluð af góðvini hans Hans Holbein yngri. „Skyn- samir og rökvísir menn eru atkvæða- mestir í stjórn samfélagsins einmitt vegna þessara eiginleika eða kosta en ekki í krafti auðs síns eða ættar. Í fyrsta skipti á íslensku Útópía kom út í íslenskri þýðingu Eiríks Gauta Rögnvaldssonar í haust, 500 árum eftir að bókin kom fyrst út á latínu. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.