Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 6
Vikublað 10.–12. janúar 20176 Fréttir Rætt um að skipta innanríkis- ráðuneytinu upp n Naumur meirihluti stendur í Sjálfstæðismönnum R ætt er um að skipta inn­ anríkisráðuneytinu upp í tvennt, ráðuneyti dóms­ mála og ráðuneyti sam­ göngumála. Ef af verður munu bæði ráðuneytin falla í skaut Sjálfstæðisflokksins og hann þar með fá í sinn hlut sex ráðuneyti auk embættis forseta Alþingis. Ekki var þó búið að taka ákvörðun hvað þetta varðaði þegar DV fór í prentun í gær, mánudag. Skipting ráðuneyta milli flokk­ anna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, verður með þeim hætti að óbreyttu að Sjálfstæðisflokkurinn mun skipa ráðherra í forsætisráðuneyti, utan­ ríkisráðuneyti, innanríkisráðu­ neyti, menntamálaráðuneyti og iðnaðar­ og viðskiptaráðuneyti. Í stóla fjármálaráðherra, sjávarút­ vegs­ og landbúnaðarráðherra og félagsmálaráðherra mun Viðreisn skipa og Björt framtíð mun fá í sinn hlut stóla heilbrigðisráðherra og umhverfisráðherra. Mestar líkur eru taldar á því að þessi skipting muni halda sér. Í gær var enn óljóst hverjir myndu skipa ráðherrastóla í verð­ andi ríkis stjórn. Ljóst er að Bjarni Benediktsson verður forsætisráð­ herra og Benedikt Jóhannesson fjár­ málaráðherra. Annað er ekki ljóst þótt talið sé líklegt að Óttarr Proppé verði heilbrigðisráðherra. Óljóst er hverjir aðrir verða ráðherrar en talið er að bæði Kristján Þór Júlíusson og Guðlaugur Þór Þórðarson verði ráðherrar Sjálfstæðis flokksins. Þá er einnig talið að Ólöf Nordal verði annað hvort skipuð ráðherra eða að því lýst að hún muni setjast í ráð­ herrastól þegar hún hefur jafnað sig af veikindum sínum. Rætt hefur verið um það innan Bjartrar framtíð­ ar að þingmenn flokksins muni víkja af þingi setjist þeir í ráðherrastól. Þeir munu þó heldur vera orðnir af­ huga slíku sökum naums meirihluta ríkis stjórnarinnar. Þeir ættu þá ekki aftur kvæmt á þing félli ríkis­ stjórnin. BF tekur ekki formennsku í nefndum Formenn flokk­ anna eyddu gær­ deginum í að ræða við sína þingmenn og fara yfir óskir þeirra um vegtyllur og ábyrgð á kjörtímabilinu. Eftir því sem heimildir DV herma mun Sjálfstæðisflokkurinn skipa formenn í fimm þingnefndum, Viðreisn í einni og stjórnarandstað­ an skipi formenn tveggja nefnda. Ekki er gert ráð fyrir að þingmenn Bjartrar framtíðar taki að sér for­ mennsku í nefndum. Þar fyrir utan er forsætisnefnd, en mestar líkur eru taldar á því að Birgir Ármanns­ son, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taki við embætti forseta þings. Sjálf­ stæðisflokkurinn muni taka að sér formennsku í atvinnuveganefnd, efnahags­ og viðskiptanefnd, fjár­ laganefnd, utan ríkisnefnd og um­ hverfis­ og samgöngunefnd. Við­ reisn muni taka að sér formennsku í annaðhvort allsherjar­ og mennta­ málanefnd eða í velferðarnefnd en ekki var komin niðurstaða í þeim efnum. Þá mun stjórnarandstaðan taka formennsku í þeirri nefndinni sem Viðreisn tekur ekki og einnig í stjórnskipunar­ og eftirlitsnefnd, svo sem hefð er orðin fyrir. Gagnrýna landsbyggðarhallann Naumur meirihluti stjórnarinnar hefur valdið talsverðum titringi innan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hefur verið á það bent að þingstörf geti orðið mjög stirð vegna þessa því stilla þurfi at­ kvæðagreiðslur af með þeim hætti að allir þingmenn stjórnarinnar geti verið viðstaddir, annars sé hætt við að mál verði einfaldlega felld af stjórnarandstöðunni. Þá sé málefnaágreiningur milli flokk­ anna og hver þingmaður sé í raun oddaatkvæði. Innan ákveðins hóps þingmanna Sjálfstæðisflokks er einnig órói vegna þess hversu mikið halli á lands­ byggðina í rík­ isstjórninni. Þannig koma engir þingmenn Bjartrar framtíðar af lands­ byggðinni og aðeins tveir þingmenn Viðreisnar eru lands­ byggðarþingmenn. Annar þeirra er formaðurinn Benedikt sem þrátt fyrir að vera þingmaður Norðaustur kjördæmis er búsettur í Reykjavík. Innan þessa hóps Sjálf­ stæðismanna sem nefndur er hér að framan er ríkisstjórnin upp­ nefnd „borgarstjórnin“ og hæðst að því að með myndun stjórnar­ innar hafi loks tekist að ná aftur meirihlutanum í borginni. n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Að ganga saman Líkur eru taldar á að ný ríkisstjórn taki við völdum í dag, þriðjudag, að óbreyttu. Mynd SiGtRyGGuR ARi Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.